Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar 27. mars 2025 14:02 Mosab Abu Toha er skáld og greinahöfundur fyrir utan það að flytja alheiminum fréttir um rangindin sem eiga sér stað á hverri mínútu í Palestínu. Hann er fæddur 1992, í Al-Shati flóttamannabúðunum í norðurhluta Gaza. Hann hefur gefið út tvö ljóðasöfn, Things You Might Find Hidden in My Ear (2022) og Forest of Noise (2024). Hann er menntaður í íslamska háskólanum í Gaza og Syracuse-háskóla í Bandaríkjunum. Árið 2017 stofnaði hann Edward Said bókasafnið sem býður upp á námskeið og kennslu í menningartjáningu og palestínskri sögu, auk venjulegrar útlánastarfsemi. Bókasafnið hafði þrjú útibú: tvö á Gaza og eitt í Jerúsalem. Gaza útibúin tvö eru nú í rúst. Mosab flytur nú heimsbyggðinni fréttir af þeim hryllingi sem á sér stað í Gaza. Þjóðarmorð, aftökur, aflimanir, sprengingar, pyntingar og hungursneyð. Hann birtir oft á dag færslur á samfélagsmiðlum en hann hefur einnig birt texta í fjölmörgum dagblöðum og tímaritum og komið fram í fréttamiðlum eins og CNN og BBC. Á jóladag 2023 birti The New Yorker lýsingu á flótta hans frá Gaza, þar sem hann var handtekinn, niðurlægður og pyntaður af ísraelskum hermönnum. Norska rithöfundasambandið veitir árlega verðlaun til rithöfunda sem styðja við og stuðla að tjáningarfrelsi og að þessu sinni fengu tveir palestínskir höfundar verðlaunin. Þau Adania Shibli og Mosab Abu Toha. Í umsögn sinni um verðlaunahafana segir sambandið: „Saman standa þau í fremstu víglínunni gegn afmennskun á Palestínumönnum, bæði í Palestínu og hér á Vesturlöndum. Saman sýna þau afmennskunina á Palestínumönnum sem á sér stað í dag.“ Og enn fremur, „Mosab Abu Toha eru veitt verðlaunin fyrir hugrekki sitt til að halda áfram starfi sínu í útlegð í Bandaríkjunum og vera áfram rödd fórnarlamba stríðsins.“ Fyrir fáeinum dögum sagði Mosab frá því á samfélagsmiðlum sínum að sjö stúlkur hefðu verið aflimaðar án deyfingar. Í gær flutti hann fréttir af því hvernig ísraelskir landtökumenn og hermenn réðust inn í þorpið Susiya á Vesturbakkanum, vopnaðir hnífum, kylfum og M-16 rifflum og gengu beint að húsi Hamdan Ballal sem er annar leikstjóri No Other Land, heimildamyndarinnar sem vann Óskarsverðlaun nýverið. Þeir köstuðu steinum að húsi hans, eltu Ballal inn í húsið, börðu hann og tóku hann svo og færðu ísraelsku hermönnunum. Blóð rann úr höfði leikstjórans þar sem hann var færður í herbíl. Hann birtir myndir af fjölda manns á dag á sínum samfélagsmiðlum sem hafa verið myrt hrottalega, nágrannar, kunningjar, börn, ungbörn ungur bóndi sem var að huga að jörðinni sinni, 14 ára efnilegur fótboltaleikmaður. Það versta er að ég gæti haldið endalaust áfram upptalningu, þetta er allt fólk ekki tölur, fólk eins og ég og þú. Ofbeldið sem viðgengst í Palestínu í dag er slíkt að það er varla hægt að horfa, hins vegar getum við ekki og megum ekki líta undan. Mosab Abu Toha yrkir í miðju þjóðarmorði, þar sem illskan á sér engin mörk, af heiðarleika og ótrúlegri elju. Í bók sinni Hlutir sem þú gætir fundið hulda í mínu eyra nær hann á einstakan hátt að lýsa grimmd hversdagslífsins undir hernámi, þar sem ógnin er viðvarandi og árásir sömuleiðis. Ég lýk greininni með ljóði úr fyrstu bók Mosab Abu Toha og mæli eindregið með að fólk lesi og kynni sér verk hans. Það er líklega fátt sem ég og þú getum gert við þessum hrottaskap og afmennskun sem á sér stað í Palestínu í dag en við getum séð, lesið, dreift reynslu þeirra og staðfest tilvist þeirra. Höfundur er skáld, þýðandi og bókavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Mosab Abu Toha er skáld og greinahöfundur fyrir utan það að flytja alheiminum fréttir um rangindin sem eiga sér stað á hverri mínútu í Palestínu. Hann er fæddur 1992, í Al-Shati flóttamannabúðunum í norðurhluta Gaza. Hann hefur gefið út tvö ljóðasöfn, Things You Might Find Hidden in My Ear (2022) og Forest of Noise (2024). Hann er menntaður í íslamska háskólanum í Gaza og Syracuse-háskóla í Bandaríkjunum. Árið 2017 stofnaði hann Edward Said bókasafnið sem býður upp á námskeið og kennslu í menningartjáningu og palestínskri sögu, auk venjulegrar útlánastarfsemi. Bókasafnið hafði þrjú útibú: tvö á Gaza og eitt í Jerúsalem. Gaza útibúin tvö eru nú í rúst. Mosab flytur nú heimsbyggðinni fréttir af þeim hryllingi sem á sér stað í Gaza. Þjóðarmorð, aftökur, aflimanir, sprengingar, pyntingar og hungursneyð. Hann birtir oft á dag færslur á samfélagsmiðlum en hann hefur einnig birt texta í fjölmörgum dagblöðum og tímaritum og komið fram í fréttamiðlum eins og CNN og BBC. Á jóladag 2023 birti The New Yorker lýsingu á flótta hans frá Gaza, þar sem hann var handtekinn, niðurlægður og pyntaður af ísraelskum hermönnum. Norska rithöfundasambandið veitir árlega verðlaun til rithöfunda sem styðja við og stuðla að tjáningarfrelsi og að þessu sinni fengu tveir palestínskir höfundar verðlaunin. Þau Adania Shibli og Mosab Abu Toha. Í umsögn sinni um verðlaunahafana segir sambandið: „Saman standa þau í fremstu víglínunni gegn afmennskun á Palestínumönnum, bæði í Palestínu og hér á Vesturlöndum. Saman sýna þau afmennskunina á Palestínumönnum sem á sér stað í dag.“ Og enn fremur, „Mosab Abu Toha eru veitt verðlaunin fyrir hugrekki sitt til að halda áfram starfi sínu í útlegð í Bandaríkjunum og vera áfram rödd fórnarlamba stríðsins.“ Fyrir fáeinum dögum sagði Mosab frá því á samfélagsmiðlum sínum að sjö stúlkur hefðu verið aflimaðar án deyfingar. Í gær flutti hann fréttir af því hvernig ísraelskir landtökumenn og hermenn réðust inn í þorpið Susiya á Vesturbakkanum, vopnaðir hnífum, kylfum og M-16 rifflum og gengu beint að húsi Hamdan Ballal sem er annar leikstjóri No Other Land, heimildamyndarinnar sem vann Óskarsverðlaun nýverið. Þeir köstuðu steinum að húsi hans, eltu Ballal inn í húsið, börðu hann og tóku hann svo og færðu ísraelsku hermönnunum. Blóð rann úr höfði leikstjórans þar sem hann var færður í herbíl. Hann birtir myndir af fjölda manns á dag á sínum samfélagsmiðlum sem hafa verið myrt hrottalega, nágrannar, kunningjar, börn, ungbörn ungur bóndi sem var að huga að jörðinni sinni, 14 ára efnilegur fótboltaleikmaður. Það versta er að ég gæti haldið endalaust áfram upptalningu, þetta er allt fólk ekki tölur, fólk eins og ég og þú. Ofbeldið sem viðgengst í Palestínu í dag er slíkt að það er varla hægt að horfa, hins vegar getum við ekki og megum ekki líta undan. Mosab Abu Toha yrkir í miðju þjóðarmorði, þar sem illskan á sér engin mörk, af heiðarleika og ótrúlegri elju. Í bók sinni Hlutir sem þú gætir fundið hulda í mínu eyra nær hann á einstakan hátt að lýsa grimmd hversdagslífsins undir hernámi, þar sem ógnin er viðvarandi og árásir sömuleiðis. Ég lýk greininni með ljóði úr fyrstu bók Mosab Abu Toha og mæli eindregið með að fólk lesi og kynni sér verk hans. Það er líklega fátt sem ég og þú getum gert við þessum hrottaskap og afmennskun sem á sér stað í Palestínu í dag en við getum séð, lesið, dreift reynslu þeirra og staðfest tilvist þeirra. Höfundur er skáld, þýðandi og bókavörður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun