Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 16:06 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Maxim Shemetov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. Þetta er meðal þess sem Pútín sagði á fundi með Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. Pútín sagði einnig að rússneskir hermenn væru í framsókn á öllum hlutum víglínunnar og sagði óljóst hvaða áhrif vopnahlé myndi hafa þar. Erfitt væri að segja til um hver bæri ábyrgð á brotum gegn vopnahléi á tvö þúsund kílómetra víglínu. Hann sagði hugmyndina um vopnahlé góða og að hann myndi mögulega ræða málið frekar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. BREAKING: "We agree with the proposals for the ceasefire" Vladimir Putin says he agrees with proposals for ceasefire - but adds he has questions and Russia 'now on offensive in all areas'Live updates ➡️ https://t.co/Wiud9uEwWB📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/f5SgPkYGVo— Sky News (@SkyNews) March 13, 2025 Meðal þeirra krafna sem ráðamenn í Rússlandi hafa opinberað vegna innrásarinnar í Úkraínu er að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Kröfurnar fela í raun í sér uppgjöf Úkraínu og varnarleysi í framtíðinni. Yfirmaður Financial Times i Moskvu segir ummæli Pútíns til marks um að hann hafi ekki látið af kröfum sínum. Sjá einnig: Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Pútín fjallaði einnig um ástandið í Kúrsk, þar sem úkraínskir hermenn hafa verið á undanhaldi síðustu daga. Sagði hann þá Úkraínumenn sem væru þar enn standa fyrir tveimur valmöguleikum. Að gefast upp eða falla. Þá velti hann vöngum yfir því hvað þrjátíu daga vopnahlé fæli í sér fyrir þá hermenn. „Þýddi það að þeir fari allir? Ættum við að sleppa þeim eftir að þeir hafa framið fjölmarga glæpi?“ Sjá einnig: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Hann sagði einnig að Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahlé til að fylla upp í raðir sínar og tryggja birgðir hersveita. Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahléið til að styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða fá ný hergögn á tímabilinu. Hann nefndi ekki að Rússar yrðu háðir sambærilegum skilyrðum. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hörfa frá Kúrsk Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. 12. mars 2025 09:51 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Pútín sagði á fundi með Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. Pútín sagði einnig að rússneskir hermenn væru í framsókn á öllum hlutum víglínunnar og sagði óljóst hvaða áhrif vopnahlé myndi hafa þar. Erfitt væri að segja til um hver bæri ábyrgð á brotum gegn vopnahléi á tvö þúsund kílómetra víglínu. Hann sagði hugmyndina um vopnahlé góða og að hann myndi mögulega ræða málið frekar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. BREAKING: "We agree with the proposals for the ceasefire" Vladimir Putin says he agrees with proposals for ceasefire - but adds he has questions and Russia 'now on offensive in all areas'Live updates ➡️ https://t.co/Wiud9uEwWB📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/f5SgPkYGVo— Sky News (@SkyNews) March 13, 2025 Meðal þeirra krafna sem ráðamenn í Rússlandi hafa opinberað vegna innrásarinnar í Úkraínu er að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Kröfurnar fela í raun í sér uppgjöf Úkraínu og varnarleysi í framtíðinni. Yfirmaður Financial Times i Moskvu segir ummæli Pútíns til marks um að hann hafi ekki látið af kröfum sínum. Sjá einnig: Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Pútín fjallaði einnig um ástandið í Kúrsk, þar sem úkraínskir hermenn hafa verið á undanhaldi síðustu daga. Sagði hann þá Úkraínumenn sem væru þar enn standa fyrir tveimur valmöguleikum. Að gefast upp eða falla. Þá velti hann vöngum yfir því hvað þrjátíu daga vopnahlé fæli í sér fyrir þá hermenn. „Þýddi það að þeir fari allir? Ættum við að sleppa þeim eftir að þeir hafa framið fjölmarga glæpi?“ Sjá einnig: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Hann sagði einnig að Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahlé til að fylla upp í raðir sínar og tryggja birgðir hersveita. Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahléið til að styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða fá ný hergögn á tímabilinu. Hann nefndi ekki að Rússar yrðu háðir sambærilegum skilyrðum.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hörfa frá Kúrsk Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. 12. mars 2025 09:51 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Hörfa frá Kúrsk Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. 12. mars 2025 09:51
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02