Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2025 06:40 Það kvað við kunnuglegan tón í ræðu Trump, þar sem hann barði á Joe Biden og hældi sjálfum sér fyrir stórkostlegan árangur síðustu vikur. AP/Ben Curtis Það bar fátt til tíðinda í ræðu Donald Trump Bandaríkjaforseta á þinginu í gærkvöldi, þar sem hann varði meirihluta ræðutímans í að gera lítið úr andstæðingum sínum og hæla sjálfum sér. Trump hét því hins vegar einnig að aflétta ekki tollum á helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og virtist hafa mildast í afstöðu sinni til Úkraínu. Las hann upphátt skilaboð sem Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti á samfélagsmiðlum í gær og sagðist kunna að meta þakkirnar í garð Bandaríkjanna. Þá sagðist hann hafa fengið sterk skilabð um að Rússar vildu frið í Úkraínu. „Væri það ekki dásamlegt?“ sagði hann í pontu. Hvað varðar Kína, Kanada og Mexíkó, þar sem stjórnvöld greindu frá því í gær að þau myndu svara tollum Bandaríkjamanna með líku, sagði Trump að stjórnvöld vestanhafs myndu þá hækka álögur enn frekar. Trump: Thanks to me, free speech is back(He just banned AP reporters from the White House for not obeying him) pic.twitter.com/B4yNRFbmp5— FactPost (@factpostnews) March 5, 2025 Ræða Trump var sú lengsta sem forseti hefur haldið á þinginu, 100 mínútur, en eins og fyrr segir fór drjúgur tími í sjálfshól og ósannaðar staðhæfingar, þar sem forsetinn lofaði aðgerðir stjórnvalda síðustu vikur og sagði þær myndu greiða fyrir mestu velmegun í sögu landsins. Forsetinn sakaði Demókrata um að hunsa þá „uppreisn almennrar skynsemi“ sem nú væri hafin og hrósaði sjálfum sér og félaga sínum Elon Musk fyrir að hafa upprætt spillingu og gríðarlegt fjáraustur. „Átta milljónir til að ýta undir LGBTQI+ í Afríkuríkinu Lesotho, sem enginn hefur nokkurn tímann heyrt um,“ sagði Trump í hæðnistón. Al Green, þingmanni Demókrataflokksins frá Texas, var vísað úr þingsal fyrir frammíköll. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa áður gerst sekir um sama án þess að vera vísað út, til að mynda Marjorie Taylor Greene, ötull stuðningsmaður Trump, í stjórnartíð Joe Biden. Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Skattar og tollar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Trump hét því hins vegar einnig að aflétta ekki tollum á helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og virtist hafa mildast í afstöðu sinni til Úkraínu. Las hann upphátt skilaboð sem Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti á samfélagsmiðlum í gær og sagðist kunna að meta þakkirnar í garð Bandaríkjanna. Þá sagðist hann hafa fengið sterk skilabð um að Rússar vildu frið í Úkraínu. „Væri það ekki dásamlegt?“ sagði hann í pontu. Hvað varðar Kína, Kanada og Mexíkó, þar sem stjórnvöld greindu frá því í gær að þau myndu svara tollum Bandaríkjamanna með líku, sagði Trump að stjórnvöld vestanhafs myndu þá hækka álögur enn frekar. Trump: Thanks to me, free speech is back(He just banned AP reporters from the White House for not obeying him) pic.twitter.com/B4yNRFbmp5— FactPost (@factpostnews) March 5, 2025 Ræða Trump var sú lengsta sem forseti hefur haldið á þinginu, 100 mínútur, en eins og fyrr segir fór drjúgur tími í sjálfshól og ósannaðar staðhæfingar, þar sem forsetinn lofaði aðgerðir stjórnvalda síðustu vikur og sagði þær myndu greiða fyrir mestu velmegun í sögu landsins. Forsetinn sakaði Demókrata um að hunsa þá „uppreisn almennrar skynsemi“ sem nú væri hafin og hrósaði sjálfum sér og félaga sínum Elon Musk fyrir að hafa upprætt spillingu og gríðarlegt fjáraustur. „Átta milljónir til að ýta undir LGBTQI+ í Afríkuríkinu Lesotho, sem enginn hefur nokkurn tímann heyrt um,“ sagði Trump í hæðnistón. Al Green, þingmanni Demókrataflokksins frá Texas, var vísað úr þingsal fyrir frammíköll. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa áður gerst sekir um sama án þess að vera vísað út, til að mynda Marjorie Taylor Greene, ötull stuðningsmaður Trump, í stjórnartíð Joe Biden.
Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Skattar og tollar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira