Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2025 14:35 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP Bandarískur alríkisdómari meinaði í gærkvöldi Donald Trump, forseta, að nota lög frá lokum átjándu aldar til að gera auðveldara að flytja farand- og flóttafólk úr landi. Skipaði hann ríkisstjórn Trumps að snúa við flugvélum með fólki sem verið var að flytja úr landi. Umrædd lög eru frá 1798 en Trump skrifaði undir tilskipun á föstudaginn um að beita þeim og sérstaklega gegn farandfólki frá Venesúela. Ríkisstjórnin opinberaði þó ekki ákvörðunina fyrr en í gær, eftir að hjálparsamtök höfðuðu mál gegn ríkisstjórninni vegna skipunarinnar. Samkvæmt lögunum getur forseti farið fram hjá hefðbundnum dómsferlum og vísað öllum sem eru fjórtán ára og eldri frá ríkjum sem skilgreind eru „óvinveitt“ úr landi án mikillar fyrirhafnar. Í yfirlýsingunni sagði Trump fólkið frá Venesúela ógna Bandaríkjunum og vísaði til Tren de Aragua, alræmds glæpagengis frá landinu. Sagði hann gengið eiga í óhefðbundnum hernaði við Bandaríkin, fyrir hönd Nicolas Maduro, einræðisherra Venesúela. Ríkisstjórn Trumps hefur komist að samkomulagi við yfirvöld í El Salvador um að taka á móti um þrjú hundruð meintum meðlimum Tren de Araga og halda þeim í fangelsi, fyrir um sex milljónir á ári. Þetta er í fyrsta sinn frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sem lögunum frá 1798 hefur verið beitt. Þá var þeim beitt gegn fólki sem átti rætur að rekja til Þýskalands, Austurríkis, Japan og Ítalíu. Þau voru notuð til að halda rúmlega hundrað þúsund manns af japönskum uppruna í fangabúðum. Lögunum hefur einungis þrisvar sinnum verið beitt og alltaf á stríðstímum. Nokkrum klukkustundum síðar komst áðurnefndur alríkisdómari að þetta mætti Trump ekki gera og skipaði hann ríkisstjórninni að flytja þá sem verið var að flytja úr landi aftur til Bandaríkjanna. Washington Post segir úrskurði dómarans fljótt hafa verið áfrýjað. Dómsmálaráðuneytið segir úrskurðinn vera „hættulegan átroðning“ inn á valdsvið forsetans og rétt hans til að vísa hættulegu fólki sem ógni öryggi Bandaríkjamanna úr landi. Vilja bola dómurum á brott Dómarar hafa ítrekað staðið í vegi Trumps frá því hann tók við embætti í janúar en þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins hefur mótspyrnan þaðan verið engin. Samhliða þessu hafa talsmenn Trumps og ráðgjafar farið sífellt harðari orðum um bandaríska dómara. Ítrekað hafa þeir ekki eingöngu sagt dómarana hafa rangt fyrir sér heldur gefið í skyn og sagt með berum orðum að dómarar séu sjálfir að brjóta lög með því að úrskurða á þann veg að Trump sé að fara gegn lögum. Eins og farið er yfir í grein Wall Steet Journal hafa Trump-liðar ítrekað sakað dómara um að reyna að hrifsa völd af Trump en enginn hefur gengið lengra í þeim efnum en Elon Musk, auðjöfurinn og náinn bandamaður Trumps. Hann hefur meðal annars haldið því fram að aðgerðir dómara sem úrskurðað hafa gegn Trump séu að grafa undan lýðræðinu. Að dómstólar séu að taka sér einræðisvald og að nauðsynlegt sé að bola þessum dómurum úr starfi. Fleiri hótanir Árásir þessar hafa ekki eingöngu beinst að dómurum sem skipaðir voru í embætti af forsetum úr Demókrataflokknum heldur einnig að dómurum sem skipaðir voru af Repúblikönum. Trump hefur gengið hart og mjög hratt fram í störfum sínum og látið verulega reyna á takmarkanir á valdi forsetaembættisins. Dómskerfinu hefur gengið illa að halda í við hraðann og nú þegar eru fleiri en hundrað mál sem hafa verið höfðuð vegna aðgerða hans í meðferð innan dómskerfisins. Þeir sem höfða málin hafa í meira mæli farið fram á það í upphafi mála að dómarar setji tímabundið lögbann á Trump vegna málanna, á þeim grundvelli að hann geti í raun gert það sem hann ætlar sér áður en málaferlunum lýkur, enda getur það tekið einhverja mánuði eða jafnvel ár. Í grein WSJ er haft eftir dómurum að þeir taki áðurnefnd ummæli og hótanir sem fylgi þeim iðulega eftir alvarlega. Þeir segja hótunum og ógnunum hafa fjölgað töluvert á undanförnum árum. Bandaríkin Donald Trump Venesúela Flóttamenn El Salvador Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Umrædd lög eru frá 1798 en Trump skrifaði undir tilskipun á föstudaginn um að beita þeim og sérstaklega gegn farandfólki frá Venesúela. Ríkisstjórnin opinberaði þó ekki ákvörðunina fyrr en í gær, eftir að hjálparsamtök höfðuðu mál gegn ríkisstjórninni vegna skipunarinnar. Samkvæmt lögunum getur forseti farið fram hjá hefðbundnum dómsferlum og vísað öllum sem eru fjórtán ára og eldri frá ríkjum sem skilgreind eru „óvinveitt“ úr landi án mikillar fyrirhafnar. Í yfirlýsingunni sagði Trump fólkið frá Venesúela ógna Bandaríkjunum og vísaði til Tren de Aragua, alræmds glæpagengis frá landinu. Sagði hann gengið eiga í óhefðbundnum hernaði við Bandaríkin, fyrir hönd Nicolas Maduro, einræðisherra Venesúela. Ríkisstjórn Trumps hefur komist að samkomulagi við yfirvöld í El Salvador um að taka á móti um þrjú hundruð meintum meðlimum Tren de Araga og halda þeim í fangelsi, fyrir um sex milljónir á ári. Þetta er í fyrsta sinn frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sem lögunum frá 1798 hefur verið beitt. Þá var þeim beitt gegn fólki sem átti rætur að rekja til Þýskalands, Austurríkis, Japan og Ítalíu. Þau voru notuð til að halda rúmlega hundrað þúsund manns af japönskum uppruna í fangabúðum. Lögunum hefur einungis þrisvar sinnum verið beitt og alltaf á stríðstímum. Nokkrum klukkustundum síðar komst áðurnefndur alríkisdómari að þetta mætti Trump ekki gera og skipaði hann ríkisstjórninni að flytja þá sem verið var að flytja úr landi aftur til Bandaríkjanna. Washington Post segir úrskurði dómarans fljótt hafa verið áfrýjað. Dómsmálaráðuneytið segir úrskurðinn vera „hættulegan átroðning“ inn á valdsvið forsetans og rétt hans til að vísa hættulegu fólki sem ógni öryggi Bandaríkjamanna úr landi. Vilja bola dómurum á brott Dómarar hafa ítrekað staðið í vegi Trumps frá því hann tók við embætti í janúar en þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins hefur mótspyrnan þaðan verið engin. Samhliða þessu hafa talsmenn Trumps og ráðgjafar farið sífellt harðari orðum um bandaríska dómara. Ítrekað hafa þeir ekki eingöngu sagt dómarana hafa rangt fyrir sér heldur gefið í skyn og sagt með berum orðum að dómarar séu sjálfir að brjóta lög með því að úrskurða á þann veg að Trump sé að fara gegn lögum. Eins og farið er yfir í grein Wall Steet Journal hafa Trump-liðar ítrekað sakað dómara um að reyna að hrifsa völd af Trump en enginn hefur gengið lengra í þeim efnum en Elon Musk, auðjöfurinn og náinn bandamaður Trumps. Hann hefur meðal annars haldið því fram að aðgerðir dómara sem úrskurðað hafa gegn Trump séu að grafa undan lýðræðinu. Að dómstólar séu að taka sér einræðisvald og að nauðsynlegt sé að bola þessum dómurum úr starfi. Fleiri hótanir Árásir þessar hafa ekki eingöngu beinst að dómurum sem skipaðir voru í embætti af forsetum úr Demókrataflokknum heldur einnig að dómurum sem skipaðir voru af Repúblikönum. Trump hefur gengið hart og mjög hratt fram í störfum sínum og látið verulega reyna á takmarkanir á valdi forsetaembættisins. Dómskerfinu hefur gengið illa að halda í við hraðann og nú þegar eru fleiri en hundrað mál sem hafa verið höfðuð vegna aðgerða hans í meðferð innan dómskerfisins. Þeir sem höfða málin hafa í meira mæli farið fram á það í upphafi mála að dómarar setji tímabundið lögbann á Trump vegna málanna, á þeim grundvelli að hann geti í raun gert það sem hann ætlar sér áður en málaferlunum lýkur, enda getur það tekið einhverja mánuði eða jafnvel ár. Í grein WSJ er haft eftir dómurum að þeir taki áðurnefnd ummæli og hótanir sem fylgi þeim iðulega eftir alvarlega. Þeir segja hótunum og ógnunum hafa fjölgað töluvert á undanförnum árum.
Bandaríkin Donald Trump Venesúela Flóttamenn El Salvador Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira