Frá þessu greinir Reuters en Coristine hefur áður fangað athygli fjölmiðla, ekki síst fyrir skrautlegt viðurnefni sitt og aldur. Hann er aðeins 19 ára gamall.
Árið 2022, á meðan hann var enn í skóla, ran Coristine fyrirtækið DiamondCDN en CDN stendur fyrir „content delivery network“.
BIG BALLS 🤣🤣🤣 https://t.co/dn4x0DDA9d
— Elon Musk (@elonmusk) February 9, 2025
Meðal notenda DiamondCDN var hópurinn EGodly, sem hefur stært sig af því á samfélagsmiðlum að hafa stolið símanúmerum, brotist inn í tölvupóst löggæsluyfirvalda í Suður-Ameríku og Austur-Evrópu og að hafa stundað rafmyntaþjófnað.
Þá dreifði hópurinn persónuupplýsingum starfsmanns Alríkislögreglunnar (FBI) sem vann að rannsókn sem beindist að því sem er kallað „swatting“, það er þegar hringt er í neyðarnúmer til að tilkynna um skálduð neyðartilfelli, í þeim tilgangi að fá vopnaða lögreglu á staðinn.
Yfirvöld hafa ekki svarað spurningum Reuters um tengsl Coristine við EGodly en Nitin Natarajan, sem var aðstoðarforstjóri CISA í stjórnartíð Joe Biden, segir áhyggjuefni að einstaklingur sem hafi þjónustað EGodly fyrir aðeins tveimur árum hafi nú umfangsmikinn aðgang að opinberum kerfum.