Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar 18. mars 2025 23:31 Átt þú enn eftir að gera upp hug þinn? Hvern þú hyggst kjósa til rektors við Háskóla Íslands? Nú sem aldrei fyrr skiptir valið máli. Við lifum á víðsjárverðum tímum. Á nær öllum sviðum breytast hlutirnir hratt. Áttavitinn virðist brotinn og vísirinn snýst í hringi. Við vitum vart hvað mun taka við á næstu árum. Á hvað skal leggja áherslu á til að takast á við heim þar sem menning, tækni og stjórnmál taka stakkaskiptum á hverju ári. Það eru margir góðir frambjóðendur. Ég mæli með frambjóðanda sem getur ekki aðeins talað máli háskólans við stjórnmálamenn, heldur vakið anda háskólans á meðal almennings. Því nú ríkir tortryggni. Við erum mettuð af sífelldu streymi upplýsinga. Það er þreyta í fólki á umræðum. Og við vitum að það er með ráði gert að rugla fólk í ríminu. Á slíkum tímum þurfum við skýra hugsun. Og til þess þurfum við andrými. Ég þekki Björn Þorsteinsson bæði sem kennara og skipuleggjanda málþinga. Í þessum aðstæðum hef ég kynnst hæfileika hans til að skapa andrúmsloft þar sem fólk þorir að tjá skoðanir sínar. Í hans návist eru engar spurningar rangar; hjá honum eru rökræður ekki glíma þar sem einn vinnur og annar tapar, heldur leið til þess að laða fram hugsun sem enn er handan við sjóndeildarhring. Í slíku andrúmslofti verður ekki aðeins til ný þekking, heldur traust. Margir þekkja feril hans sem framúrskarandi kennara, stjórnanda og fræðimanns, en hann hefur einnig lagt mikið af mörkum utan akademíunnar. Í starfi sínu fyrir Félag áhugamanna um heimspeki hefur hann í áratugi opnað vettvang fyrir gagnrýna umræðu og ræktað heimspekilega hugsun meðal almennings. Sem ritstjóri tímaritsins Hugar hefur hann stuðlað að því að gera heimspekina skiljanlega og aðgengilega. Grikkir til forna höfðu ýmis orð til þess að lýsa tímanum. Eitt slíkt var Kairos. Að sæta lagi. Réttur tími. Nú er sagt að við lifum á víðsjárverðum tíma. En slíkir tímar geta einnig orðið tímar endurnýjunar og tækifæra. Það gerist þegar fólk kemur saman og ber traust hvert til annars. Háskólinn þarf rektor sem ekki aðeins talar máli vísindanna, heldur einnig mann sem endurvekur og viðheldur upplýstri umræðu á meðal almennings. Það eru ekki orðin tóm sem það hafa reynt að ná til fólks á okkar tímum. Það er til mikils unnið að fá mann sem kann þá list sem rektor Háskóla Íslands. Þannig maður er Björn Þorsteinsson. Höfundur er formaður Félags áhugamanna um heimspeki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Átt þú enn eftir að gera upp hug þinn? Hvern þú hyggst kjósa til rektors við Háskóla Íslands? Nú sem aldrei fyrr skiptir valið máli. Við lifum á víðsjárverðum tímum. Á nær öllum sviðum breytast hlutirnir hratt. Áttavitinn virðist brotinn og vísirinn snýst í hringi. Við vitum vart hvað mun taka við á næstu árum. Á hvað skal leggja áherslu á til að takast á við heim þar sem menning, tækni og stjórnmál taka stakkaskiptum á hverju ári. Það eru margir góðir frambjóðendur. Ég mæli með frambjóðanda sem getur ekki aðeins talað máli háskólans við stjórnmálamenn, heldur vakið anda háskólans á meðal almennings. Því nú ríkir tortryggni. Við erum mettuð af sífelldu streymi upplýsinga. Það er þreyta í fólki á umræðum. Og við vitum að það er með ráði gert að rugla fólk í ríminu. Á slíkum tímum þurfum við skýra hugsun. Og til þess þurfum við andrými. Ég þekki Björn Þorsteinsson bæði sem kennara og skipuleggjanda málþinga. Í þessum aðstæðum hef ég kynnst hæfileika hans til að skapa andrúmsloft þar sem fólk þorir að tjá skoðanir sínar. Í hans návist eru engar spurningar rangar; hjá honum eru rökræður ekki glíma þar sem einn vinnur og annar tapar, heldur leið til þess að laða fram hugsun sem enn er handan við sjóndeildarhring. Í slíku andrúmslofti verður ekki aðeins til ný þekking, heldur traust. Margir þekkja feril hans sem framúrskarandi kennara, stjórnanda og fræðimanns, en hann hefur einnig lagt mikið af mörkum utan akademíunnar. Í starfi sínu fyrir Félag áhugamanna um heimspeki hefur hann í áratugi opnað vettvang fyrir gagnrýna umræðu og ræktað heimspekilega hugsun meðal almennings. Sem ritstjóri tímaritsins Hugar hefur hann stuðlað að því að gera heimspekina skiljanlega og aðgengilega. Grikkir til forna höfðu ýmis orð til þess að lýsa tímanum. Eitt slíkt var Kairos. Að sæta lagi. Réttur tími. Nú er sagt að við lifum á víðsjárverðum tíma. En slíkir tímar geta einnig orðið tímar endurnýjunar og tækifæra. Það gerist þegar fólk kemur saman og ber traust hvert til annars. Háskólinn þarf rektor sem ekki aðeins talar máli vísindanna, heldur einnig mann sem endurvekur og viðheldur upplýstri umræðu á meðal almennings. Það eru ekki orðin tóm sem það hafa reynt að ná til fólks á okkar tímum. Það er til mikils unnið að fá mann sem kann þá list sem rektor Háskóla Íslands. Þannig maður er Björn Þorsteinsson. Höfundur er formaður Félags áhugamanna um heimspeki.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar