Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Árni Sæberg skrifar 24. mars 2025 13:57 Hér má sjá svokallaða box-bíla. Rauði krossinn Á næstu mánuðum mun Rauði krossinn á Íslandi fá afhenta 25 nýja sjúkrabíla. Um er að ræða sautján svokallaða van-sjúkrabíla eins og þegar þekkjast á götum landsins og átta svokallaða box-bíla, það er sjúkrabíla með kassa. Þetta er í fyrsta sinn sem box-bílar eru keyptir hingað til lands í kjölfar útboðs. Í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum segir að samið hafi verið við Fastus ehf. um kaupin á bílunum 25 með möguleika á að kaupa aðra 25 til viðbótar. Fjársýsla ríkisins hafi haft umsjón með útboðinu, sem auglýst hafi verið á öllu evrópska efnahagssvæðinu. Bifreiðarnar verði smíðaðar hjá BAUS AT í Póllandi, sem hafi smíðað sjúkrabíla fyrir Rauða krossinn undanfarin ár. Rauði krossinn haldi utan um sjúkrabílaflota landsins samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Í því felist að félagið útvegar og annast innkaup á sjúkrabílum auk þess að reka þá sem og tækjabúnað til sjúkraflutninga. „Með tilkomu box-bíla er verið að mæta þörf fyrir betra rými og vinnuaðstöðu inni í sjúkrarýminu. Nú verður hægt að sitja báðum megin við sjúkling inni í sjúkrarýminu þannig að aðgengi að sjúklingi verður mun betra meðan á flutningi stendur, ólíkt hefðbundnum sjúkrabílum þar sem rýmið er takmarkaðra,“ er haft eftir Marinó Má Marinóssyni, verkefnastjóra sjúkraflutninga hjá Rauða krossinum. Kassarnir á box-bílunum séu hannaðir sérstaklega fyrir sjúkraflutninga og skipulag á skápum og hillum í þeim er að sögn Marinós betra og stærra. „Box-bílarnir eru byggðir fyrir mikla notkun og taldir endingarbetri.“ Boxin séu sett saman í einingum og því eigi að vera auðveldara að skipta út eða gera við einstaka hluta, eins og skápa og rafkerfi, án þess að hafa áhrif á aðra hluti í bílnum. „Ég tel þetta mikla framför.“ Gert sé ráð fyrir að nýju bílarnir verði staðsettir á þeim stöðum á landinu þar sem álagið er mest, til dæmis á stóru þéttbýlisstöðunum. Í dag eigi Rauði krossinn og reki 94 sjúkrabíla, þar af séu 80 í notkun en fjórtán hafðir til vara. Meðalaldur flotans sé nú sex ár. Stefnt sé að því að fyrstu bílarnir komi til landsins eftir um 18 mánuði. Sjúkraflutningar Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum segir að samið hafi verið við Fastus ehf. um kaupin á bílunum 25 með möguleika á að kaupa aðra 25 til viðbótar. Fjársýsla ríkisins hafi haft umsjón með útboðinu, sem auglýst hafi verið á öllu evrópska efnahagssvæðinu. Bifreiðarnar verði smíðaðar hjá BAUS AT í Póllandi, sem hafi smíðað sjúkrabíla fyrir Rauða krossinn undanfarin ár. Rauði krossinn haldi utan um sjúkrabílaflota landsins samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Í því felist að félagið útvegar og annast innkaup á sjúkrabílum auk þess að reka þá sem og tækjabúnað til sjúkraflutninga. „Með tilkomu box-bíla er verið að mæta þörf fyrir betra rými og vinnuaðstöðu inni í sjúkrarýminu. Nú verður hægt að sitja báðum megin við sjúkling inni í sjúkrarýminu þannig að aðgengi að sjúklingi verður mun betra meðan á flutningi stendur, ólíkt hefðbundnum sjúkrabílum þar sem rýmið er takmarkaðra,“ er haft eftir Marinó Má Marinóssyni, verkefnastjóra sjúkraflutninga hjá Rauða krossinum. Kassarnir á box-bílunum séu hannaðir sérstaklega fyrir sjúkraflutninga og skipulag á skápum og hillum í þeim er að sögn Marinós betra og stærra. „Box-bílarnir eru byggðir fyrir mikla notkun og taldir endingarbetri.“ Boxin séu sett saman í einingum og því eigi að vera auðveldara að skipta út eða gera við einstaka hluta, eins og skápa og rafkerfi, án þess að hafa áhrif á aðra hluti í bílnum. „Ég tel þetta mikla framför.“ Gert sé ráð fyrir að nýju bílarnir verði staðsettir á þeim stöðum á landinu þar sem álagið er mest, til dæmis á stóru þéttbýlisstöðunum. Í dag eigi Rauði krossinn og reki 94 sjúkrabíla, þar af séu 80 í notkun en fjórtán hafðir til vara. Meðalaldur flotans sé nú sex ár. Stefnt sé að því að fyrstu bílarnir komi til landsins eftir um 18 mánuði.
Sjúkraflutningar Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira