„Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Lovísa Arnardóttir skrifar 25. mars 2025 09:17 Guðlaugur Þór fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni. Vísir/Einar Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og íbúi í Grafarvogi, segir hafa verið lagðar fram hugmyndir um skipulagsbreytingar í Grafarvogi sem myndu breyta hverfinu umtalsvert. Ofuráhersla sé á þéttingu byggðar og skipulagið byggi á að byggja á grænum reitum. Mikil andstaða sé meðal íbúa með breytingar á aðalskipulagi. Á íbúafundinum á fimmtudag átti að kynna breytingar í Grafarvogi um frekari uppbyggingarmöguleika. Kynntar voru breytingar á skipulagi þar sem búið var að fækka nýjum íbúðum úr 476 í 340. Guðlaugur segir fólk ekki flytja ekki í Grafarvog því það þurfi þess, heldur því það vilji það. Guðlaugur fór yfir stöðuna og umræður á hitafundi fyrir helgi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að skipulagsbreytingin sé í kynningu og hægt að setja inn athugasemdir til og með 10. apríl. Búið er að skila inn sjö umsögnum eins og er þar sem íbúar lýsa óánægju með að byggja eigi hærri hús, að verið sé að byggja á bílastæðum og grænum svæðum og að fækka eigi bílastæðum á hvert hús í eitt. Fundurinn var afar fjölsóttur. Reykjavíkurborg Guðlaugur segir skipulagsbreytingarnar ekki hafa verið kynntar vel. Það hafi verið 700 manna fundur fyrir jól þar sem fólk lýsti ekki áhuga á breytingunum. Guðlaugur segir mikið af grænum svæðum í hverfinu og það sé hugsunin að baki hverfisins. Það sé heilnæmt og bæti lífskjör að hafa aðgang að náttúru. „Hugmyndin er einfaldlega þessi: Það var bara keyrt um Grafarvoginn og sagt hér er laus blettur, og hér er laus blettur og það er hægt að setja fullt af húsum hér,“ segir Guðlaugur um skipulagsbreytingar borgarinnar og að upphaflega hafi átt að koma fyrir nærri 500 íbúðum á þessa bletti. Yfirlitskort í verklýsingu aðalskipulagsbreytingarReykjavíkurborg Á fundinum á fimmtudag hafi komið í ljós að ekki hafi verið búið að gera hljóðvistarskýrslur eða greiningu á umferð og embættismenn hafi ætlast til þess að íbúar myndu skipta sér niður þau svæði sem þau búi á og breytingar á svæðinu yrðu kynntar fyrir þeim í stað þess að það yrðu almennar umræður. Hér má sjá uppfærsluna á reitunum eftir að ákveðið var að fækka íbúðum. Myndin er úr skýrslu um drög að breytingu á aðalskipulagi. Reykjavíkurborg „Fólk er að verja hverfið sitt. Þegar það flutti í hverfið er það skrifað út að það sé fullmannað hverfi, fullgert, og auðvitað er enginn að setja sig á móti því að breyta hlutum sem eru í samræmi við það sem þarna gerist. En þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu,“ segir Guðlaugur og þetta sé partur af „trúarbrögðum um ofurþéttingu byggðar“ sem hafi verið í gangi síðustu ár í borginni. Reykjavíkurborg birti stutta tilkynningu um fundinn á vef sínum á föstudag en minntist ekkert á að mikil óánægja hafi verið meðal íbúa um breytingarnar og fyrirkomulag fundarins. Ítarlega er þó fjallað um það í nokkrum fréttum á hverfismiðlinum Grafarvogur.net að fundurinn hafi verið erfiður og mikill hiti á fundinum. Til dæmis er fjallað þar um að íbúar hafi verið verulega óánægðir með að ekki myndu fara fram almennar umræður um skipulagsbreytingarnar. Fólk var óánægt með að geta ekki átt í almennum umræðum heldur að vera skipt á svæði. Reykjavíkurborg Guðlaugur segir fólk búa í hverfinu á ákveðnum forsendum, þeim líði vel, og það hafi enginn stjórnmálamaður komið til þeirra og tilkynnt að það eigi til dæmis að taka grænu svæðin. Það sé ekki verið að taka þau öll en það sé gríðarleg breyting að bæta við rúmum 300 íbúðum á svæði sem núna eru græn. Guðlaugur segir að hann hafi talið að eftir fundinn sem fór fram fyrir jól myndi Reykjavíkurborg leggja málið til hliðar og að þessar breytingar yrðu „jarðaðar“. Í þættinum ræddu þau einnig vilja stjórnmálamanna til að hlusta á kjósendur og eiga við þá almennar umræður. Guðlaugur segir sögulegt hvernig borgin gengur fram í þessu máli. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni að ofan. Ferlið er nú í drögum og stefnt að því að samþykkja breytingar í júlí. Reykjavíkurborg Skipulag Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Umhverfismál Umferð Bítið Bylgjan Tengdar fréttir Umræða um „ofurþéttingu“ sé leidd af Diljá og Guðlaugi Þór Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2024 22:49 Grafarvogsbúar þurfi ekki að óttast blokkir Borgarstjóri segir áhyggjur íbúa Grafavogs af fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu óþarfar. Enginn sé að fá margra hæða blokk í bakgarðinn hjá sér. 30. júní 2024 15:01 Íbúar Grafarvogs óánægðir með þéttingaráform Mikillar óánægju gætir meðal hóps íbúa í Grafarvogi um áform borgarinnar um uppbyggingu í hverfinu. Hópurinn óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima/Sóleyjarima. 27. júní 2024 13:49 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira
Á íbúafundinum á fimmtudag átti að kynna breytingar í Grafarvogi um frekari uppbyggingarmöguleika. Kynntar voru breytingar á skipulagi þar sem búið var að fækka nýjum íbúðum úr 476 í 340. Guðlaugur segir fólk ekki flytja ekki í Grafarvog því það þurfi þess, heldur því það vilji það. Guðlaugur fór yfir stöðuna og umræður á hitafundi fyrir helgi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að skipulagsbreytingin sé í kynningu og hægt að setja inn athugasemdir til og með 10. apríl. Búið er að skila inn sjö umsögnum eins og er þar sem íbúar lýsa óánægju með að byggja eigi hærri hús, að verið sé að byggja á bílastæðum og grænum svæðum og að fækka eigi bílastæðum á hvert hús í eitt. Fundurinn var afar fjölsóttur. Reykjavíkurborg Guðlaugur segir skipulagsbreytingarnar ekki hafa verið kynntar vel. Það hafi verið 700 manna fundur fyrir jól þar sem fólk lýsti ekki áhuga á breytingunum. Guðlaugur segir mikið af grænum svæðum í hverfinu og það sé hugsunin að baki hverfisins. Það sé heilnæmt og bæti lífskjör að hafa aðgang að náttúru. „Hugmyndin er einfaldlega þessi: Það var bara keyrt um Grafarvoginn og sagt hér er laus blettur, og hér er laus blettur og það er hægt að setja fullt af húsum hér,“ segir Guðlaugur um skipulagsbreytingar borgarinnar og að upphaflega hafi átt að koma fyrir nærri 500 íbúðum á þessa bletti. Yfirlitskort í verklýsingu aðalskipulagsbreytingarReykjavíkurborg Á fundinum á fimmtudag hafi komið í ljós að ekki hafi verið búið að gera hljóðvistarskýrslur eða greiningu á umferð og embættismenn hafi ætlast til þess að íbúar myndu skipta sér niður þau svæði sem þau búi á og breytingar á svæðinu yrðu kynntar fyrir þeim í stað þess að það yrðu almennar umræður. Hér má sjá uppfærsluna á reitunum eftir að ákveðið var að fækka íbúðum. Myndin er úr skýrslu um drög að breytingu á aðalskipulagi. Reykjavíkurborg „Fólk er að verja hverfið sitt. Þegar það flutti í hverfið er það skrifað út að það sé fullmannað hverfi, fullgert, og auðvitað er enginn að setja sig á móti því að breyta hlutum sem eru í samræmi við það sem þarna gerist. En þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu,“ segir Guðlaugur og þetta sé partur af „trúarbrögðum um ofurþéttingu byggðar“ sem hafi verið í gangi síðustu ár í borginni. Reykjavíkurborg birti stutta tilkynningu um fundinn á vef sínum á föstudag en minntist ekkert á að mikil óánægja hafi verið meðal íbúa um breytingarnar og fyrirkomulag fundarins. Ítarlega er þó fjallað um það í nokkrum fréttum á hverfismiðlinum Grafarvogur.net að fundurinn hafi verið erfiður og mikill hiti á fundinum. Til dæmis er fjallað þar um að íbúar hafi verið verulega óánægðir með að ekki myndu fara fram almennar umræður um skipulagsbreytingarnar. Fólk var óánægt með að geta ekki átt í almennum umræðum heldur að vera skipt á svæði. Reykjavíkurborg Guðlaugur segir fólk búa í hverfinu á ákveðnum forsendum, þeim líði vel, og það hafi enginn stjórnmálamaður komið til þeirra og tilkynnt að það eigi til dæmis að taka grænu svæðin. Það sé ekki verið að taka þau öll en það sé gríðarleg breyting að bæta við rúmum 300 íbúðum á svæði sem núna eru græn. Guðlaugur segir að hann hafi talið að eftir fundinn sem fór fram fyrir jól myndi Reykjavíkurborg leggja málið til hliðar og að þessar breytingar yrðu „jarðaðar“. Í þættinum ræddu þau einnig vilja stjórnmálamanna til að hlusta á kjósendur og eiga við þá almennar umræður. Guðlaugur segir sögulegt hvernig borgin gengur fram í þessu máli. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni að ofan. Ferlið er nú í drögum og stefnt að því að samþykkja breytingar í júlí. Reykjavíkurborg
Skipulag Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Umhverfismál Umferð Bítið Bylgjan Tengdar fréttir Umræða um „ofurþéttingu“ sé leidd af Diljá og Guðlaugi Þór Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2024 22:49 Grafarvogsbúar þurfi ekki að óttast blokkir Borgarstjóri segir áhyggjur íbúa Grafavogs af fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu óþarfar. Enginn sé að fá margra hæða blokk í bakgarðinn hjá sér. 30. júní 2024 15:01 Íbúar Grafarvogs óánægðir með þéttingaráform Mikillar óánægju gætir meðal hóps íbúa í Grafarvogi um áform borgarinnar um uppbyggingu í hverfinu. Hópurinn óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima/Sóleyjarima. 27. júní 2024 13:49 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira
Umræða um „ofurþéttingu“ sé leidd af Diljá og Guðlaugi Þór Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2024 22:49
Grafarvogsbúar þurfi ekki að óttast blokkir Borgarstjóri segir áhyggjur íbúa Grafavogs af fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu óþarfar. Enginn sé að fá margra hæða blokk í bakgarðinn hjá sér. 30. júní 2024 15:01
Íbúar Grafarvogs óánægðir með þéttingaráform Mikillar óánægju gætir meðal hóps íbúa í Grafarvogi um áform borgarinnar um uppbyggingu í hverfinu. Hópurinn óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima/Sóleyjarima. 27. júní 2024 13:49