Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. mars 2025 23:31 Götur eru tómar frá miðnætti í síðasta lagi til klukkan fimm alla morgna á meðan útgöngubann er í gildi. Vísir/Elín Margrét Það dylst engum sem staddir eru í Kænugarði að það er enn stríð í Úkraínu. Í kvöld hafa loftvarnarviðvaranir vart stoppað og heyra hefur mátt dróna á sveimi yfir borginni og glymjandi hvelli þegar þeir eru skotnir niður. Þegar þetta er skrifað er liðin dágóð stund síðan síðast heyrðust sprengingar úr lofti sem virtust ekki svo ýkja langt frá miðborginni þar sem hópur íslenskra blaðamanna dvelur nú. Það er útgöngubann frá miðnætti svo enginn er á ferli, hvorki fólk né fararskjótar, sem gerir það að verkum að suðið í drónunum og sprengingar í lofti úr fjarska rjúfa algjöra þögnina sem annars ríkir í borginni. Nokkuð öflugar loftvarnir eru í Kænugarði og þykir borgin frekar vel varin. Þannig er hávaðinn í lofti í senn merki um árangursríkar loftvarnir. Allir eru þó vel á varðbergi. Þótt þetta séu mestu lætin sem við höfum orðið vör við hér í Kænugarði síðan íslenski hópurinn kom til borgarinnar á sunnudagskvöld er á sama tíma hálf súrrealískt að átta sig á því hversu hversdagslegt þetta ástand er orðið fyrir heimamenn. Partur af þeim blákalda veruleika sem Úkraínumenn hafa búið við í rúm þrjú ár síðan allsherjarinnrás Rússa hófst í Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu.EPA/Sean Gallup Sjálfur segir Volódimír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlinum X að kvöldið í kvöld sé engin undantekning. „Það eru þessar tegundir næturárása Rússlands sem eyðileggja orkugeirann okkar, innviði okkar og eðlilegt líf Úkraínumanna. Og sú staðreynd að þetta kvöld er engin undantekning sýnir að þrýstingur á Rússland verður að halda áfram í þágu friðar,“ skrifar Selenskí. Skotið á sjúkrahús í Sumy Í dag hafi Pútín Rússlandsforseti í reynd hafnað tillögu um fullt vopnahlé að því er segir í færslu Selenskís. „Núna, á mörgum svæðum, getur þú bókstaflega heyrt hvað Rússar raunverulega þurfa. Um það bil 40 „shahed“-drónar eru á himninum okkar og loftvarnir eru virkar,“ skrifar Selenskí. Því miður hafi Rússum tekist að hitta einhver skotmörk í kvöld, til að mynda sjúkrahús í Sumy í norðaustur hluta Úkraínu, árásir á borgir á Donetsk-svæðinu og drónar á sveimi yfir Kænugarði, Zhytomyr, Sumy, Chernihiv, Poltava, Kharkiv, Kirovohrad, Dnipropetrovsk og Cherkasy. Við heimsótti einmitt borgina Poltava fyrr í dag þar sem fréttastofa hitti íbúa sem hafa misst bæði vini, ættingja og heimili í árásum Rússa fyrr á þessu ári. Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði - Vísir Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Það er útgöngubann frá miðnætti svo enginn er á ferli, hvorki fólk né fararskjótar, sem gerir það að verkum að suðið í drónunum og sprengingar í lofti úr fjarska rjúfa algjöra þögnina sem annars ríkir í borginni. Nokkuð öflugar loftvarnir eru í Kænugarði og þykir borgin frekar vel varin. Þannig er hávaðinn í lofti í senn merki um árangursríkar loftvarnir. Allir eru þó vel á varðbergi. Þótt þetta séu mestu lætin sem við höfum orðið vör við hér í Kænugarði síðan íslenski hópurinn kom til borgarinnar á sunnudagskvöld er á sama tíma hálf súrrealískt að átta sig á því hversu hversdagslegt þetta ástand er orðið fyrir heimamenn. Partur af þeim blákalda veruleika sem Úkraínumenn hafa búið við í rúm þrjú ár síðan allsherjarinnrás Rússa hófst í Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu.EPA/Sean Gallup Sjálfur segir Volódimír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlinum X að kvöldið í kvöld sé engin undantekning. „Það eru þessar tegundir næturárása Rússlands sem eyðileggja orkugeirann okkar, innviði okkar og eðlilegt líf Úkraínumanna. Og sú staðreynd að þetta kvöld er engin undantekning sýnir að þrýstingur á Rússland verður að halda áfram í þágu friðar,“ skrifar Selenskí. Skotið á sjúkrahús í Sumy Í dag hafi Pútín Rússlandsforseti í reynd hafnað tillögu um fullt vopnahlé að því er segir í færslu Selenskís. „Núna, á mörgum svæðum, getur þú bókstaflega heyrt hvað Rússar raunverulega þurfa. Um það bil 40 „shahed“-drónar eru á himninum okkar og loftvarnir eru virkar,“ skrifar Selenskí. Því miður hafi Rússum tekist að hitta einhver skotmörk í kvöld, til að mynda sjúkrahús í Sumy í norðaustur hluta Úkraínu, árásir á borgir á Donetsk-svæðinu og drónar á sveimi yfir Kænugarði, Zhytomyr, Sumy, Chernihiv, Poltava, Kharkiv, Kirovohrad, Dnipropetrovsk og Cherkasy. Við heimsótti einmitt borgina Poltava fyrr í dag þar sem fréttastofa hitti íbúa sem hafa misst bæði vini, ættingja og heimili í árásum Rússa fyrr á þessu ári. Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði - Vísir
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira