Innlent

Gerðu upp fyrstu hundrað daga ríkis­stjórnarinnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorgerður Katrín, Kristrún og Inga á fundinum í dag.
Þorgerður Katrín, Kristrún og Inga á fundinum í dag. vísir/Anton Brink

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra boða til fréttamannafundar klukkan 13 í dag. Til umræðu eru fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar.

Fundurinn fer fram í húsakynnum forsætisráðuneytisins við Hverfisgötu 4-6. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á fundi í morgun og verður áætlunin rædd í samhengi við fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar.

Frá undirritun stjórnarsáttmálans í Hafnarborg fyrir hundrað dögum.Vísir/Vilhelm

Ráðherrarnir munu að loknum fundinum svara spurningum fjölmiðla úr sal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×