Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar 7. mars 2025 15:30 Samkvæmt vopnahléssamkomulagi Ísraels og Hamas hefði annar hluti vopnahlés átt að hefjast 1. mars, sex vikum eftir að sá fyrsti hófst. Í þeim áfanga hefði Ísraelsher átt að yfirgefa Gazaströndina að fullu og fangaskipti Ísraels og Hamas að klárast. Síðustu sex vikur hefur Ísrael brotið þetta samkomulag ítrekað. Yfir hundrað Palestínumenn hafa verið drepnir af ísraelska hernum. Einn Ísraelsmaður hefur verið drepinn, hann var myrtur af Ísraelsher. Neyðaraðstoð á Gaza hefur verið skert: þúsundir vörubíla með matvælum, hlýjum fatnaði og öðrum nauðsynjavörum hefur verið meinuð innkoma af Ísrael. Af þeim 200.000 tjöldum sem áttu að koma í kjölfar vopnahlés hafa aðeins um 10% þeirra komist inn á Gaza og ekkert af 60.000 gámahúsum sem lofað var. Aðeins nokkrar þungavinnuvélar hafa verið innfluttar, af þeim 200 sem var lofað til að hefja uppbyggingu, og til að grafa upp lík þeirra sem ennþá liggja undir húsarústunum. Afleiðingar þessa er að ungabörn frjósa nú til dauða á Gaza, enda vannærð og illa haldin eftir þjóðarmorð - börn sem hafa aldrei fengið að kynnast friði og frelsi á sinni stuttu ævi. Á sunnudaginn stöðvaði Ísrael allan innflutning á neyðaraðstoð inn á Gaza, og hefur jafnframt lokað á rafmagn og vatn til þess að kúga Gazabúa til uppgjafar. Sem hernámsaðila er Ísraelsríki skyldugt til að tryggja öryggi og velferð íbúa Gaza strandarinnar. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) gaf úthandtökuskipanir á hendur Netanyahu og Yoav Gallant í nóvember 2024. Dómstóllinn sakar ráðamenn Ísraels um aðbeita hungri sem stríðsvopni gegn íbúum Gaza. Þann glæp fremur Ísrael nú opinberlega og án viðbragða íslenskra ráðamanna. Aðgerðir Ísraels brjóta einnig gegn tilskipunum Alþjóðadómstólsins, sem fyrirskipaði Ísrael að tryggja óheftan aðgang að neyðaraðstoð í bráðabirgðar úrskurði vegna kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði. Markmið Ísraels eru útrýming palestínsku þjóðarinnar - ekki örugg gíslaskipti Þjóðarmorð Ísraels bjargaði ekki lífum ísraelskra gísla. Þvert á móti myrti Ísraelsher eigin borgara sem og Palestínumenn í sprengjuárásum sínum. Ísraelsher skaut einnig þrjá gísla til bana eftir að þeir höfðu flúið og kallað á hjálp á hebresku. Það sem hefur tryggt öryggi ísraelskra gísla eru friðarviðræður og samkomulag um gíslaskipti milli Ísraels og Hamas. Í fimm daga vopnahléi í nóvember 2023 voru 150 palestínskir gíslar frelsaðir í skiptum fyrir 50 ísraelska gísla og með lokum annars fasa núverandi samkomulags myndu allir ísraelskir gíslar verða frelsaðir. Brot Ísraels á vopnahlés samningnum sýna skýrt að markmið Ísraels er ekki frelsun gísla. Áframhaldandi árásir Ísraelshers á Gaza og Vesturbakkann eru ekki til þess að auka öryggi Ísraels, heldur eru þær liður í þjóðarmorði og útrýmingu palestínsku þjóðarinnar. Trump hótar áframhaldandi þjóðarmorði Undanfarnar vikur hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, talað um að flytja ætti alla Palestínumenn burt af Gaza og að Bandaríkin ættu að taka yfir og eignast Gazaströndina. Þessum hugmyndum Trumps um stórfelldar þjóðernishreinsanir hefur verið ákaft fagnað af ísraelsku ráðafólki. Þau taka undir og benda á að þeirra her hefur sprengt Gaza til steinaldarinnar. Í fyrradag hótaði Trump að Hamas skyldi sleppa öllum gíslum annars myndu allir á Gaza deyja. Opinskátt hótar hann þjóðarmorði, glæpi gegn mannkyni, dauða saklausra borgara. Hamas hefur nú þegar samþykkt að sleppa öllum gíslum í öðrum fasa vopnahlésins, svo ekki er hægt að túlka orð Trumps með öðrum hætti en að Trump og Ísrael séu gagngert að eyðileggja vopnahlés samkomulagið til að geta hafið árásir af fullum þunga á ný. Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Ef við ætlum að tryggja sjálfstæði og fullveldi Íslands til frambúðar þá verður Ísland að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið. Það er staðreynd. Alþjóðalög verða að eiga við um alla, og það er siðferðisleg skylda okkar að standa með öllum þjóðum heimsins gegn hernaði, nýlendustefnu, þjóðernishreinsunum og ofbeldi. Við sjáum greinilega afleiðingar þess að Bandaríkin og Ísrael verða fyrir engum refsiaðgerðum frá alþjóðasamfélaginu vegna síendurtekinna brota gegn alþjóðalögum. Brotin halda áfram, þau verða miskunnarlausari og breiða úr sér. Nú ásælist Trump Grænland og hefur gefið út að Bandaríkin munu eignast Grænland sama hvað. Þetta er bein afleiðing þess að alþjóðasamfélagið horfir framhjá glæpum þessara þjóða í Palestínu og víðar. Rússar munu aldrei finna sig knúna til að fara eftir alþjóðalögum og láta af stríðsrekstri í Úkraínu ef það sama gildir ekki um glæpi og stríðsrekstur Bandaríkjanna og Ísraels. Þannig er aðgerðaleysi Íslands og annara Vesturlanda vegna þjóðarmorðsins á Gaza að hafa beinar afleiðingar á úkraínsku þjóðina, grænlensku þjóðina og á endanum mun það hafa beinar afleiðingar fyrir okkur. Tvískinnungur Vesturlanda kostar okkur öll öryggi. Hagsmunir Íslendinga og þjóðaröryggi okkar er samofið öryggi og frelsi Palestínsku þjóðarinnar. Við verðum að grípa til aðgerða og standa með Palestínu. Í liðinni viku kvikaði utanríkisráðherra hvergi undan stuðningi sínum við Úkraínu þrátt fyrir að þurfa að tala gegn Bandaríkjaforseta. Gildir það sama um Palestínu? Höfundur er stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt vopnahléssamkomulagi Ísraels og Hamas hefði annar hluti vopnahlés átt að hefjast 1. mars, sex vikum eftir að sá fyrsti hófst. Í þeim áfanga hefði Ísraelsher átt að yfirgefa Gazaströndina að fullu og fangaskipti Ísraels og Hamas að klárast. Síðustu sex vikur hefur Ísrael brotið þetta samkomulag ítrekað. Yfir hundrað Palestínumenn hafa verið drepnir af ísraelska hernum. Einn Ísraelsmaður hefur verið drepinn, hann var myrtur af Ísraelsher. Neyðaraðstoð á Gaza hefur verið skert: þúsundir vörubíla með matvælum, hlýjum fatnaði og öðrum nauðsynjavörum hefur verið meinuð innkoma af Ísrael. Af þeim 200.000 tjöldum sem áttu að koma í kjölfar vopnahlés hafa aðeins um 10% þeirra komist inn á Gaza og ekkert af 60.000 gámahúsum sem lofað var. Aðeins nokkrar þungavinnuvélar hafa verið innfluttar, af þeim 200 sem var lofað til að hefja uppbyggingu, og til að grafa upp lík þeirra sem ennþá liggja undir húsarústunum. Afleiðingar þessa er að ungabörn frjósa nú til dauða á Gaza, enda vannærð og illa haldin eftir þjóðarmorð - börn sem hafa aldrei fengið að kynnast friði og frelsi á sinni stuttu ævi. Á sunnudaginn stöðvaði Ísrael allan innflutning á neyðaraðstoð inn á Gaza, og hefur jafnframt lokað á rafmagn og vatn til þess að kúga Gazabúa til uppgjafar. Sem hernámsaðila er Ísraelsríki skyldugt til að tryggja öryggi og velferð íbúa Gaza strandarinnar. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) gaf úthandtökuskipanir á hendur Netanyahu og Yoav Gallant í nóvember 2024. Dómstóllinn sakar ráðamenn Ísraels um aðbeita hungri sem stríðsvopni gegn íbúum Gaza. Þann glæp fremur Ísrael nú opinberlega og án viðbragða íslenskra ráðamanna. Aðgerðir Ísraels brjóta einnig gegn tilskipunum Alþjóðadómstólsins, sem fyrirskipaði Ísrael að tryggja óheftan aðgang að neyðaraðstoð í bráðabirgðar úrskurði vegna kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði. Markmið Ísraels eru útrýming palestínsku þjóðarinnar - ekki örugg gíslaskipti Þjóðarmorð Ísraels bjargaði ekki lífum ísraelskra gísla. Þvert á móti myrti Ísraelsher eigin borgara sem og Palestínumenn í sprengjuárásum sínum. Ísraelsher skaut einnig þrjá gísla til bana eftir að þeir höfðu flúið og kallað á hjálp á hebresku. Það sem hefur tryggt öryggi ísraelskra gísla eru friðarviðræður og samkomulag um gíslaskipti milli Ísraels og Hamas. Í fimm daga vopnahléi í nóvember 2023 voru 150 palestínskir gíslar frelsaðir í skiptum fyrir 50 ísraelska gísla og með lokum annars fasa núverandi samkomulags myndu allir ísraelskir gíslar verða frelsaðir. Brot Ísraels á vopnahlés samningnum sýna skýrt að markmið Ísraels er ekki frelsun gísla. Áframhaldandi árásir Ísraelshers á Gaza og Vesturbakkann eru ekki til þess að auka öryggi Ísraels, heldur eru þær liður í þjóðarmorði og útrýmingu palestínsku þjóðarinnar. Trump hótar áframhaldandi þjóðarmorði Undanfarnar vikur hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, talað um að flytja ætti alla Palestínumenn burt af Gaza og að Bandaríkin ættu að taka yfir og eignast Gazaströndina. Þessum hugmyndum Trumps um stórfelldar þjóðernishreinsanir hefur verið ákaft fagnað af ísraelsku ráðafólki. Þau taka undir og benda á að þeirra her hefur sprengt Gaza til steinaldarinnar. Í fyrradag hótaði Trump að Hamas skyldi sleppa öllum gíslum annars myndu allir á Gaza deyja. Opinskátt hótar hann þjóðarmorði, glæpi gegn mannkyni, dauða saklausra borgara. Hamas hefur nú þegar samþykkt að sleppa öllum gíslum í öðrum fasa vopnahlésins, svo ekki er hægt að túlka orð Trumps með öðrum hætti en að Trump og Ísrael séu gagngert að eyðileggja vopnahlés samkomulagið til að geta hafið árásir af fullum þunga á ný. Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Ef við ætlum að tryggja sjálfstæði og fullveldi Íslands til frambúðar þá verður Ísland að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið. Það er staðreynd. Alþjóðalög verða að eiga við um alla, og það er siðferðisleg skylda okkar að standa með öllum þjóðum heimsins gegn hernaði, nýlendustefnu, þjóðernishreinsunum og ofbeldi. Við sjáum greinilega afleiðingar þess að Bandaríkin og Ísrael verða fyrir engum refsiaðgerðum frá alþjóðasamfélaginu vegna síendurtekinna brota gegn alþjóðalögum. Brotin halda áfram, þau verða miskunnarlausari og breiða úr sér. Nú ásælist Trump Grænland og hefur gefið út að Bandaríkin munu eignast Grænland sama hvað. Þetta er bein afleiðing þess að alþjóðasamfélagið horfir framhjá glæpum þessara þjóða í Palestínu og víðar. Rússar munu aldrei finna sig knúna til að fara eftir alþjóðalögum og láta af stríðsrekstri í Úkraínu ef það sama gildir ekki um glæpi og stríðsrekstur Bandaríkjanna og Ísraels. Þannig er aðgerðaleysi Íslands og annara Vesturlanda vegna þjóðarmorðsins á Gaza að hafa beinar afleiðingar á úkraínsku þjóðina, grænlensku þjóðina og á endanum mun það hafa beinar afleiðingar fyrir okkur. Tvískinnungur Vesturlanda kostar okkur öll öryggi. Hagsmunir Íslendinga og þjóðaröryggi okkar er samofið öryggi og frelsi Palestínsku þjóðarinnar. Við verðum að grípa til aðgerða og standa með Palestínu. Í liðinni viku kvikaði utanríkisráðherra hvergi undan stuðningi sínum við Úkraínu þrátt fyrir að þurfa að tala gegn Bandaríkjaforseta. Gildir það sama um Palestínu? Höfundur er stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun