Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. mars 2025 10:43 Peskov sagði Vesturlönd ekki hafa staðið við sitt hvað varðaði Svartahafssamkomulagið. AP/Yury Kochetkov Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Rússlandi, segir samkomulag um 30 daga bann gegn árásum á orkuinnviði Úkraínu enn í gildi, þrátt fyrir áframhaldandi loftárásir. Peskov sagði á daglegum blaðamannafundi í morgun að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki fyrirskipað annað en bæði Rússar og Bandaríkjamenn fylgdust vel með þróun mála. Rússar og Úkraínumenn hafa skipst á skotum frá því að umrætt bann tók gildi en Rússar sendu meðal annars nærri hundrað dróna yfir til Úkraínu í nótt, á meðan Úkraínumenn greindu frá því að þeir hefðu eyðilagt fjórar herþyrlur í Belgorod í Rússlandi með Himars eldflaugum frá Bandaríkjunum. Peskov sagði á fundinum í morgun að stjórnvöld í Moskvu og Washington deildu þeirri afstöðu að nauðsynlegt væri að þoka málum í samkomulagsátt til að binda enda á átökin í Úkraínu. Margt væri hins vegar enn óútkljáð en ljóst er að langt er á milli stjórnvalda í Rússlandi og Úkraínu varðandi þær kröfur sem aðilar hafa sett fram sem forsendur fyrir friði. Viðræður standa yfir á milli samningamanna Bandaríkjanna og Úkraínu og Rússlands í Ríad í Sádi-Arabíu. Úkraínumenn og Rússar munu ekki funda en Bandaríkjamenn eiga milligöngu og funda með aðilum til skiptis. Til umræðu verður meðal annars svokallað Svartahafssamkomulag, sem gerði Úkraínumönnum kleift að flytja kornvörur úr landinu, gegn því að innkaupabanni á rússneskum kornvörum yrði aflétt. Rússar drógu sig úr samkomulaginu ári síðar. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Sádi-Arabía Vladimír Pútín Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Peskov sagði á daglegum blaðamannafundi í morgun að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki fyrirskipað annað en bæði Rússar og Bandaríkjamenn fylgdust vel með þróun mála. Rússar og Úkraínumenn hafa skipst á skotum frá því að umrætt bann tók gildi en Rússar sendu meðal annars nærri hundrað dróna yfir til Úkraínu í nótt, á meðan Úkraínumenn greindu frá því að þeir hefðu eyðilagt fjórar herþyrlur í Belgorod í Rússlandi með Himars eldflaugum frá Bandaríkjunum. Peskov sagði á fundinum í morgun að stjórnvöld í Moskvu og Washington deildu þeirri afstöðu að nauðsynlegt væri að þoka málum í samkomulagsátt til að binda enda á átökin í Úkraínu. Margt væri hins vegar enn óútkljáð en ljóst er að langt er á milli stjórnvalda í Rússlandi og Úkraínu varðandi þær kröfur sem aðilar hafa sett fram sem forsendur fyrir friði. Viðræður standa yfir á milli samningamanna Bandaríkjanna og Úkraínu og Rússlands í Ríad í Sádi-Arabíu. Úkraínumenn og Rússar munu ekki funda en Bandaríkjamenn eiga milligöngu og funda með aðilum til skiptis. Til umræðu verður meðal annars svokallað Svartahafssamkomulag, sem gerði Úkraínumönnum kleift að flytja kornvörur úr landinu, gegn því að innkaupabanni á rússneskum kornvörum yrði aflétt. Rússar drógu sig úr samkomulaginu ári síðar.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Sádi-Arabía Vladimír Pútín Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira