Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. mars 2025 22:34 Forsetarnir tveir áttu kuldaleg og spennuþrungin orðaskipti á fundi í lok febrúar. AP/Mystyslav Chernov Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí forseti Úkraínu sammæltust um að vinna saman að því að binda endi á stríðið við Rússa í klukkutíma löngu símtali í dag. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu þess efnis segir að símtalið hafi gengið „stórkostlega“. Símtalið var fyrsta samtal forsetanna tveggja eftir spennuþrunginn fund þeirra og J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna þann 28. febrúar síðastliðinn. Á honum sökuðu fulltrúar Bandaríkjanna Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi. Í tilkynningunni segir að í símtalinu hafi Selenskí þakkað Trump fyrir stuðning Bandaríkjamanna. Þá hafi þeir sammælst um að senda erindreka sína til fundar í Sádí-Arabíu á næstu dögum. Að auki hafi Selenskí beðið Trump um aukinn stuðning við varnir gegn loftárásum Rússa og Trump heitið því að aðstoða hann. Í símtalinu hafi Trump jafnframt sagt Selenskí frá því sem fór hans og Pútín Rússlandsforseta á milli í símtali í vikunni. Í því símtali hafnaði Pútín tillögu um þrjátíu daga vopnahlé, sem Trump hafði lagt fram og Úkraínumenn samþykkt. Þó hafi Pútín samþykkt að hlé yrði gert á árásum á orkuinnviði. Hléið virðist hafa staðið skammt yfir en í dag sögðu Rússar Úkraínuher hafa skotið á olíubirgðastöð í suðurhluta Rússlands meðan Úkraínumenn sökuðu Rússa um loftárásir á sjúkrahús. Selenskí lýsti símtalinu við Trump sem jákvæðu og einlægu. Þeir væru sammála um að halda áfram að beita sér fyrir tafarlausu vopnahléi. „Eitt fyrsta skrefið í átt að stríðslokum gæti verið að hætta öllum árásum á orkuinnviði og aðra innviði. Ég studdi þetta skref og Úkraína samþykkti að við erum reiðubúin að framkvæma það,“ skrifaði Selenskí að símtalinu loknu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Donald Trump Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Sjá meira
Símtalið var fyrsta samtal forsetanna tveggja eftir spennuþrunginn fund þeirra og J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna þann 28. febrúar síðastliðinn. Á honum sökuðu fulltrúar Bandaríkjanna Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi. Í tilkynningunni segir að í símtalinu hafi Selenskí þakkað Trump fyrir stuðning Bandaríkjamanna. Þá hafi þeir sammælst um að senda erindreka sína til fundar í Sádí-Arabíu á næstu dögum. Að auki hafi Selenskí beðið Trump um aukinn stuðning við varnir gegn loftárásum Rússa og Trump heitið því að aðstoða hann. Í símtalinu hafi Trump jafnframt sagt Selenskí frá því sem fór hans og Pútín Rússlandsforseta á milli í símtali í vikunni. Í því símtali hafnaði Pútín tillögu um þrjátíu daga vopnahlé, sem Trump hafði lagt fram og Úkraínumenn samþykkt. Þó hafi Pútín samþykkt að hlé yrði gert á árásum á orkuinnviði. Hléið virðist hafa staðið skammt yfir en í dag sögðu Rússar Úkraínuher hafa skotið á olíubirgðastöð í suðurhluta Rússlands meðan Úkraínumenn sökuðu Rússa um loftárásir á sjúkrahús. Selenskí lýsti símtalinu við Trump sem jákvæðu og einlægu. Þeir væru sammála um að halda áfram að beita sér fyrir tafarlausu vopnahléi. „Eitt fyrsta skrefið í átt að stríðslokum gæti verið að hætta öllum árásum á orkuinnviði og aðra innviði. Ég studdi þetta skref og Úkraína samþykkti að við erum reiðubúin að framkvæma það,“ skrifaði Selenskí að símtalinu loknu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Donald Trump Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Sjá meira