Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2025 07:16 Margir eru uggandi vegna aðgerða Trump í efnahagsmálum, ekki síst eftir að forsetinn lofaði í kosningabaráttunni að lækka kostnað heimilanna frá fyrsta degi. Getty/Alex Wong Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokaði ekki í viðtali sem birtist á Fox News í gær að Bandaríkjamenn horfðu fram á samdrátt í kjölfar aðgerða hans í efnahagsmálum. Þá sagðist forsetinn íhuga að hækka enn tolla á vörur frá Kanada og Mexíkó. Þáttastjórnandinn Maria Bartiromo sagði menn hafa áhyggjur af kólnun í efnahagslífinu og spurði Trump hvort hann ætti von á samdrætti á árinu. „Mér er illa við að spá um þannig mál,“ svaraði forsetinn. „Það er aðlögunartímabil, af því að það sem við erum að gera er mjög stórt. Við erum að færa auðinn aftur til Bandaríkjanna. Það er stórmál og það er alltaf tímabil... það tekur tíma. Það tekur svolítinn tíma en ég tel það verði frábært fyrir okkur.“ Tollar Trump gagnvart Kanada, Mexíkó og Kína hafa vakið ugg á mörkuðum en ríkin hafa svarað með eigin álögum á vörur frá Bandaríkjunum. Þá hefur stefnuleysi einkennt margar af yfirlýsingum og ákvörðunum Trump, sem felldi aftur niður tolla á ákveðnar vörur fyrir helgi. Þá hefur forsetinn boðað 25 prósent toll á allt innflutt stál og ál, auk þess sem hann hefur hótað Evrópuríkjunum háum tollum innan tíðar. Bartiromo vék að því í viðtalinu, sem tekið var upp í síðustu viku, að forystumenn í viðskiptalífinu vildu stöðugleika. Trump sagði að tollar yrðu mögulega hækkaðir en hann ætti síður von á því að þeir myndu lækka aftur. „Sjáðu til, landið okkar hefur verið rænt í marga áratugi og við ætlum ekki lengur að láta ræna okkur.“ Andstætt við Trump þá sagði viðskiptaráðherrann Howard Lutnick í þættinum Meet the Press í gær að Bandaríkjamenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af samdrætti. „Ég myndi aldrei veðja á samdrátt,“ sagði hann. „Ekki séns.“ New York Times greindi frá. Bandaríkin Donald Trump Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Þá sagðist forsetinn íhuga að hækka enn tolla á vörur frá Kanada og Mexíkó. Þáttastjórnandinn Maria Bartiromo sagði menn hafa áhyggjur af kólnun í efnahagslífinu og spurði Trump hvort hann ætti von á samdrætti á árinu. „Mér er illa við að spá um þannig mál,“ svaraði forsetinn. „Það er aðlögunartímabil, af því að það sem við erum að gera er mjög stórt. Við erum að færa auðinn aftur til Bandaríkjanna. Það er stórmál og það er alltaf tímabil... það tekur tíma. Það tekur svolítinn tíma en ég tel það verði frábært fyrir okkur.“ Tollar Trump gagnvart Kanada, Mexíkó og Kína hafa vakið ugg á mörkuðum en ríkin hafa svarað með eigin álögum á vörur frá Bandaríkjunum. Þá hefur stefnuleysi einkennt margar af yfirlýsingum og ákvörðunum Trump, sem felldi aftur niður tolla á ákveðnar vörur fyrir helgi. Þá hefur forsetinn boðað 25 prósent toll á allt innflutt stál og ál, auk þess sem hann hefur hótað Evrópuríkjunum háum tollum innan tíðar. Bartiromo vék að því í viðtalinu, sem tekið var upp í síðustu viku, að forystumenn í viðskiptalífinu vildu stöðugleika. Trump sagði að tollar yrðu mögulega hækkaðir en hann ætti síður von á því að þeir myndu lækka aftur. „Sjáðu til, landið okkar hefur verið rænt í marga áratugi og við ætlum ekki lengur að láta ræna okkur.“ Andstætt við Trump þá sagði viðskiptaráðherrann Howard Lutnick í þættinum Meet the Press í gær að Bandaríkjamenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af samdrætti. „Ég myndi aldrei veðja á samdrátt,“ sagði hann. „Ekki séns.“ New York Times greindi frá.
Bandaríkin Donald Trump Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira