Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2025 07:13 Forsetinn undirritaði tilskipunina umkringdur skólabörnum. AP/Jose Luis Magana Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær sem miðar að því að leggja niður menntamálaráðuneyti landsins. Forsetinn sagði tímabært að færa ríkjunum aftur nemendurna. Fréttaskýrendur vestanhafs segja um að ræða pólitískt sjónarspil, enda hefur forsetinn ekki vald til að leggja ráðuneytið niður heldur er það á forræði þingsins. Þá voru skilaboð Trump nokkuð misvísandi en á sama tíma og hann talaði um að leggja ráðuneyti niður sagði hann að það myndi áfram sinna ákveðnum verkefnum. Trump hefur þegar grafið undan ráðuneytinu með því að segja upp meira en helmingi starfsfólksins og gera út um styrki að andvirði 600 milljón dala. Uppsagnirnar komu harðast niður á þeirri deild sem hefur haft umsjón með því að tryggja öllum nemendum aðgengi að menntun, óháð aðstæðum. Forsetinn sagði í gær að ráðuneytið myndi áfram sinna ákveðnum verkefnum, til að mynda að úthluta fjárhagsaðstoð til nemenda, lánum og styrkjum, og fjármagna úrræði fyrir nemendur með sérþarfir og styðja við skólaumdæmi þar sem margir nemenda byggju við fátækt. Einhverjum verkefnanna verður úthlutað til annarra ráðuneyta eða stofnana. Margir íhaldsmenn hafa talað fyrir því að leggja ráðuneytið niður og færa valdið yfir skólamálum aftur til ríkjanna og í hendur foreldra. Skoðanakannanir sýna hins vegar að tveir þriðjuhlutar þjóðarinnar eru á móti. Nokkur samtök hafa þegar lýst því yfir að þau hyggist höfða mál vegna ákvörðunarinnar, meðal annars American Federation of Teachers. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Fréttaskýrendur vestanhafs segja um að ræða pólitískt sjónarspil, enda hefur forsetinn ekki vald til að leggja ráðuneytið niður heldur er það á forræði þingsins. Þá voru skilaboð Trump nokkuð misvísandi en á sama tíma og hann talaði um að leggja ráðuneyti niður sagði hann að það myndi áfram sinna ákveðnum verkefnum. Trump hefur þegar grafið undan ráðuneytinu með því að segja upp meira en helmingi starfsfólksins og gera út um styrki að andvirði 600 milljón dala. Uppsagnirnar komu harðast niður á þeirri deild sem hefur haft umsjón með því að tryggja öllum nemendum aðgengi að menntun, óháð aðstæðum. Forsetinn sagði í gær að ráðuneytið myndi áfram sinna ákveðnum verkefnum, til að mynda að úthluta fjárhagsaðstoð til nemenda, lánum og styrkjum, og fjármagna úrræði fyrir nemendur með sérþarfir og styðja við skólaumdæmi þar sem margir nemenda byggju við fátækt. Einhverjum verkefnanna verður úthlutað til annarra ráðuneyta eða stofnana. Margir íhaldsmenn hafa talað fyrir því að leggja ráðuneytið niður og færa valdið yfir skólamálum aftur til ríkjanna og í hendur foreldra. Skoðanakannanir sýna hins vegar að tveir þriðjuhlutar þjóðarinnar eru á móti. Nokkur samtök hafa þegar lýst því yfir að þau hyggist höfða mál vegna ákvörðunarinnar, meðal annars American Federation of Teachers. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira