„Þetta er ekki bara okkar stríð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. mars 2025 06:47 Tetiana Bardina, varaborgarstjóri í Poltava, segir að þrátt fyrir áföllin og eyðilegginguna séu íbúar sannfærðir um að byggja upp að nýju. Ríkt mannlíf er í borginni sem hún vonar að fái að blómstra enn frekar í framtíðinni. Vísir/Ívar Fannar Umheimurinn þarf að sjá eyðilegginguna og horfast í augu við þær hörmungar sem blasa við vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Þetta segir varaborgarstjóri í Poltava þar sem íbúar hafa ekki farið varhluta af árásum Rússa. Íbúar glíma daglega við afleiðingar mannskæðra árása sem gerðar hafa verið á íbúabyggð í borginni síðan stríðið hófst. Í Poltava í mið-Úkraínu búa um 300 þúsund manns. Gegnt stórum leikvelli, eða því sem eftir er af honum, standa byggingar. Byggingar eru nokkuð mikið skemmdar eftir loftárás þann 1. febrúar á þessu ári. Fimmtán létust í árásinni, þar af nokkur börn og enn fleiri særðust. Í þeim íbúðum sem eru að einhverju leiti í lagi býr ennþá fólk, og þeir sem misstu íbúðir sínar vita sumir ekki ennþá hvort þeir eignist einhvern tímann aftur húsnæði. Árásin var gerð fyrir klukkan átta á laugardagsmorgni sem er tími þar sem margir eru heima, jafnvel enn sofandi.Vísir/Ívar Fannar „Þetta var á laugardagsmorgni klukkan 7:40. Þeir drápu heilu fjölskyldurnar, og því miður drápu þeir þrjú börn. Þeir eyðilögðu rúmlega tuttugu íbúðir og tuttugu byggingar í kringum þetta hús. Þeir eyðilögðu leikvöllinn. Þeir eyðilögðu mikið af innviðum,“ segir Tetiana Bardina, varaborgarstjóri í Poltava, í samtali við fréttastofu. Gróf son sinn undan rústunum Hin 33 ára Daria býr ásamt átta ára syni sínum Tymur í einni þeirra bygginga sem skemmdust í árásinni í febrúar. Hún segir að það hafa verið lengstu stund lífs síns þegar hún gróf átta ára son sinn upp undan brakinu sem féll yfir hann við sprenginguna. Blessunarlega var drengurinn á lífi, en það voru ekki allir vinir hans. Tymur hlaut þó áverka á höfði og upplifir mikla áfallastreyturöskun eftir sprenginguna. Hann var sofandi inni í herbergi þegar árásin varð og grófst ekki aðeins undir brak úr húsinu sjálfu og glugganum á herberginu, heldur einnig undir brot úr byggingunni á móti. Mykola og sonur hans Oleksandr eru nágrannar Dariu. Eða voru það að minnsta kosti þangað til heimili þeirra í næstu byggingu var sprengt í loft upp.Vísir/Ívar Fannar Áfall sem þetta skilur eftir sig stór sár, ekki síður andleg. „Þetta er mjög erfitt. Maður bregst við hverju hljóði, sérstaklega á nóttunni. Maður veit ekki hvaðan hljóðin koma. Maður veit ekkert hvað er um að vera, hvort það er hætta á ferðum eða ekki. Sonur minn vill ekki fara að sofa einn. Hann er hræddur við að vera einn í íbúðinni,“ segir Daria. Hún kemst við þegar hún hugsar til sonar síns. „Honum finnst að við verðum að planta trjám eins og voru hér, því hér var allt grænt en nú er búið að eyðileggja allt. Hann vill líka láta byggja upp leikvöllinn á ný svo krakkarnir geti leikið sér,“ segir Daria með tárin í augunum. Feðgarnir Mykola sem er 81 árs og sonur hans Oleksandr sem er um fimmtugt misstu heimili sitt í árásinni. Þeir bjuggu í byggingunni sem var sprengd hvað mest og það er raunar ekkert eftir af þeirra íbúð. „Sonur minn hafði látið mig fá pening til að fara í búðina um morguninn til að kaupa brauð og kartöflur. Ég var lagður af stað og komin um tuttugu metra frá húsinu þegar sprengjur lenda á byggingunni,“ segir Mykola. „Höggbylgjan frá sprengjunni var svo kröftug að hún kastaði mér í jörðina. Ég hélt ég myndi líka deyja. Ég trúi því ekki að ég sé enn á lífi.“ Stór hluti byggingarinnar er algjörlega horfinn. Ef rýnt er í sundursprunginn gaflinn má sjá mótað fyrir hálfum herbergjum sem áður voru heimili og griðarstaður íbúanna sem þar bjuggu.Vísir/Ívar Fannar Oleksandr var farinn í vinnunna sem líklega varð til þess að bjarga lífi hans. Hann heyrði hins vegar sprenginguna og varð strax hræddur og hringdi í pabba sinn til að athuga með hann, skíthræddur um að hann myndi ekki svara. Um tíu mínútum síðar var hann kominn aftur heim og við blasti þá byggingin í ljósum logum og allt í rúst. „Ég á ekki lengur mína eigin íbúð, og ég veit ekki hvort ég muni aftur eiga íbúð,“ segir Oleksandr. „Þeir vilja drepa okkur öll“ Spurð hvað hún myndi vilja að aðrir viti, fólk utan Úkraínu sem þekkir ekki þann veruleika sem íbúar landsins búa við, nefnir varaborgarstjórinn Tetiana fyrst að það sé vert að horfast í augu við það sem fyrir augu ber. „Þið ættuð að virða fyrir ykkur svona byggingar. Þetta er venjulegt líf Rússa, þeir vilja drepa okkur öll, börnin okkar,“ segir Tetiana. Þrátt fyrir mikla sorg og reiði í garð Rússa er þakklæti henni þó einnig ofarlega í huga. „Ég er mjög þakklát ykkur og öllum í Evrópu og í öllum heiminum sem styðja Úkraínu. Og þið megið vita að Úkraínumenn eru mjög þakklátir fyrir allt sem þið gerið fyrir okkur, fyrir allan stuðninginn. En þetta er ekki bara okkar stríð, þetta er stríð fyrir lýðræði,“ segir Tetiana. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Í Poltava í mið-Úkraínu búa um 300 þúsund manns. Gegnt stórum leikvelli, eða því sem eftir er af honum, standa byggingar. Byggingar eru nokkuð mikið skemmdar eftir loftárás þann 1. febrúar á þessu ári. Fimmtán létust í árásinni, þar af nokkur börn og enn fleiri særðust. Í þeim íbúðum sem eru að einhverju leiti í lagi býr ennþá fólk, og þeir sem misstu íbúðir sínar vita sumir ekki ennþá hvort þeir eignist einhvern tímann aftur húsnæði. Árásin var gerð fyrir klukkan átta á laugardagsmorgni sem er tími þar sem margir eru heima, jafnvel enn sofandi.Vísir/Ívar Fannar „Þetta var á laugardagsmorgni klukkan 7:40. Þeir drápu heilu fjölskyldurnar, og því miður drápu þeir þrjú börn. Þeir eyðilögðu rúmlega tuttugu íbúðir og tuttugu byggingar í kringum þetta hús. Þeir eyðilögðu leikvöllinn. Þeir eyðilögðu mikið af innviðum,“ segir Tetiana Bardina, varaborgarstjóri í Poltava, í samtali við fréttastofu. Gróf son sinn undan rústunum Hin 33 ára Daria býr ásamt átta ára syni sínum Tymur í einni þeirra bygginga sem skemmdust í árásinni í febrúar. Hún segir að það hafa verið lengstu stund lífs síns þegar hún gróf átta ára son sinn upp undan brakinu sem féll yfir hann við sprenginguna. Blessunarlega var drengurinn á lífi, en það voru ekki allir vinir hans. Tymur hlaut þó áverka á höfði og upplifir mikla áfallastreyturöskun eftir sprenginguna. Hann var sofandi inni í herbergi þegar árásin varð og grófst ekki aðeins undir brak úr húsinu sjálfu og glugganum á herberginu, heldur einnig undir brot úr byggingunni á móti. Mykola og sonur hans Oleksandr eru nágrannar Dariu. Eða voru það að minnsta kosti þangað til heimili þeirra í næstu byggingu var sprengt í loft upp.Vísir/Ívar Fannar Áfall sem þetta skilur eftir sig stór sár, ekki síður andleg. „Þetta er mjög erfitt. Maður bregst við hverju hljóði, sérstaklega á nóttunni. Maður veit ekki hvaðan hljóðin koma. Maður veit ekkert hvað er um að vera, hvort það er hætta á ferðum eða ekki. Sonur minn vill ekki fara að sofa einn. Hann er hræddur við að vera einn í íbúðinni,“ segir Daria. Hún kemst við þegar hún hugsar til sonar síns. „Honum finnst að við verðum að planta trjám eins og voru hér, því hér var allt grænt en nú er búið að eyðileggja allt. Hann vill líka láta byggja upp leikvöllinn á ný svo krakkarnir geti leikið sér,“ segir Daria með tárin í augunum. Feðgarnir Mykola sem er 81 árs og sonur hans Oleksandr sem er um fimmtugt misstu heimili sitt í árásinni. Þeir bjuggu í byggingunni sem var sprengd hvað mest og það er raunar ekkert eftir af þeirra íbúð. „Sonur minn hafði látið mig fá pening til að fara í búðina um morguninn til að kaupa brauð og kartöflur. Ég var lagður af stað og komin um tuttugu metra frá húsinu þegar sprengjur lenda á byggingunni,“ segir Mykola. „Höggbylgjan frá sprengjunni var svo kröftug að hún kastaði mér í jörðina. Ég hélt ég myndi líka deyja. Ég trúi því ekki að ég sé enn á lífi.“ Stór hluti byggingarinnar er algjörlega horfinn. Ef rýnt er í sundursprunginn gaflinn má sjá mótað fyrir hálfum herbergjum sem áður voru heimili og griðarstaður íbúanna sem þar bjuggu.Vísir/Ívar Fannar Oleksandr var farinn í vinnunna sem líklega varð til þess að bjarga lífi hans. Hann heyrði hins vegar sprenginguna og varð strax hræddur og hringdi í pabba sinn til að athuga með hann, skíthræddur um að hann myndi ekki svara. Um tíu mínútum síðar var hann kominn aftur heim og við blasti þá byggingin í ljósum logum og allt í rúst. „Ég á ekki lengur mína eigin íbúð, og ég veit ekki hvort ég muni aftur eiga íbúð,“ segir Oleksandr. „Þeir vilja drepa okkur öll“ Spurð hvað hún myndi vilja að aðrir viti, fólk utan Úkraínu sem þekkir ekki þann veruleika sem íbúar landsins búa við, nefnir varaborgarstjórinn Tetiana fyrst að það sé vert að horfast í augu við það sem fyrir augu ber. „Þið ættuð að virða fyrir ykkur svona byggingar. Þetta er venjulegt líf Rússa, þeir vilja drepa okkur öll, börnin okkar,“ segir Tetiana. Þrátt fyrir mikla sorg og reiði í garð Rússa er þakklæti henni þó einnig ofarlega í huga. „Ég er mjög þakklát ykkur og öllum í Evrópu og í öllum heiminum sem styðja Úkraínu. Og þið megið vita að Úkraínumenn eru mjög þakklátir fyrir allt sem þið gerið fyrir okkur, fyrir allan stuðninginn. En þetta er ekki bara okkar stríð, þetta er stríð fyrir lýðræði,“ segir Tetiana.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira