Erlent

Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði

Atli Ísleifsson skrifar
Áætlað er að um 700 þúsund farþegar fari um Gare du Nord á ári hverju.
Áætlað er að um 700 þúsund farþegar fari um Gare du Nord á ári hverju. AP

Röskun hefur orðið á lestarsamgöngum í frönsku höfuðborginni París og langar raðir myndast eftir að ósprungin sprengja frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar fannst við lestarteina í norðurhluta borgarinnar.

Búið er að stöðva ferðir til og frá lestarstöðinni Gare du Nord, meðal annars ferðir Eurostar-lestarinnar til London í Englandi. Sprengjusveit frönsku lögregunnar vinnur nú að því að aftengja sprengjuna.

Ríkislestarfyrirtækið segir frá því á X að sprengjan hafi fundist „á miðjum lestarsporunum“ í hverfinu Saint Denis og að sprengjan sé frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Gare du Nord er í norðurhluta Parísar og er sú lestarstöð Evrópu þar sem flestir farþegar fara um. Áætlað er að um 700 þúsund farþegar fari um stöðina á degi hverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×