Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2025 06:40 Það kvað við kunnuglegan tón í ræðu Trump, þar sem hann barði á Joe Biden og hældi sjálfum sér fyrir stórkostlegan árangur síðustu vikur. AP/Ben Curtis Það bar fátt til tíðinda í ræðu Donald Trump Bandaríkjaforseta á þinginu í gærkvöldi, þar sem hann varði meirihluta ræðutímans í að gera lítið úr andstæðingum sínum og hæla sjálfum sér. Trump hét því hins vegar einnig að aflétta ekki tollum á helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og virtist hafa mildast í afstöðu sinni til Úkraínu. Las hann upphátt skilaboð sem Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti á samfélagsmiðlum í gær og sagðist kunna að meta þakkirnar í garð Bandaríkjanna. Þá sagðist hann hafa fengið sterk skilabð um að Rússar vildu frið í Úkraínu. „Væri það ekki dásamlegt?“ sagði hann í pontu. Hvað varðar Kína, Kanada og Mexíkó, þar sem stjórnvöld greindu frá því í gær að þau myndu svara tollum Bandaríkjamanna með líku, sagði Trump að stjórnvöld vestanhafs myndu þá hækka álögur enn frekar. Trump: Thanks to me, free speech is back(He just banned AP reporters from the White House for not obeying him) pic.twitter.com/B4yNRFbmp5— FactPost (@factpostnews) March 5, 2025 Ræða Trump var sú lengsta sem forseti hefur haldið á þinginu, 100 mínútur, en eins og fyrr segir fór drjúgur tími í sjálfshól og ósannaðar staðhæfingar, þar sem forsetinn lofaði aðgerðir stjórnvalda síðustu vikur og sagði þær myndu greiða fyrir mestu velmegun í sögu landsins. Forsetinn sakaði Demókrata um að hunsa þá „uppreisn almennrar skynsemi“ sem nú væri hafin og hrósaði sjálfum sér og félaga sínum Elon Musk fyrir að hafa upprætt spillingu og gríðarlegt fjáraustur. „Átta milljónir til að ýta undir LGBTQI+ í Afríkuríkinu Lesotho, sem enginn hefur nokkurn tímann heyrt um,“ sagði Trump í hæðnistón. Al Green, þingmanni Demókrataflokksins frá Texas, var vísað úr þingsal fyrir frammíköll. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa áður gerst sekir um sama án þess að vera vísað út, til að mynda Marjorie Taylor Greene, ötull stuðningsmaður Trump, í stjórnartíð Joe Biden. Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Skattar og tollar Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Trump hét því hins vegar einnig að aflétta ekki tollum á helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og virtist hafa mildast í afstöðu sinni til Úkraínu. Las hann upphátt skilaboð sem Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti á samfélagsmiðlum í gær og sagðist kunna að meta þakkirnar í garð Bandaríkjanna. Þá sagðist hann hafa fengið sterk skilabð um að Rússar vildu frið í Úkraínu. „Væri það ekki dásamlegt?“ sagði hann í pontu. Hvað varðar Kína, Kanada og Mexíkó, þar sem stjórnvöld greindu frá því í gær að þau myndu svara tollum Bandaríkjamanna með líku, sagði Trump að stjórnvöld vestanhafs myndu þá hækka álögur enn frekar. Trump: Thanks to me, free speech is back(He just banned AP reporters from the White House for not obeying him) pic.twitter.com/B4yNRFbmp5— FactPost (@factpostnews) March 5, 2025 Ræða Trump var sú lengsta sem forseti hefur haldið á þinginu, 100 mínútur, en eins og fyrr segir fór drjúgur tími í sjálfshól og ósannaðar staðhæfingar, þar sem forsetinn lofaði aðgerðir stjórnvalda síðustu vikur og sagði þær myndu greiða fyrir mestu velmegun í sögu landsins. Forsetinn sakaði Demókrata um að hunsa þá „uppreisn almennrar skynsemi“ sem nú væri hafin og hrósaði sjálfum sér og félaga sínum Elon Musk fyrir að hafa upprætt spillingu og gríðarlegt fjáraustur. „Átta milljónir til að ýta undir LGBTQI+ í Afríkuríkinu Lesotho, sem enginn hefur nokkurn tímann heyrt um,“ sagði Trump í hæðnistón. Al Green, þingmanni Demókrataflokksins frá Texas, var vísað úr þingsal fyrir frammíköll. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa áður gerst sekir um sama án þess að vera vísað út, til að mynda Marjorie Taylor Greene, ötull stuðningsmaður Trump, í stjórnartíð Joe Biden.
Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Skattar og tollar Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent