Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar 10. mars 2025 13:33 Það leikur enginn vafi á því að Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur allt til brunns að bera sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hún er í fremstu röð okkar vísindamanna og framúrskarandi kennari. Hún er úrræðagóður og sanngjarn leiðtogi og hefur farsæla reynslu af samvinnu og stjórnun á fjölbreyttum vettvangi, meðal annars í forystu Háskóla Íslands sem aðstoðarrektor vísinda og samfélags. Ingibjörg talar fyrir ákveðnum kerfisbreytingum sem miða að valdeflingu nemenda (og í leiðinni akademísks starfsfólks) í formi aukinna tækifæra: til að taka námskeið í öðrum deildum eða fræðasviðum, til starfsþjálfunar í fyrirtækjum eða stofnunun, til að dvelja á Rannsóknasetrum Háskóla Íslands um allt land við rannsóknir eða í tímabundnu fjarnámi, til að fara í skiptinám við einhvern af þeim yfir 400 erlendu háskólum sem Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga við. Tækifæri nemenda til að móta eigin framtíð á eigin forsendum, móta eigið háskólanám með sínum nánustu, auka víðsýni og hæfni til að vinna þvert á fræðigreinar og taka virkan þátt í samfélaginu. Þarna talar aðstoðarrektor vísinda og samfélags, sem þekkir vel hvar tækifærin til breytinga liggja, en líka prófessorinn, fyrrum nemandinn, fjölskyldukonan, íþróttakonan, liðsfélaginn og mentorinn Ingibjörg. Og ég er ekki í nokkrum vafa um að hún muni standa við stóru orðin, fái hún umboð háskólasamfélagsins til þess. Ingibjörg skapaði mér þessi tækifæri í meistara- og doktorsnámi. Þannig tók ég fjölbreytt námskeið í háskólanum, fór í starfsnám í Kaupmannahöfn, skiptinám í Uppsala og sumarskóla í Cambridge, ásamt því að fara á flottar alþjóðlegar ráðstefnur. Ég man líka hvað doktorsnemanum mér þótti mikið til þess koma þegar hún treysti mér til að fara í sinn stað á fund mjög sérhæfðs norræns samstarfshóps í Helsinki. Ingibjörg treysti mér fyrir eigin námi og verkefnum, það fann ég daglega. Hún hvatti mig til að huga að hvíld á meðgöngunum og taka góð fæðingarorlof þegar eldri börnin fæddust meðan á doktorsnáminu stóð, hafandi sjálf verið í sömu sporum í sínu doktorsnámi. Hún er mikil fyrirmynd þegar kemur að því að samræma vinnu og einkalíf þannig að bæði blómstri. Enda þekki ég engan betri í að skilja hismið frá kjarnanum og beina kröftunum á rétta staði. Hún leggur ríka áherslu á gæði frekar en magn og hvetur samstarfsfólk sitt og nemendur til að gera hið sama. Ég hvet nemendur og starfsfólk til að kynna sér áherslur Ingibjargar á heimasíðunni ingibjorg.hi.is og nýta atkvæðisrétt sinn í kosningunum 18. og 19. mars. Höfundur er lektor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það leikur enginn vafi á því að Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur allt til brunns að bera sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hún er í fremstu röð okkar vísindamanna og framúrskarandi kennari. Hún er úrræðagóður og sanngjarn leiðtogi og hefur farsæla reynslu af samvinnu og stjórnun á fjölbreyttum vettvangi, meðal annars í forystu Háskóla Íslands sem aðstoðarrektor vísinda og samfélags. Ingibjörg talar fyrir ákveðnum kerfisbreytingum sem miða að valdeflingu nemenda (og í leiðinni akademísks starfsfólks) í formi aukinna tækifæra: til að taka námskeið í öðrum deildum eða fræðasviðum, til starfsþjálfunar í fyrirtækjum eða stofnunun, til að dvelja á Rannsóknasetrum Háskóla Íslands um allt land við rannsóknir eða í tímabundnu fjarnámi, til að fara í skiptinám við einhvern af þeim yfir 400 erlendu háskólum sem Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga við. Tækifæri nemenda til að móta eigin framtíð á eigin forsendum, móta eigið háskólanám með sínum nánustu, auka víðsýni og hæfni til að vinna þvert á fræðigreinar og taka virkan þátt í samfélaginu. Þarna talar aðstoðarrektor vísinda og samfélags, sem þekkir vel hvar tækifærin til breytinga liggja, en líka prófessorinn, fyrrum nemandinn, fjölskyldukonan, íþróttakonan, liðsfélaginn og mentorinn Ingibjörg. Og ég er ekki í nokkrum vafa um að hún muni standa við stóru orðin, fái hún umboð háskólasamfélagsins til þess. Ingibjörg skapaði mér þessi tækifæri í meistara- og doktorsnámi. Þannig tók ég fjölbreytt námskeið í háskólanum, fór í starfsnám í Kaupmannahöfn, skiptinám í Uppsala og sumarskóla í Cambridge, ásamt því að fara á flottar alþjóðlegar ráðstefnur. Ég man líka hvað doktorsnemanum mér þótti mikið til þess koma þegar hún treysti mér til að fara í sinn stað á fund mjög sérhæfðs norræns samstarfshóps í Helsinki. Ingibjörg treysti mér fyrir eigin námi og verkefnum, það fann ég daglega. Hún hvatti mig til að huga að hvíld á meðgöngunum og taka góð fæðingarorlof þegar eldri börnin fæddust meðan á doktorsnáminu stóð, hafandi sjálf verið í sömu sporum í sínu doktorsnámi. Hún er mikil fyrirmynd þegar kemur að því að samræma vinnu og einkalíf þannig að bæði blómstri. Enda þekki ég engan betri í að skilja hismið frá kjarnanum og beina kröftunum á rétta staði. Hún leggur ríka áherslu á gæði frekar en magn og hvetur samstarfsfólk sitt og nemendur til að gera hið sama. Ég hvet nemendur og starfsfólk til að kynna sér áherslur Ingibjargar á heimasíðunni ingibjorg.hi.is og nýta atkvæðisrétt sinn í kosningunum 18. og 19. mars. Höfundur er lektor við Háskóla Íslands.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun