Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar 12. mars 2025 20:02 Höfundur er af þeirri kynslóð sem fór í gegnum grunnskóla þegar fagið leikfimi var til staðar en ber nú nafnið skólaíþróttir. Þessi nafnabreyting hitti aldrei í mark hjá mér. Meira svona stöngin út, eins og einn háskólakennaranna minna komst að orði. Mögulega voru einhverjir rótgrónir fordómar þar að baka en fyrir mér hljómaði þetta alltaf eins og lakara útgáfa af alvöru íþróttum. Það er aldrei talað um skólastærðfræði eða skólaensku. Í rauninni eru engar aðrar faggreinar sem bera þetta forskeyti að mér vitandi. Er það virkilega faginu til sóma að skella forskeytinu skóli fyrir framan íþróttir. Nafnið skekkir einnig væntingar nemanda og foreldra til fagsins. Að SKÓLAíþróttir séu einungis til að kynna hefðbundnar íþróttir fyrir nemendum, sem þeir vonandi finna sig í og fara að æfa utan skóla. En starf grunnskólans er ekki að búa til iðkendur fyrir íþróttafélögin. Honum ber fyrst og fremst skylda til að mennta. Forsendur þátttöku eru einnig ólíkar. Nemendur hafa ekki val um að mæta en í iðkandi hefur visst frelsi til athafna. Hann er þar á eigin forsendum. Oftar en ekki búinn að velja eitthvað sem hann hefur áhuga á. Foreldrar eru einnig að greiða fyrir þjónustuna og hafa þá frelsi til að velja hvort, hvar og hvað iðkandinn æfir. Því eru starf kennara og þjálfara ólíkt. Starf þjálfara byggir í grunninn á því að þjálfa upp iðkendur í ákveðinni íþrótt en starf íþróttakennara um að skapa nemendum jákvæða upplifun af hreyfingu. Í öðru lagi er byggt á þeirri forsendu að námið efli fimi, grunnhreyfi- og félagsfærni. Til þess notum við leiki af ýmsu tagi. Til að skapa fimi. Því tel ég að nafnabreytingin hafa verið feilspor. Leikfimi lýsir einfaldlega betur hvernig kennslustundir fara fram og hvað er verið að kenna. Kallar sig einhver skólaíþróttakennara. Held ekki…. Forskeytinu er ávallt sleppt og verður þá íþróttakennari. Og þá hljómar leikfimikennari einfaldlega betur í mínum eyrum. Höfundur er SKÓLAíþróttakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Íþróttir barna Davíð Már Sigurðsson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Höfundur er af þeirri kynslóð sem fór í gegnum grunnskóla þegar fagið leikfimi var til staðar en ber nú nafnið skólaíþróttir. Þessi nafnabreyting hitti aldrei í mark hjá mér. Meira svona stöngin út, eins og einn háskólakennaranna minna komst að orði. Mögulega voru einhverjir rótgrónir fordómar þar að baka en fyrir mér hljómaði þetta alltaf eins og lakara útgáfa af alvöru íþróttum. Það er aldrei talað um skólastærðfræði eða skólaensku. Í rauninni eru engar aðrar faggreinar sem bera þetta forskeyti að mér vitandi. Er það virkilega faginu til sóma að skella forskeytinu skóli fyrir framan íþróttir. Nafnið skekkir einnig væntingar nemanda og foreldra til fagsins. Að SKÓLAíþróttir séu einungis til að kynna hefðbundnar íþróttir fyrir nemendum, sem þeir vonandi finna sig í og fara að æfa utan skóla. En starf grunnskólans er ekki að búa til iðkendur fyrir íþróttafélögin. Honum ber fyrst og fremst skylda til að mennta. Forsendur þátttöku eru einnig ólíkar. Nemendur hafa ekki val um að mæta en í iðkandi hefur visst frelsi til athafna. Hann er þar á eigin forsendum. Oftar en ekki búinn að velja eitthvað sem hann hefur áhuga á. Foreldrar eru einnig að greiða fyrir þjónustuna og hafa þá frelsi til að velja hvort, hvar og hvað iðkandinn æfir. Því eru starf kennara og þjálfara ólíkt. Starf þjálfara byggir í grunninn á því að þjálfa upp iðkendur í ákveðinni íþrótt en starf íþróttakennara um að skapa nemendum jákvæða upplifun af hreyfingu. Í öðru lagi er byggt á þeirri forsendu að námið efli fimi, grunnhreyfi- og félagsfærni. Til þess notum við leiki af ýmsu tagi. Til að skapa fimi. Því tel ég að nafnabreytingin hafa verið feilspor. Leikfimi lýsir einfaldlega betur hvernig kennslustundir fara fram og hvað er verið að kenna. Kallar sig einhver skólaíþróttakennara. Held ekki…. Forskeytinu er ávallt sleppt og verður þá íþróttakennari. Og þá hljómar leikfimikennari einfaldlega betur í mínum eyrum. Höfundur er SKÓLAíþróttakennari.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar