Annað Starship sprakk í loft upp Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2025 10:35 Frá geimskoti Starship í Texas í gær. AFP/Brandon Bell Annað tilraunaskot Starship-geimskips SpaceX í röð misheppnaðist í gærkvöldi. Geimskipið sprakk skömmu eftir geimskotið og dreifðist brakið úr því í háloftunum yfir Flórída og Karíbahafinu þar sem það brann, með tilheyrandi sjónarspili. Starship var skotið á loft frá höfuðstöðvum SpaceX í Texas. Geimskotið fór vel af stað en eftir nokkrar mínútur misstu starfsmenn fyrirtækisins samband við Starship og síðan slökknaði á einhverjum hreyflum þess. Geimskipið átti að falla til jarðar yfir Indlandshafi eftir um klukkustundar flug en eins og áður segir sprakk það í loft upp í um 150 kílómetra hæð, skömmu eftir flugtak. Ekki liggur fyrir hvort sjálfvirkt kerfi geimfarsins hafi sprengt það í loft upp eftir að sambandið slitnaði eða það hafi fyrst sprungið vegna einhvers galla eða mistaka. Þótt geimskip þetta hafi sprungið í loft upp, eins og það síðasta, tókst aftur að grípa Super Heavy eldflaugina, sem er á stærð við turn Hallgrímskirkju. Mechazilla has caught the Super Heavy booster! pic.twitter.com/JFeJSdnQ5x— SpaceX (@SpaceX) March 6, 2025 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Á myndbandinu hér að neðan má fyrst sjá þegar Starship brotnar upp í háloftunum og síðan nokkur myndskeið sem tekin voru á jörðu niðri af braki brenna upp. Á að flytja menn og birgðir til tunglsins Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en samkeppnisaðilar hafa burði til. With a test like this, success comes from what we learn, and today’s flight will help us improve Starship’s reliability. We will conduct a thorough investigation, in coordination with the FAA, and implement corrective actions to make improvements on future Starship flight tests… pic.twitter.com/3ThPm0Yzky— SpaceX (@SpaceX) March 7, 2025 Þetta var áttunda tilraunaskotið með Starship og Super Heavy en forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa gert samkomulag við SpaceX um að nota Starship til að lenda geimförum á tunglinu seinna á þessum áratug. Sjá einnig: Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Eins og síðast bar Starship einnig Starlink-gervihnattalíkön og stóð til að prófa að koma þeim á braut um jörðu með geimfarinu. SpaceX hefur flutt þúsundir slíkra gervihnatta á braut um jörðu með Falcon 9 eldflaugum fyrirtækisins en vonir eru bundnar við að hægt verði að fjölga gervihnöttunum mun meira með því að nota Starship, sem á að geta borið miklu fleiri gervihnetti. Brakið úr Starship sást frá Alþjóðlegu geimstöðinni. We saw the Starship 8 breakup in the upper atmosphere and fall back to earth from the ISS. pic.twitter.com/ZhDoGTCvS4— Don Pettit (@astro_Pettit) March 7, 2025 Bandaríkin SpaceX Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Starship var skotið á loft frá höfuðstöðvum SpaceX í Texas. Geimskotið fór vel af stað en eftir nokkrar mínútur misstu starfsmenn fyrirtækisins samband við Starship og síðan slökknaði á einhverjum hreyflum þess. Geimskipið átti að falla til jarðar yfir Indlandshafi eftir um klukkustundar flug en eins og áður segir sprakk það í loft upp í um 150 kílómetra hæð, skömmu eftir flugtak. Ekki liggur fyrir hvort sjálfvirkt kerfi geimfarsins hafi sprengt það í loft upp eftir að sambandið slitnaði eða það hafi fyrst sprungið vegna einhvers galla eða mistaka. Þótt geimskip þetta hafi sprungið í loft upp, eins og það síðasta, tókst aftur að grípa Super Heavy eldflaugina, sem er á stærð við turn Hallgrímskirkju. Mechazilla has caught the Super Heavy booster! pic.twitter.com/JFeJSdnQ5x— SpaceX (@SpaceX) March 6, 2025 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Á myndbandinu hér að neðan má fyrst sjá þegar Starship brotnar upp í háloftunum og síðan nokkur myndskeið sem tekin voru á jörðu niðri af braki brenna upp. Á að flytja menn og birgðir til tunglsins Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en samkeppnisaðilar hafa burði til. With a test like this, success comes from what we learn, and today’s flight will help us improve Starship’s reliability. We will conduct a thorough investigation, in coordination with the FAA, and implement corrective actions to make improvements on future Starship flight tests… pic.twitter.com/3ThPm0Yzky— SpaceX (@SpaceX) March 7, 2025 Þetta var áttunda tilraunaskotið með Starship og Super Heavy en forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa gert samkomulag við SpaceX um að nota Starship til að lenda geimförum á tunglinu seinna á þessum áratug. Sjá einnig: Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Eins og síðast bar Starship einnig Starlink-gervihnattalíkön og stóð til að prófa að koma þeim á braut um jörðu með geimfarinu. SpaceX hefur flutt þúsundir slíkra gervihnatta á braut um jörðu með Falcon 9 eldflaugum fyrirtækisins en vonir eru bundnar við að hægt verði að fjölga gervihnöttunum mun meira með því að nota Starship, sem á að geta borið miklu fleiri gervihnetti. Brakið úr Starship sást frá Alþjóðlegu geimstöðinni. We saw the Starship 8 breakup in the upper atmosphere and fall back to earth from the ISS. pic.twitter.com/ZhDoGTCvS4— Don Pettit (@astro_Pettit) March 7, 2025
Bandaríkin SpaceX Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira