Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar 4. mars 2025 10:00 Það ætlar að sannast hið forkveðna, að það breytist lítið sem ekkert með nýjum herrum. Ný ríkisstjórn lagði fram um helgina „nýtt“ frumvarp um kílómetragjald og þar er líkt og fyrir áramót gert ráð fyrir 4 kr gjaldi á kílómeter fyrir öll bifhjól. Er það ekki bara sanngjarnt, gæti einhver spurt? Við skulum skoða það aðeins betur og sjá hvað tölurnar segja okkur. Allir bílar undir 3,5 tonnum greiða sama gjald eða 6,7 kr á km sem er aðeins hærra en bifhjól greiða. Ósanngirnin liggur í þeirri staðreynd að munurinn á 3,5 tonna bíl og meðalþungu bifhjóli er meira en tífaldur! Ef við skoðum síðan létt bifhjól sem eiga að greiða sama gjald og önnur bifhjól er munurinn enn meiri en slík hjól ná varla 100 kg sem er þrisvar sinnum minna en stór bifhjól. Það segir sig sjálft að það er mikil ósanngirni í því að láta muna bara 2,7 kr á tækjum sem eru allt að 35 sinnum þyngri en létt bifhjól. Fjórfalt ódýrara fyrir erlend bifhjól! Það sem gerir þetta svo enn skrýtnara er þegar kemur að útreikningum stjórnvalda varðandi ökutæki á erlendum númerum. Þar er miðað við fast akstursgjald að lágmarki til 10 daga og er gjaldið 13.400 kr þegar kemur að bílum undir 3,5 tonnum. Bifhjól á erlendum númerum eiga hins vegar að greiða 3.350 kr fyrir fyrstu tíu dagana sem er fjórum sinnum lægra en fyrir fólksbíla. Ef þetta er viðmið stjórnvalda fyrir erlend ökutæki segir það sig sjálft að íslenskt bifhjólafólk geri þá sjálfsögðu kröfu að greiða fjórum sinnum lægra gjald en bifreiðar enda er það nokkuð nærri lagi þegar horft er til munar á þyngd ökutækja. Það hlýtur því að vera krafa bifhjólafólks að kílómetragjald bifhjóla lækki niður í 1,7 kr fyrir þung bifhjól til að fullrar sanngirni sé gætt! Að sama skapi væri eðlilegt að létt bifhjól greiði 0,6 kr á kílómetra. Höfundur er bifhjólakennari, og mótorhjólamaður til 40 ára og hefur oft séð ósanngjarna lagaetningar er kemur að bifhjólum. Sjaldan þó meira en einmitt nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bifhjól Kílómetragjald Samgöngur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Það ætlar að sannast hið forkveðna, að það breytist lítið sem ekkert með nýjum herrum. Ný ríkisstjórn lagði fram um helgina „nýtt“ frumvarp um kílómetragjald og þar er líkt og fyrir áramót gert ráð fyrir 4 kr gjaldi á kílómeter fyrir öll bifhjól. Er það ekki bara sanngjarnt, gæti einhver spurt? Við skulum skoða það aðeins betur og sjá hvað tölurnar segja okkur. Allir bílar undir 3,5 tonnum greiða sama gjald eða 6,7 kr á km sem er aðeins hærra en bifhjól greiða. Ósanngirnin liggur í þeirri staðreynd að munurinn á 3,5 tonna bíl og meðalþungu bifhjóli er meira en tífaldur! Ef við skoðum síðan létt bifhjól sem eiga að greiða sama gjald og önnur bifhjól er munurinn enn meiri en slík hjól ná varla 100 kg sem er þrisvar sinnum minna en stór bifhjól. Það segir sig sjálft að það er mikil ósanngirni í því að láta muna bara 2,7 kr á tækjum sem eru allt að 35 sinnum þyngri en létt bifhjól. Fjórfalt ódýrara fyrir erlend bifhjól! Það sem gerir þetta svo enn skrýtnara er þegar kemur að útreikningum stjórnvalda varðandi ökutæki á erlendum númerum. Þar er miðað við fast akstursgjald að lágmarki til 10 daga og er gjaldið 13.400 kr þegar kemur að bílum undir 3,5 tonnum. Bifhjól á erlendum númerum eiga hins vegar að greiða 3.350 kr fyrir fyrstu tíu dagana sem er fjórum sinnum lægra en fyrir fólksbíla. Ef þetta er viðmið stjórnvalda fyrir erlend ökutæki segir það sig sjálft að íslenskt bifhjólafólk geri þá sjálfsögðu kröfu að greiða fjórum sinnum lægra gjald en bifreiðar enda er það nokkuð nærri lagi þegar horft er til munar á þyngd ökutækja. Það hlýtur því að vera krafa bifhjólafólks að kílómetragjald bifhjóla lækki niður í 1,7 kr fyrir þung bifhjól til að fullrar sanngirni sé gætt! Að sama skapi væri eðlilegt að létt bifhjól greiði 0,6 kr á kílómetra. Höfundur er bifhjólakennari, og mótorhjólamaður til 40 ára og hefur oft séð ósanngjarna lagaetningar er kemur að bifhjólum. Sjaldan þó meira en einmitt nú.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar