Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson og Sigríður Mogensen skrifa 7. mars 2025 18:32 Heimurinn er á áhugaverðum krossgötum. Alþjóðavæðing síðustu áratuga er á undanhaldi og stærstu þjóðir og efnahagsveldi heims farin að horfa meira á vernd eigin hagsmuna. Heimsmyndin er breytt. Margt bendir til þess að Bandaríkin líti síður á sig sem „leiðtoga hins frjálsa heims“ en áður með rofi á áherslum á frjáls viðskipti, byggingu tollamúra og viðskiptalegum refsiaðgerðum til að draga úr viðskiptahalla. Evrópa stendur því mögulega frammi fyrir því að geta síður reitt sig á sameiginlegar áherslur Evrópu og Bandaríkja og þarf sjálf að taka stærra hlutverk en áður, sérstaklega þegar kemur að öryggis- og varnarmálum og samkeppnishæfni. Auk geópólítískra áskorana vofir yfir breytingaský, en nú stendur yfir ein stærsta iðnbylting allra tíma. Gervigreindarkapphlaup er hafið og það getur í víðum skilningi ráðið miklu um samkeppnishæfniog stöðu þjóða tilframtíðar. Um er að ræða nútíma vopnakapphlaup. Ljóst er að stórveldin, hvort sem það eru Bandaríkin, Evrópusambandið eða Kína gera öll tilkall til forystu í þróun og hagnýtingu gervigreindar til að treysta sína framtíð. Ríki heims eru betur og betur að gera sér grein fyrir að þau tækifæri og þær ógnanir sem felast í gervigreind eru af stærðargráðu sem krefst samstundis athygli stjórnvalda, atvinnulífs og samfélagsins alls. Þetta gildir sérstaklega um lítið opið hagkerfi eins og Ísland. Hraðinn í framþróuninni er slíkur að sífellt erfiðara verður fyrir fyrirtæki að bregðast við - að ekki sé talað um stjórnvöld, sem vinna oft í hægari takti en umhverfið sem þau styðja við. Breytt heimsmynd og ljóshraði þróunar á gervigreind krefst athygli og skýrrar stefnumörkunar hér á landi. Íslensk stjórnvöld þurfa að taka sér leiðtogahlutverk og móta metnaðarfulla stefnu og aðgerðir sem allra fyrst. Í stefnunni þarf að leggja áherslu á eftirfarandi: ○Verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands. ○Bandalög á alþjóðavísu. Bæði efnahagsleg og varnarbandalög. ○Innviða-, fjarskipta-, og raforkumál. ○Menningar- og menntamál eigi íslenskan að eiga sér bjarta framtíð. Við þurfum aðpassa að: ●Tryggja okkur aðgengi að þeirri tækni sem þróuð verður. Bandaríkin hafa þegar sett útflutningstakmarkanir á örflögur og aðra mikilvæga tækni líkt og gervigreindarmódel. Rétt eins og hömlur eru á vopnaútflutningi eða annarri tækni sem hefur áhrif á þjóðaröryggi. Án aðgengis að þessari verðmætu tækni er samkeppnishæfni og möguleikar Íslands skert til muna. Verðmætasköpun verður erfiðari. Stjórnvöld þurfa strax að opna samtöl sem snúa að þessu og tryggja veru Íslands á listum yfir lönd sem eru undanþegin slíkum takmörkunum. ●Líta til sérstöðu landsins þegar kemuraðmöguleikum á nýtingugrænnar raforku í rekstri gagnavera. Gagnaverin gegna lykilhlutverki í framþróun gervigreindar. Hafa verður í huga að með uppbyggingu stórra gagnavers-þyrpinga verður Ísland hluti af innviðum þeirra landa sem reiða sig á notkun þeirra. Þetta hefur áhrif á þjóðaröryggiog ný bandalög sem gætu verið að myndast þar. ●Greiða fyrir auknum fjárfestingum í tengdum málaflokkum, með verðmætasköpun í huga, s.s.raforku og fjarskiptainnviðum. ●Líta á málaflokk gervigreindar sem eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar til lengri tíma og horfa þvert yfir alla kima samfélagsins. Hættan er sú að málaflokkurinn lendi á jaðrinum og stjórnvöld líti á þetta sem nokkurs konar tæknimál - án skriðþungans sem þarf til að ná árangri. Verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands er háð skýrri og metnaðarfullri stefnu stjórnvalda í þessum víðtæka málaflokki sem gervigreindin er. Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál. Gervigreindarkapphlaupið er hafið. Framundan er einstakt og byltingarkennt tækifæri til að auka enn frekar verðmætasköpun og samkeppnishæfni landsins. Með metnaðarfullum og markvissum aðgerðum stjórnvalda er hægt að tryggja Íslandi aðgengi og miða í hlaupið. Ingvar Hjálmarsson er formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins Sigríður Mogensen er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Fátæk börn í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Heimurinn er á áhugaverðum krossgötum. Alþjóðavæðing síðustu áratuga er á undanhaldi og stærstu þjóðir og efnahagsveldi heims farin að horfa meira á vernd eigin hagsmuna. Heimsmyndin er breytt. Margt bendir til þess að Bandaríkin líti síður á sig sem „leiðtoga hins frjálsa heims“ en áður með rofi á áherslum á frjáls viðskipti, byggingu tollamúra og viðskiptalegum refsiaðgerðum til að draga úr viðskiptahalla. Evrópa stendur því mögulega frammi fyrir því að geta síður reitt sig á sameiginlegar áherslur Evrópu og Bandaríkja og þarf sjálf að taka stærra hlutverk en áður, sérstaklega þegar kemur að öryggis- og varnarmálum og samkeppnishæfni. Auk geópólítískra áskorana vofir yfir breytingaský, en nú stendur yfir ein stærsta iðnbylting allra tíma. Gervigreindarkapphlaup er hafið og það getur í víðum skilningi ráðið miklu um samkeppnishæfniog stöðu þjóða tilframtíðar. Um er að ræða nútíma vopnakapphlaup. Ljóst er að stórveldin, hvort sem það eru Bandaríkin, Evrópusambandið eða Kína gera öll tilkall til forystu í þróun og hagnýtingu gervigreindar til að treysta sína framtíð. Ríki heims eru betur og betur að gera sér grein fyrir að þau tækifæri og þær ógnanir sem felast í gervigreind eru af stærðargráðu sem krefst samstundis athygli stjórnvalda, atvinnulífs og samfélagsins alls. Þetta gildir sérstaklega um lítið opið hagkerfi eins og Ísland. Hraðinn í framþróuninni er slíkur að sífellt erfiðara verður fyrir fyrirtæki að bregðast við - að ekki sé talað um stjórnvöld, sem vinna oft í hægari takti en umhverfið sem þau styðja við. Breytt heimsmynd og ljóshraði þróunar á gervigreind krefst athygli og skýrrar stefnumörkunar hér á landi. Íslensk stjórnvöld þurfa að taka sér leiðtogahlutverk og móta metnaðarfulla stefnu og aðgerðir sem allra fyrst. Í stefnunni þarf að leggja áherslu á eftirfarandi: ○Verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands. ○Bandalög á alþjóðavísu. Bæði efnahagsleg og varnarbandalög. ○Innviða-, fjarskipta-, og raforkumál. ○Menningar- og menntamál eigi íslenskan að eiga sér bjarta framtíð. Við þurfum aðpassa að: ●Tryggja okkur aðgengi að þeirri tækni sem þróuð verður. Bandaríkin hafa þegar sett útflutningstakmarkanir á örflögur og aðra mikilvæga tækni líkt og gervigreindarmódel. Rétt eins og hömlur eru á vopnaútflutningi eða annarri tækni sem hefur áhrif á þjóðaröryggi. Án aðgengis að þessari verðmætu tækni er samkeppnishæfni og möguleikar Íslands skert til muna. Verðmætasköpun verður erfiðari. Stjórnvöld þurfa strax að opna samtöl sem snúa að þessu og tryggja veru Íslands á listum yfir lönd sem eru undanþegin slíkum takmörkunum. ●Líta til sérstöðu landsins þegar kemuraðmöguleikum á nýtingugrænnar raforku í rekstri gagnavera. Gagnaverin gegna lykilhlutverki í framþróun gervigreindar. Hafa verður í huga að með uppbyggingu stórra gagnavers-þyrpinga verður Ísland hluti af innviðum þeirra landa sem reiða sig á notkun þeirra. Þetta hefur áhrif á þjóðaröryggiog ný bandalög sem gætu verið að myndast þar. ●Greiða fyrir auknum fjárfestingum í tengdum málaflokkum, með verðmætasköpun í huga, s.s.raforku og fjarskiptainnviðum. ●Líta á málaflokk gervigreindar sem eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar til lengri tíma og horfa þvert yfir alla kima samfélagsins. Hættan er sú að málaflokkurinn lendi á jaðrinum og stjórnvöld líti á þetta sem nokkurs konar tæknimál - án skriðþungans sem þarf til að ná árangri. Verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands er háð skýrri og metnaðarfullri stefnu stjórnvalda í þessum víðtæka málaflokki sem gervigreindin er. Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál. Gervigreindarkapphlaupið er hafið. Framundan er einstakt og byltingarkennt tækifæri til að auka enn frekar verðmætasköpun og samkeppnishæfni landsins. Með metnaðarfullum og markvissum aðgerðum stjórnvalda er hægt að tryggja Íslandi aðgengi og miða í hlaupið. Ingvar Hjálmarsson er formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins Sigríður Mogensen er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun