Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2025 21:02 Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins. AP/Ben Curtis Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. Upplýsingarnar komu, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal, meðal annars frá Ísrael. Nánar tiltekið komu þær frá manni í Jemen sem njósnar fyrir Ísrael. Spjallhópur þessi hefur vakið gífurlega athygli vegna þess að Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, bætti fyrir mistök blaðamanni í hópinn. Í hópnum voru varaforseti Bandaríkjanna, utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, yfirmaður CIA, yfirmaður allra leyniþjónusta Bandaríkjanna og sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, Úkraínu og Rússlands, sem var þá staddur í Rússlandi, svo einhverjir séu nefndir. Þau töluðu um það hvort gera ætti árásir á Húta, af hverju, hvernig ætti að láta Evrópu borga fyrir árásirnar og hvernig ætti að gera þær. Peta Hegseth, varnarmálaráðherra, deildi meðal annars nákvæmum upplýsingum um hvenær árásirnar ættu að hefjast í Jemen og hvenær næstu bylgjur mundu hefjast yfir daginn. Þrátt fyrir það halda Trump-liðar því fram að engum leynilegum upplýsingum hafi verið deilt í spjallhópnum. Laugardaginn 15. mars, þegar þessar árásir hófust, skrifaði Waltz í hópinn að borin hefðu verið kennsl á æðsta „eldflaugagaur“ Húta. Hann hefði sést ganga inn í hús þar sem kærasta hans bjó og það hefði verið jafnað við jörðu. Waltz nefndi ekki hvaðan þessar upplýsingar kæmu en sagði síðar að þær hefðu komið úr nokkrum áttum. Heimildarmenn WSJ segja meðal annars að einn aðili, sem væri í Jemen að njósna fyrir Ísraela, hefði veitt þessar upplýsingar. Blaðamenn Wall Street Journal spurðu talsmann þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hvort einhverjar upplýsingar fyrir árásirnar hefðu komið frá Ísrael en fengu eingöngu það svar að engum leynilegum upplýsingum hefði verið deilt í spjallhópnum. Ísraelar neituðu að tjá sig. Sérfræðingar segja að atvik eins og það að blaðamanni hafi verið bætt í hópinn og að talað hafi verið um þetta í Signal, geti dregið úr vilja embættismanna í öðrum ríkju Varnarmálaráðuneytið varaði þann 14. mars við því að nota Signal til opinberra samskipta. Trump-liðar hafa gert lítið úr atvikinu. Bæði því að blaðamanni hafi verið bætt í hópinn fyrir mistök og því að umræðan hafi í raun farið fram á Signal, þar sem skilaboðin í hópnum voru stillt til að eyðast sjálfkrafa. Jón og séra-Jón Svo virðist sem engum verði refsað vegna hópsins en Trump kallaði fjaðrafokið kringum „Signalgate“, eins og málið hefur verið nefnt, enn einar nornaveiðarnar. Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna stendur þó frammi fyrir því að missa bæði heimild til að meðhöndla ríkisleyndarmál og vinnuna fyrir að hafa fyrir mistök deilt tölvupósti með blaðamanni. Sá tölvupóstur innihélt engin ríkisleyndarmál, samkvæmt frétt NBC News, en var um löggæsluaðgerð landamæravarða Bandaríkjanna sem var ekki yfirstaðin þegar pósturinn var sendur fyrir mistök í janúar. Pósturinn innihélt upplýsingar um hvenær þessi aðgerð færi fram í Denver en embættismaðurinn áttaði sig strax á mistökunum og hringdi í blaðamanninn. Sá vinnur hjá miðli sem þykir hægri sinnaður og samþykkti að halda póstinum leyndum. Aðgerðin fór fram án vandræða en annar embættismaður kvartaði yfir mistökunum þegar yfirmenn heimavarnaráðuneytisins voru að kenna lekum til fjölmiðla um að landamæraverðir hefðu handtekið færri innflytjendur sem væru í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti en áætlað var. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Upplýsingarnar komu, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal, meðal annars frá Ísrael. Nánar tiltekið komu þær frá manni í Jemen sem njósnar fyrir Ísrael. Spjallhópur þessi hefur vakið gífurlega athygli vegna þess að Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, bætti fyrir mistök blaðamanni í hópinn. Í hópnum voru varaforseti Bandaríkjanna, utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, yfirmaður CIA, yfirmaður allra leyniþjónusta Bandaríkjanna og sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, Úkraínu og Rússlands, sem var þá staddur í Rússlandi, svo einhverjir séu nefndir. Þau töluðu um það hvort gera ætti árásir á Húta, af hverju, hvernig ætti að láta Evrópu borga fyrir árásirnar og hvernig ætti að gera þær. Peta Hegseth, varnarmálaráðherra, deildi meðal annars nákvæmum upplýsingum um hvenær árásirnar ættu að hefjast í Jemen og hvenær næstu bylgjur mundu hefjast yfir daginn. Þrátt fyrir það halda Trump-liðar því fram að engum leynilegum upplýsingum hafi verið deilt í spjallhópnum. Laugardaginn 15. mars, þegar þessar árásir hófust, skrifaði Waltz í hópinn að borin hefðu verið kennsl á æðsta „eldflaugagaur“ Húta. Hann hefði sést ganga inn í hús þar sem kærasta hans bjó og það hefði verið jafnað við jörðu. Waltz nefndi ekki hvaðan þessar upplýsingar kæmu en sagði síðar að þær hefðu komið úr nokkrum áttum. Heimildarmenn WSJ segja meðal annars að einn aðili, sem væri í Jemen að njósna fyrir Ísraela, hefði veitt þessar upplýsingar. Blaðamenn Wall Street Journal spurðu talsmann þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hvort einhverjar upplýsingar fyrir árásirnar hefðu komið frá Ísrael en fengu eingöngu það svar að engum leynilegum upplýsingum hefði verið deilt í spjallhópnum. Ísraelar neituðu að tjá sig. Sérfræðingar segja að atvik eins og það að blaðamanni hafi verið bætt í hópinn og að talað hafi verið um þetta í Signal, geti dregið úr vilja embættismanna í öðrum ríkju Varnarmálaráðuneytið varaði þann 14. mars við því að nota Signal til opinberra samskipta. Trump-liðar hafa gert lítið úr atvikinu. Bæði því að blaðamanni hafi verið bætt í hópinn fyrir mistök og því að umræðan hafi í raun farið fram á Signal, þar sem skilaboðin í hópnum voru stillt til að eyðast sjálfkrafa. Jón og séra-Jón Svo virðist sem engum verði refsað vegna hópsins en Trump kallaði fjaðrafokið kringum „Signalgate“, eins og málið hefur verið nefnt, enn einar nornaveiðarnar. Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna stendur þó frammi fyrir því að missa bæði heimild til að meðhöndla ríkisleyndarmál og vinnuna fyrir að hafa fyrir mistök deilt tölvupósti með blaðamanni. Sá tölvupóstur innihélt engin ríkisleyndarmál, samkvæmt frétt NBC News, en var um löggæsluaðgerð landamæravarða Bandaríkjanna sem var ekki yfirstaðin þegar pósturinn var sendur fyrir mistök í janúar. Pósturinn innihélt upplýsingar um hvenær þessi aðgerð færi fram í Denver en embættismaðurinn áttaði sig strax á mistökunum og hringdi í blaðamanninn. Sá vinnur hjá miðli sem þykir hægri sinnaður og samþykkti að halda póstinum leyndum. Aðgerðin fór fram án vandræða en annar embættismaður kvartaði yfir mistökunum þegar yfirmenn heimavarnaráðuneytisins voru að kenna lekum til fjölmiðla um að landamæraverðir hefðu handtekið færri innflytjendur sem væru í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti en áætlað var.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira