Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar 20. mars 2025 12:33 Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hótaði í gær íbúum Gaza með orðunum „Þetta er lokaviðvörun“.[1] Orð varnarmálaráðherrans koma eftir að Ísrael rifti vopnahléssamningnum með grimmilegum árásum á Gaza. 710 manneskjur hafa verið myrtar af Ísraelsher síðastliðna tvo sólahringa, að frátöldum þeim sem liggja undir húsarústum. Lokaviðvörun Katz á ekki bara við um íbúa Gaza. Þetta er lokaviðvörun til alþjóðasamfélagsins. Lokaviðvörun til þess að grípa til raunverulegra aðgerða og koma í veg fyrir frekari þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Forsætisráðherra viðraði á síðasta ári ítrekað hugmyndir sínar um að leiða saman Norðurlöndin og önnur Evrópuríki í samtal um viðskiptaþvinganir. Það gerði hún m.a. í grein sem hún birti á Vísi í mars 2024 og í viðtali hjá sama miðli tveimur mánuðum seinna.[2,3] Í viðtali við Heimildina í október sl. minnti forsætisráðherra svoá að Samfylkingin hafi gefið skýrt út að Ísland eigi að hafa forystu um að leiða Norðurlandaþjóðir og fleiri Evrópuríki inn í samtal um viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gaza. „Við eigum að gera þetta af þunga og alvöru,“ sagði forsætisráðherra.[4] Staðan í Palestínu og brot Ísraela á alþjóðalögum hafa einungis versnað síðan forsætisráðherra tjáði sig ítrekað um að leiða Norðurlöndin og fleiri Evrópuríki saman og innleiða viðskiptaþvinganir. Ísrael hefur virt ályktanir Öryggisráðs og allsherjarþings SÞ að vettugi og hunsar öll alþjóðalög, alla bráðabirgðaúrskurði Alþjóðadómstólsins, öll áköll og fordæmingar alþjóðasamfélagsins. Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingarinnar á kosningafundi Félagsins Ísland-Palestína 25. nóvember síðastliðinn voru Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. Þau sögðu að flokkar þeirra styddu kæru Suður-Afríku fyrir alþjóðadómstólnum og viðskiptaþvinganir. Þau sögðu enn frekar að kafli um þetta þyrfti að vera í stjórnarsáttmála. Ég vitna í forseta Alþingis Þórunni Sveinbjarnardóttur: „Hvernig ætlum við að beita okkur innan Nató? Hvernig ætlum við að beita okkur með Norðurlöndunum, hvernig ætlum við að beita okkur fyrir viðskiptaþvingunum, hvernig ætlum við að beita okkur þannig að það verði sett vopnasölubann gagnvart Ísrael, sem er kannski það mikilvægasta núna? …Og ég tek undir með Sigmari, allt þetta verður að vera alveg skýrt þegar ný ríkisstjórn er mynduð.”[5] Ekkert af þessu var skýrt í stjórnarsáttmálanum né í yfirlýsingum þingmanna eftir kosningar. Síðustu daga hefur forsætisráðherra talað um að hún hafi átt „óformleg samtöl” þegar hún er innt eftir því af fjölmiðlum hvort hún standi við orð sín um að eiga frumkvæði að samtali við Norðurlöndin um efnahagslegar- og pólitískar refsiaðgerðir gegn Ísrael. Tími „óformlegra samtala” var í besta falli fyrir 18 mánuðum síðan og sýnir engan veginn þann þunga og alvöru sem forsætisráðherra lýsti yfir að Samfylkingin myndi sýna málinu. Ríkisstjórnin verður að standa við orð sín og sýna það siðferðisþrek sem forsætisráðherra sagði að ríkisstjórn hennar myndi gera. Þjóðin hefur sannarlega sýnt það, meðal annars þegar hún kaus þessa ríkisstjórn til valda sem lofað hafði aðgerðum fyrir Palestínu. Orð Israel Kantz í gær voru lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Hversu mörg þurfa morðin að verða til að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur standi við orð sín? Ríkisstjórnir um allan heim verða að grípa til aðgerða strax. Á morgun komum við saman fyrir framan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu 4 kl: 8:45 og sýnum ríkisstjórninni að við ætlumst til þess að hún standi við orð sín. Höfundur er stjórnarmaður í Félaginu Ísland-Palestína. [1] https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-03-20-israelar-veita-gazabuum-lokavidvorun-439277 [2] https://www.visir.is/g/20242548417d/varanlegt-vopnahle-og-sjalfstaed-palestina [3] https://www.visir.is/g/20242577941d/is-land-leidi-nordur-londin-saman-og-innleidi-vidskiptathvinganir [4] https://heimildin.is/grein/22888/ [5] https://www.facebook.com/share/v/18Ehh4ezUT/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Sjá meira
Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hótaði í gær íbúum Gaza með orðunum „Þetta er lokaviðvörun“.[1] Orð varnarmálaráðherrans koma eftir að Ísrael rifti vopnahléssamningnum með grimmilegum árásum á Gaza. 710 manneskjur hafa verið myrtar af Ísraelsher síðastliðna tvo sólahringa, að frátöldum þeim sem liggja undir húsarústum. Lokaviðvörun Katz á ekki bara við um íbúa Gaza. Þetta er lokaviðvörun til alþjóðasamfélagsins. Lokaviðvörun til þess að grípa til raunverulegra aðgerða og koma í veg fyrir frekari þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Forsætisráðherra viðraði á síðasta ári ítrekað hugmyndir sínar um að leiða saman Norðurlöndin og önnur Evrópuríki í samtal um viðskiptaþvinganir. Það gerði hún m.a. í grein sem hún birti á Vísi í mars 2024 og í viðtali hjá sama miðli tveimur mánuðum seinna.[2,3] Í viðtali við Heimildina í október sl. minnti forsætisráðherra svoá að Samfylkingin hafi gefið skýrt út að Ísland eigi að hafa forystu um að leiða Norðurlandaþjóðir og fleiri Evrópuríki inn í samtal um viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gaza. „Við eigum að gera þetta af þunga og alvöru,“ sagði forsætisráðherra.[4] Staðan í Palestínu og brot Ísraela á alþjóðalögum hafa einungis versnað síðan forsætisráðherra tjáði sig ítrekað um að leiða Norðurlöndin og fleiri Evrópuríki saman og innleiða viðskiptaþvinganir. Ísrael hefur virt ályktanir Öryggisráðs og allsherjarþings SÞ að vettugi og hunsar öll alþjóðalög, alla bráðabirgðaúrskurði Alþjóðadómstólsins, öll áköll og fordæmingar alþjóðasamfélagsins. Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingarinnar á kosningafundi Félagsins Ísland-Palestína 25. nóvember síðastliðinn voru Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. Þau sögðu að flokkar þeirra styddu kæru Suður-Afríku fyrir alþjóðadómstólnum og viðskiptaþvinganir. Þau sögðu enn frekar að kafli um þetta þyrfti að vera í stjórnarsáttmála. Ég vitna í forseta Alþingis Þórunni Sveinbjarnardóttur: „Hvernig ætlum við að beita okkur innan Nató? Hvernig ætlum við að beita okkur með Norðurlöndunum, hvernig ætlum við að beita okkur fyrir viðskiptaþvingunum, hvernig ætlum við að beita okkur þannig að það verði sett vopnasölubann gagnvart Ísrael, sem er kannski það mikilvægasta núna? …Og ég tek undir með Sigmari, allt þetta verður að vera alveg skýrt þegar ný ríkisstjórn er mynduð.”[5] Ekkert af þessu var skýrt í stjórnarsáttmálanum né í yfirlýsingum þingmanna eftir kosningar. Síðustu daga hefur forsætisráðherra talað um að hún hafi átt „óformleg samtöl” þegar hún er innt eftir því af fjölmiðlum hvort hún standi við orð sín um að eiga frumkvæði að samtali við Norðurlöndin um efnahagslegar- og pólitískar refsiaðgerðir gegn Ísrael. Tími „óformlegra samtala” var í besta falli fyrir 18 mánuðum síðan og sýnir engan veginn þann þunga og alvöru sem forsætisráðherra lýsti yfir að Samfylkingin myndi sýna málinu. Ríkisstjórnin verður að standa við orð sín og sýna það siðferðisþrek sem forsætisráðherra sagði að ríkisstjórn hennar myndi gera. Þjóðin hefur sannarlega sýnt það, meðal annars þegar hún kaus þessa ríkisstjórn til valda sem lofað hafði aðgerðum fyrir Palestínu. Orð Israel Kantz í gær voru lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Hversu mörg þurfa morðin að verða til að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur standi við orð sín? Ríkisstjórnir um allan heim verða að grípa til aðgerða strax. Á morgun komum við saman fyrir framan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu 4 kl: 8:45 og sýnum ríkisstjórninni að við ætlumst til þess að hún standi við orð sín. Höfundur er stjórnarmaður í Félaginu Ísland-Palestína. [1] https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-03-20-israelar-veita-gazabuum-lokavidvorun-439277 [2] https://www.visir.is/g/20242548417d/varanlegt-vopnahle-og-sjalfstaed-palestina [3] https://www.visir.is/g/20242577941d/is-land-leidi-nordur-londin-saman-og-innleidi-vidskiptathvinganir [4] https://heimildin.is/grein/22888/ [5] https://www.facebook.com/share/v/18Ehh4ezUT/
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun