Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar 11. mars 2025 17:00 Minningarnar renna í gegnum hugann þessa daganna þegar horft er á átök Bandaríkjanna við Evrópu. Upplifunin núna er ekki ósvipuð því að horfa uppá fall Berlínarmúrsins (1989) og litlu síðar hrun Sovétríkjanna (1991) sem brotnaði í framhaldinu upp 15 mismunandi sjálfstæð ríki. Óraunverulegir atburðir sem raungerðust á ótrúlega skömmum tíma. Það virðast vera breytingar í farvatninu á alþjóðakerfinu en í þetta sinn er birtingarmyndin innri átök bandamanna, þó óhætt sé að segja að innrás Rússlands í Úkraínu fyrir 3 árum sé mikill vendipunktur í því ferli sem farið er af stað. Það má halda því fram með rökum að NATO þjóðirnar hafi verið værukærar frá lokum kalda stríðsins og takmarkað sinnt innri uppbyggingu né tekist á við innbyggða togstreitu í rekstri NATO. Sterkustu vísbendingarnar um þessa stöðu birtast í afstöðu Bandaríkjanna gagnvart öðrum NATO ríkjum sem er að raungerast þessar vikurnar í beinni útsendingu. Stjórn Trumps 2016-2020 hótaði oftar en einu sinni að standa ekki við sínar skuldbindingar gagnvart öðrum NATO ríkjum ef ríkin myndu ekki hækka sín fjárframlög. Innrás Rússlands í Úkraínu jók síðan enn frekar á innri togstreitu NATO. Vinskapur og tengsl Trump og Pútíns hafa heldur ekki bætt úr skák og virðist sem Trump hafi takmarkaðan skilning á því að Evrópa sé með Rússland í bakgarðinum. Í þessum sama bakgarði er ekki bara Rússland heldur einnig 14 sjálfstæð ríki sem voru hluti af sovétríkjunum sálugu, ríki sem fæst geta um frjálst höfuð strokið og eru enn á ný komin undir radar Rússlands þar sem Putín dreymir stóra drauma um nýtt Sovét. Deilt er um hvort Pútín lætur næst til skara skríða gegn Moldóvu eða Eistlandi. Það er ekki að ástæðulausu að Finnland og Svíþjóð tóku ákvörðun í þessu ástandi að ganga í NATO. Nýjustu vendingar Bandaríkjastjórnar felast í hótunum við Úkraínu, gagnrýni á NATO og Evrópusambandið. Trump stjórnin hefur einnig verið í miklum samskiptum og fundahöldum við Rússa án aðkomu Evrópu, NATO og Úkraínu. Staða sem hefði verið óhugsandi ef litið er til fortíðar og sögu NATÓ og samskipta Bandaríkjanna og Evrópu frá fyrri heimsstyrjöld. Vance varaforsteti hefur hæðst að Evrópusambandinu opinberlega og reynt að hafa áhrif á kosningar í einstökum ríkjum. Trump hefur sett fram þá falskenningu að Evrópusambandið hafi verið sérstaklega stofnað til höfuðs Bandaríkjunum og Vance sagt að þau beiti sér gegn mál- og skoðanafrelsi og sagt einstök ríki sambandsins haga sér einsog einræðisríki. Ótti Evrópu er því raunverulegur um að Bandaríkjastjórn reyni að koma á friðarsamningum sem Úkraína og Evrópa eiga ekki aðkomu að. Evrópa og Evrópusambandið eru að átta sig á að ekki er lengur á vísan að róa með stuðning Bandaríkjanna hvorki innan NATO eða sem bandamann í alþjóðakerfinu, bandalag sem hefur haldið frá seinni heimstyrjöld. Nýlegt dæmi á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna undirstrikar þessa stöðu í atkvæðagreiðslu þar sem Bandaríkin greiddu atkvæði með Rússlandi, Norður Kóreu og Íran um að fordæma ekki innrás rússa í Úkraínu. Evrópusambandið hefur þegar brugðist við með auknum fjármunum til öryggis- og varnarmála (ReArm Europe Plan, 2025) með það að markmiði að styrkja varnir sambandsins til að fylla í skarið sem Bandaríkjamenn hugsanlega skilja eftir sig í Evrópu. Þar með er fyrsta stóra skrefið stigið í þá átt að undirbúa Evrópu fyrir þann raunveruleika að geta varið sig án aðstoðar Bandaríkjanna. Höfundur er háskólakennari og hefur í tæp 20 ár kennt alþjóðaviðskipti, evrópufræði, stefnumótun og samningatækni í Háskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Minningarnar renna í gegnum hugann þessa daganna þegar horft er á átök Bandaríkjanna við Evrópu. Upplifunin núna er ekki ósvipuð því að horfa uppá fall Berlínarmúrsins (1989) og litlu síðar hrun Sovétríkjanna (1991) sem brotnaði í framhaldinu upp 15 mismunandi sjálfstæð ríki. Óraunverulegir atburðir sem raungerðust á ótrúlega skömmum tíma. Það virðast vera breytingar í farvatninu á alþjóðakerfinu en í þetta sinn er birtingarmyndin innri átök bandamanna, þó óhætt sé að segja að innrás Rússlands í Úkraínu fyrir 3 árum sé mikill vendipunktur í því ferli sem farið er af stað. Það má halda því fram með rökum að NATO þjóðirnar hafi verið værukærar frá lokum kalda stríðsins og takmarkað sinnt innri uppbyggingu né tekist á við innbyggða togstreitu í rekstri NATO. Sterkustu vísbendingarnar um þessa stöðu birtast í afstöðu Bandaríkjanna gagnvart öðrum NATO ríkjum sem er að raungerast þessar vikurnar í beinni útsendingu. Stjórn Trumps 2016-2020 hótaði oftar en einu sinni að standa ekki við sínar skuldbindingar gagnvart öðrum NATO ríkjum ef ríkin myndu ekki hækka sín fjárframlög. Innrás Rússlands í Úkraínu jók síðan enn frekar á innri togstreitu NATO. Vinskapur og tengsl Trump og Pútíns hafa heldur ekki bætt úr skák og virðist sem Trump hafi takmarkaðan skilning á því að Evrópa sé með Rússland í bakgarðinum. Í þessum sama bakgarði er ekki bara Rússland heldur einnig 14 sjálfstæð ríki sem voru hluti af sovétríkjunum sálugu, ríki sem fæst geta um frjálst höfuð strokið og eru enn á ný komin undir radar Rússlands þar sem Putín dreymir stóra drauma um nýtt Sovét. Deilt er um hvort Pútín lætur næst til skara skríða gegn Moldóvu eða Eistlandi. Það er ekki að ástæðulausu að Finnland og Svíþjóð tóku ákvörðun í þessu ástandi að ganga í NATO. Nýjustu vendingar Bandaríkjastjórnar felast í hótunum við Úkraínu, gagnrýni á NATO og Evrópusambandið. Trump stjórnin hefur einnig verið í miklum samskiptum og fundahöldum við Rússa án aðkomu Evrópu, NATO og Úkraínu. Staða sem hefði verið óhugsandi ef litið er til fortíðar og sögu NATÓ og samskipta Bandaríkjanna og Evrópu frá fyrri heimsstyrjöld. Vance varaforsteti hefur hæðst að Evrópusambandinu opinberlega og reynt að hafa áhrif á kosningar í einstökum ríkjum. Trump hefur sett fram þá falskenningu að Evrópusambandið hafi verið sérstaklega stofnað til höfuðs Bandaríkjunum og Vance sagt að þau beiti sér gegn mál- og skoðanafrelsi og sagt einstök ríki sambandsins haga sér einsog einræðisríki. Ótti Evrópu er því raunverulegur um að Bandaríkjastjórn reyni að koma á friðarsamningum sem Úkraína og Evrópa eiga ekki aðkomu að. Evrópa og Evrópusambandið eru að átta sig á að ekki er lengur á vísan að róa með stuðning Bandaríkjanna hvorki innan NATO eða sem bandamann í alþjóðakerfinu, bandalag sem hefur haldið frá seinni heimstyrjöld. Nýlegt dæmi á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna undirstrikar þessa stöðu í atkvæðagreiðslu þar sem Bandaríkin greiddu atkvæði með Rússlandi, Norður Kóreu og Íran um að fordæma ekki innrás rússa í Úkraínu. Evrópusambandið hefur þegar brugðist við með auknum fjármunum til öryggis- og varnarmála (ReArm Europe Plan, 2025) með það að markmiði að styrkja varnir sambandsins til að fylla í skarið sem Bandaríkjamenn hugsanlega skilja eftir sig í Evrópu. Þar með er fyrsta stóra skrefið stigið í þá átt að undirbúa Evrópu fyrir þann raunveruleika að geta varið sig án aðstoðar Bandaríkjanna. Höfundur er háskólakennari og hefur í tæp 20 ár kennt alþjóðaviðskipti, evrópufræði, stefnumótun og samningatækni í Háskólanum í Reykjavík.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun