Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2025 10:06 Duda vill kjarnavopn frá Bandaríkjunum, þrátt fyrir að Pútín myndi líta á það sem hreina og klára stríðsyfirlýsingu. AP Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. Hann segir það myndu gera Pólland öryggara og sterkara, andspænis ógninni sem steðjar að frá Rússlandi. Duda segir stjórnvöld í Moskvu að jafn ásælin, ef ekki ásælnari en fyrrum Sovétríkin. Forsetinn hefur áður talað fyrir því að Bandaríkjamenn komi kjarnavopnum fyrir í Póllandi, meðal annars í kjölfar þess að Rússar komu kjarnavopnum fyrir í Belarús. Það virðist ekki hræða hann að Vladimír Pútín Rússlandsforseti myndi líta á það sem jafngildi stríðsyfirlýsingar af hálfu Atlantshafsbandalagsins. „Þessi varnaraðgerð er mikilvægt svar við hegðun Rússlands, að koma kjarnorkuvopnum fyrir á áhrifasvæði Nató. Pólland er reiðubúið til að hýsa þessi kjarnavopn,“ segir Duda. Þá fagnar hann yfirlýsingu Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að Frakkar séu reiðubúnir til að skýla öðrum Nató-ríkjum undir „kjarnavopnaregnhlíf sinni“. Duda segir bandarísk kjarnorkuvopn í Póllandi myndu sýna og staðfesta skuldbindingu Bandaríkjamanna og vilja þeirra til að verja landið. Um það bil 10 þúsund bandarískir hermenn dvelja í Póllandi. Pólverjar verja um það bil fimm prósent þjóðartekna sinna til varnarmála, meira en nokkurt annað Nató-ríki. Duda segist sannfærður um að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé með áætlun til að „hvetja“ Rússa til að ganga til samningaviðræðna um frið í Úkraínu. Þá segist hann telja einsýnt að rússneskar eignir sem hafa verið frystar vegna innrásarinnar verði notaðar til að byggja upp Úkraínu. Ítarlega umfjöllun má finna hjá BBC. Pólland Bandaríkin Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Hann segir það myndu gera Pólland öryggara og sterkara, andspænis ógninni sem steðjar að frá Rússlandi. Duda segir stjórnvöld í Moskvu að jafn ásælin, ef ekki ásælnari en fyrrum Sovétríkin. Forsetinn hefur áður talað fyrir því að Bandaríkjamenn komi kjarnavopnum fyrir í Póllandi, meðal annars í kjölfar þess að Rússar komu kjarnavopnum fyrir í Belarús. Það virðist ekki hræða hann að Vladimír Pútín Rússlandsforseti myndi líta á það sem jafngildi stríðsyfirlýsingar af hálfu Atlantshafsbandalagsins. „Þessi varnaraðgerð er mikilvægt svar við hegðun Rússlands, að koma kjarnorkuvopnum fyrir á áhrifasvæði Nató. Pólland er reiðubúið til að hýsa þessi kjarnavopn,“ segir Duda. Þá fagnar hann yfirlýsingu Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að Frakkar séu reiðubúnir til að skýla öðrum Nató-ríkjum undir „kjarnavopnaregnhlíf sinni“. Duda segir bandarísk kjarnorkuvopn í Póllandi myndu sýna og staðfesta skuldbindingu Bandaríkjamanna og vilja þeirra til að verja landið. Um það bil 10 þúsund bandarískir hermenn dvelja í Póllandi. Pólverjar verja um það bil fimm prósent þjóðartekna sinna til varnarmála, meira en nokkurt annað Nató-ríki. Duda segist sannfærður um að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé með áætlun til að „hvetja“ Rússa til að ganga til samningaviðræðna um frið í Úkraínu. Þá segist hann telja einsýnt að rússneskar eignir sem hafa verið frystar vegna innrásarinnar verði notaðar til að byggja upp Úkraínu. Ítarlega umfjöllun má finna hjá BBC.
Pólland Bandaríkin Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira