„Þetta er slæmt fyrir fyrirtækin, verra fyrir neytendur,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í gær.
Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, sagði um að ræða „beina árás“ á kanadíska vinnumarkaðinn.
„Við munum verja starfsfólkið okkar, við munum verja fyrirtækin okkar, við munum verja landið okkar og við munum gera það saman,“ sagði Carney.
Síðar um daginn hótaði Trump frekari tollum ef Evrópusambandið og Kanada mynduðu bandalag um að „vinna efnahagslegan skaða á Bandaríkjunum“.
Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japan, sagði stjórnvöld þar í landi íhuga til hvaða aðgerða yrði gripið. „Að sjálfsögðu verða allir möguleikar til skoðunar,“ sagði hann.
Tollarnir munu að óbreyttu taka gildi 2. apríl næstkomandi en Trump hefur verið mjög yfirlýsingaglaður í tollamálum frá því að hann tók við embætti og allt eins mögulegt að áætlunin muni taka breytingum.
Hlutabréf í mörgum af stærstu bílaframleiðendum heims lækkuðu um þrjú til fimm prósent í kjölfar tilkynningarinnar.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun hafa 90 prósent Demókrata áhyggjur af aðgerðum forsetans í tollamálum, 69 prósent óháðra og 57 prósent Repúblikana.