Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar 13. mars 2025 13:03 Embætti landlæknis hefur endurnýjað ráðleggingar sínar um mataræði og eru þær gefnar út í dag. Síðustu ráðleggingar um mataræði voru frá árinu 2014. Endurskoðunin byggir á nýlegum Norrænum næringarráðleggingum (NNR) frá 2023 sem Norræna ráðherranefndin gaf út. Þær ráðleggingar standa á sterkum vísindalegum grunni en um 400 óháðir sérfræðingar yfirfóru á kerfisbundinn hátt vísindarannsóknir um tengsl mismunandi næringarefna og fæðuhópa við heilsu. Í þeim hópi sem kom að gerð ráðlegginganna voru fulltrúar frá háskólasamfélaginu svo og heilbrigðis- og matvælayfirvöldum frá Norðurlöndunum. Af hálfu Íslands tók starfsfólk Háskóla Íslands og embættis landlæknis þátt í þeirri vinnu. Norrænu næringarráðleggingarnar frá 2023 eru settar fram út frá jákvæðum áhrifum á heilsufar en fjalla einnig um sjálfbærni og umhverfisáhrif mismunandi fæðutegunda. Faghópur frá háskólasamfélaginu og viðeigandi stofnunum kom síðan að endurskoðun íslensku ráðlegginganna um mataræði á vegum embættis landlæknis. Í þeirri vinnu var byggt á norrænu ráðleggingunum en jafnframt var tekið tillit til aðstæðna hér á landi. Markmiðið með því að gefa út nýjar ráðleggingar um mataræði er að bjóða upp á uppfærðar og traustar upplýsingar sem geta lagt grunninn að mataræði sem flestra og þannig stutt við eða bætt heilsu og vellíðan sem og minnkað líkur á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, sumum krabbameinum og sykursýki af tegund 2. Þessar ráðleggingar eru hugsaðar fyrir fólk sem er almennt heilsuhraust, bæði fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Ráðleggingarnar hafa mikið lýðheilsugildi því að ef almenningur tileinkar sér þær að hluta til eða að miklu leyti þá er hægt að draga úr sjúkdómsbyrði þjóðarinnar og auka lífslíkur. Við vitum öll að það er ekki alltaf hægt að borða hollt og fjölbreytt en aðalatriðið er að viðhalda ákveðnu heilsusamlegu fæðumynstri flesta daga ársins. Einnig má líta á ráðleggingar um mataræði sem ákveðinn leiðarvísi sem gott er að hafa aðgengi að, sérstaklega á tímum eins og núna þegar misgóðar upplýsingar um mataræði og lifnaðarhætti eru reglulega til umfjöllunar á frétta- og samfélagsmiðlum. Hvað hefur breyst í nýjum ráðleggingum? Þrátt fyrir yfirgripsmikla greiningu sérfræðinga á vísindarannsóknum um tengsl milli mataræðis og heilsu þá kom í ljós við endurskoðunina að lítið þurfti að breyta fyrri ráðleggingum um mataræði. Þó er lögð aukin áhersla á grænmeti, ávexti og heilkornavörur. Það sem er einnig tekið fyrir núna eru drykkjarvörur, svo sem orkudrykkir sem ekki voru algengir á markaði síðast þegar ráðleggingarnar komu út. Embætti landlæknis tekur skýra afstöðu til neyslu orkudrykkja og leggur áherslu á að slíkir drykkir eru ekki ætlaðir börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Miðað við fyrri ráðleggingar er lögð enn meiri áhersla á að draga úr neyslu á rauðu kjöti og einnig er áfram varað sérstaklega við neyslu unninna kjötvara, hvoru tveggja vegna aukinnar krabbameinsáhættu. Einnig er fjallað sérstaklega um að forðast áfengi, meðal annars vegna krabbameinsvaldandi áhrifa. Eins og komið hefur fram er áfram lögð áhersla á að heildarmataræði skipti mestu máli og ekki er æskilegt að setja of mikla áherslu á einstaka fæðutegundir eða næringarefni þar sem slíkt getur ýtt undir næringarefnaskort og jafnvel átraskanir. Til þess að fá öll næringarefni sem líkaminn þarfnast, sem og minnka líkur á langvinnum sjúkdómum, er ráðlagt að borða fjölbreyttan mat og ríflega af matvælum úr jurtaríkinu eins og grænmeti, ávöxtum og berjum, baunum, linsum, hnetum, fræjum og heilkornavörum. Einnig er áhersla á fisk (300-450 grömm á viku) og hóflega neyslu á fituminni og ósætum mjólkurvörum (350-500 grömm á dag). Mælt er með takmarkaðri neyslu á rauðu kjöti (hámark 350 grömm á viku), sérstaklega unnum kjötvörum og unnum vörum sem innihalda mikinn viðbættan sykur, mettaða fitu og salt svo sem sælgæti, kökur, kex, snakk og marga tilbúnir réttir. Best er að fá öll næringarefni úr mat en þó er mælt með að taka D-vítamín sem bætiefni í mismunandi skömmtum háð aldri. Einnig er mælt með því að konur á barneignaraldri taki fólat (fólínsýru) sem bætiefni. Við sérstakar aðstæður, eins og til dæmis fyrir einstaklinga með fæðuofnæmi og fæðuóþol, ætti að ræða við heilbrigðisstarfsfólk til að meta hvort það þurfi að taka aukalega bætiefni. Mataræði í takt í við ráðleggingar er samfélagslegt verkefni Það er von okkar hjá embætti landlæknis að þessi leiðarvísir um mataræði nýtist almenningi í daglegu lífi. Samkvæmt síðustu landskönnun á mataræði frá 2019 til 2021 þá fylgja því miður ekki nógu margir opinberum ráðleggingum um mataræði. Ýmsar skyndilausnir freista okkar þegar kemur að útliti og heilsu en þær geta líka reynst skaðlegar til lengri tíma litið. Ráðleggingar um mataræði leggja áherslu á vellíðan, að njóta matarins og að borða nóg, svo líkami okkar geti starfað eðlilega. Það eru engin boð og bönn í ráðleggingunum en nefndar eru vörur sem umgangast þarf með varúð sérstaklega þegar börn og ungmenni eiga í hlut. Aðstæður til að borða hollt og fjölbreytt geta einnig ráðist af ýmsum ytri aðstæðum svo sem aðgengi að hollari valkostum á viðráðanlegu verði. Samfélagið í heild sinni þarf að styðja landsmenn og bjóða upp á gott fæðuumhverfi til dæmis í skólum, við íþrótta – og tómstundaiðkun, á vinnustöðum og í matvöruverslunum. Hollt mataræði er hægt að setja saman á marga mismunandi vegu og hver og einn þarf að finna sína leið. Nánari upplýsingar um nýju ráðleggingarnar um mataræði má finna á vefsíðu embættis landlæknis. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Börn og uppeldi María Heimisdóttir Embætti landlæknis Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Embætti landlæknis hefur endurnýjað ráðleggingar sínar um mataræði og eru þær gefnar út í dag. Síðustu ráðleggingar um mataræði voru frá árinu 2014. Endurskoðunin byggir á nýlegum Norrænum næringarráðleggingum (NNR) frá 2023 sem Norræna ráðherranefndin gaf út. Þær ráðleggingar standa á sterkum vísindalegum grunni en um 400 óháðir sérfræðingar yfirfóru á kerfisbundinn hátt vísindarannsóknir um tengsl mismunandi næringarefna og fæðuhópa við heilsu. Í þeim hópi sem kom að gerð ráðlegginganna voru fulltrúar frá háskólasamfélaginu svo og heilbrigðis- og matvælayfirvöldum frá Norðurlöndunum. Af hálfu Íslands tók starfsfólk Háskóla Íslands og embættis landlæknis þátt í þeirri vinnu. Norrænu næringarráðleggingarnar frá 2023 eru settar fram út frá jákvæðum áhrifum á heilsufar en fjalla einnig um sjálfbærni og umhverfisáhrif mismunandi fæðutegunda. Faghópur frá háskólasamfélaginu og viðeigandi stofnunum kom síðan að endurskoðun íslensku ráðlegginganna um mataræði á vegum embættis landlæknis. Í þeirri vinnu var byggt á norrænu ráðleggingunum en jafnframt var tekið tillit til aðstæðna hér á landi. Markmiðið með því að gefa út nýjar ráðleggingar um mataræði er að bjóða upp á uppfærðar og traustar upplýsingar sem geta lagt grunninn að mataræði sem flestra og þannig stutt við eða bætt heilsu og vellíðan sem og minnkað líkur á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, sumum krabbameinum og sykursýki af tegund 2. Þessar ráðleggingar eru hugsaðar fyrir fólk sem er almennt heilsuhraust, bæði fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Ráðleggingarnar hafa mikið lýðheilsugildi því að ef almenningur tileinkar sér þær að hluta til eða að miklu leyti þá er hægt að draga úr sjúkdómsbyrði þjóðarinnar og auka lífslíkur. Við vitum öll að það er ekki alltaf hægt að borða hollt og fjölbreytt en aðalatriðið er að viðhalda ákveðnu heilsusamlegu fæðumynstri flesta daga ársins. Einnig má líta á ráðleggingar um mataræði sem ákveðinn leiðarvísi sem gott er að hafa aðgengi að, sérstaklega á tímum eins og núna þegar misgóðar upplýsingar um mataræði og lifnaðarhætti eru reglulega til umfjöllunar á frétta- og samfélagsmiðlum. Hvað hefur breyst í nýjum ráðleggingum? Þrátt fyrir yfirgripsmikla greiningu sérfræðinga á vísindarannsóknum um tengsl milli mataræðis og heilsu þá kom í ljós við endurskoðunina að lítið þurfti að breyta fyrri ráðleggingum um mataræði. Þó er lögð aukin áhersla á grænmeti, ávexti og heilkornavörur. Það sem er einnig tekið fyrir núna eru drykkjarvörur, svo sem orkudrykkir sem ekki voru algengir á markaði síðast þegar ráðleggingarnar komu út. Embætti landlæknis tekur skýra afstöðu til neyslu orkudrykkja og leggur áherslu á að slíkir drykkir eru ekki ætlaðir börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Miðað við fyrri ráðleggingar er lögð enn meiri áhersla á að draga úr neyslu á rauðu kjöti og einnig er áfram varað sérstaklega við neyslu unninna kjötvara, hvoru tveggja vegna aukinnar krabbameinsáhættu. Einnig er fjallað sérstaklega um að forðast áfengi, meðal annars vegna krabbameinsvaldandi áhrifa. Eins og komið hefur fram er áfram lögð áhersla á að heildarmataræði skipti mestu máli og ekki er æskilegt að setja of mikla áherslu á einstaka fæðutegundir eða næringarefni þar sem slíkt getur ýtt undir næringarefnaskort og jafnvel átraskanir. Til þess að fá öll næringarefni sem líkaminn þarfnast, sem og minnka líkur á langvinnum sjúkdómum, er ráðlagt að borða fjölbreyttan mat og ríflega af matvælum úr jurtaríkinu eins og grænmeti, ávöxtum og berjum, baunum, linsum, hnetum, fræjum og heilkornavörum. Einnig er áhersla á fisk (300-450 grömm á viku) og hóflega neyslu á fituminni og ósætum mjólkurvörum (350-500 grömm á dag). Mælt er með takmarkaðri neyslu á rauðu kjöti (hámark 350 grömm á viku), sérstaklega unnum kjötvörum og unnum vörum sem innihalda mikinn viðbættan sykur, mettaða fitu og salt svo sem sælgæti, kökur, kex, snakk og marga tilbúnir réttir. Best er að fá öll næringarefni úr mat en þó er mælt með að taka D-vítamín sem bætiefni í mismunandi skömmtum háð aldri. Einnig er mælt með því að konur á barneignaraldri taki fólat (fólínsýru) sem bætiefni. Við sérstakar aðstæður, eins og til dæmis fyrir einstaklinga með fæðuofnæmi og fæðuóþol, ætti að ræða við heilbrigðisstarfsfólk til að meta hvort það þurfi að taka aukalega bætiefni. Mataræði í takt í við ráðleggingar er samfélagslegt verkefni Það er von okkar hjá embætti landlæknis að þessi leiðarvísir um mataræði nýtist almenningi í daglegu lífi. Samkvæmt síðustu landskönnun á mataræði frá 2019 til 2021 þá fylgja því miður ekki nógu margir opinberum ráðleggingum um mataræði. Ýmsar skyndilausnir freista okkar þegar kemur að útliti og heilsu en þær geta líka reynst skaðlegar til lengri tíma litið. Ráðleggingar um mataræði leggja áherslu á vellíðan, að njóta matarins og að borða nóg, svo líkami okkar geti starfað eðlilega. Það eru engin boð og bönn í ráðleggingunum en nefndar eru vörur sem umgangast þarf með varúð sérstaklega þegar börn og ungmenni eiga í hlut. Aðstæður til að borða hollt og fjölbreytt geta einnig ráðist af ýmsum ytri aðstæðum svo sem aðgengi að hollari valkostum á viðráðanlegu verði. Samfélagið í heild sinni þarf að styðja landsmenn og bjóða upp á gott fæðuumhverfi til dæmis í skólum, við íþrótta – og tómstundaiðkun, á vinnustöðum og í matvöruverslunum. Hollt mataræði er hægt að setja saman á marga mismunandi vegu og hver og einn þarf að finna sína leið. Nánari upplýsingar um nýju ráðleggingarnar um mataræði má finna á vefsíðu embættis landlæknis. Höfundur er landlæknir.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar