Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 1. apríl 2025 21:15 vísir/Anton Leikurinn fór fjörleg af stað þar sem bæði lið keyrðu upp gott tempó og sýndu flotta takta sóknarlega. Njarðvík náði fljótlega yfirhöndinni og það var eins og það væri einhver skrekkur í Stjörnunni. Njarðvík var með sannfærandi og sanngjarna forystu eftir fyrsta leikhluta 29-18. Það var eins og allur skrekkur færi úr liði Stjörnunnar í öðrum leikhluta. Þær komu með miklum krafti og náðu að keyra upp góða stemningu á gólfinu. Stjarnan náði 12-0 kafla og snéru leiknum sér í vil 29-30 áður en Einar Árni tók leikhlé fyrir Njarðvík til að skerpa á liði sínu sem hafði ekki náð að skora stig í rúmlega þrjár mínútur. Eftir leikhléið náði Njarðvík loks áttum og liðin skiptast á því að vera með forystuna. Njarðvík náði að komast inn í hálfleikinn tveimur stigum yfir 46-44. Stjarnan mætti með svipuðum krafti út úr hálfleiknum og þær mættu með úr öðrum leikhluta. Voru að ná stoppi varnarlega og klára sínar sóknir. Stjarnan náði 11-1 kafla áður en Njarðvík tók leikhlé til að skerpa á sínu liði í stöðunni 47-55. Það leikhlé virðist hafa kveikt á liði Njarðvíkur sem mættu einbeittar út á gólf aftur og höfðust handa við að snúa taflinu við. Frábær lokasprettur skilaði Njarðvík forystu eftir þriðja leikhluta 66-59. Eftir mikla baráttu og spennu framan af þar sem liðin skiptust á að leiða var fjórði leikhluti í raun aldrei spurning. Njarðvík hélt áfram frá því sem frá var horfið undir lok þriðja leikhluta og hlupu með leikinn örugglega í höfn 84-75. Atvik leiksins Einar Árni tekur leikhlé í stöðunni 47-55 og fer yfir málin með sínu liði. Eftir það kemur Njarðvíkurliðið virkilega einbeitt út og þær snúa leiknum við. Stjörnur og skúrkar Brittany Dinkins hefur oft áður verið meira áberandi en í kvöld en hún endaði þó stigahæst í liði Njarðvíkur með 23 stig. Paulina Hersler kom næst á eftir með 22 stig og tók auk þess 11 fráköst. Diljá Ögn Lárusdóttir var gríðarleg öflug framan af fyrir Stjörnuna en lenti í villuvandræðum sem riðlaði taktinum en hún endaði þó stigahæst í liði Stjörnunnar með 24 stig. Ana Paz steig upp þegar Diljá var ekki inná og setti 19 stig. Dómararnir Jóhannes Páll Friðriksson, Jón Þór Eyþórsson og Daníel Steingrímsson sáu um flautuna í kvöld. Heilt yfir var yfir afskaplega litlu að kvarta við þeirra frammistöðu í kvöld.Stemingin og umgjörðÞað var vel mætt í Njarðvík í kvöld. Njarðvíkingar duglegir að flykkjast á bakvið sitt lið þegar úrslitakeppnin er gengin í garð. Fámennt en góðmennt Stjönumeginn í stúkunni sem lét vel í sér heyra.ViðtölEinar Árni Jóhannsson þjálfari NjarðvíkurErnir Eyjólfsson/Vísir„Sýndum fín gæði á síðustu fimmtán til að læsa þessu“„Fyrst og síðast ánægður með sigurinn og viðsnúninginn. Síðustu fimmtán mínúturnar varnarlega mjög gott en fyrstu 25 mínúturnar varnarlega bara ekki gott verður að segjast alveg eins og er,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld.„Mér fannst við eiga meira inni sóknarlega í dag. Við hittum ekki vel. Við erum undir 30% í þriggja og við missum einhver sex víti svo mér finnst við eiga inni þar. Það er bara partur af og fyrsti leikur er líka snúið fyrirbæri. Það er ákveðið pressa á þér að komast í forystu og ég er bara ánægður með að við höfum afgreitt það,“Njarðvík náði að klára þetta í kvöld í kaflaskiptum leik.„Við vorum að hleypa þeim alltof mikið á körfuna. Þær voru að fá alltof mikið af góðum skotum, góðum sniðskotum og við gerðum illa hvort sem að við fórum í maður eða svæði að halda fólki fyrir framan okkur. Það er náttúrulega niðurdrepandi þegar andstæðingurinn skorar auðveldar körfur aftur og aftur. Það var bara svolítið þannig,“„Þetta var langur tími í gegnum annan leikhluta og fyrstu fimm í þriðja en sýndum fín gæði á síðustu fimmtán til þess að læsa þessu og bara ánægður að fara hérna með sigur“ sagði Einar Árni að lokum.„Eru eins og svampar að moka í sig reynslunni“Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari StjörnunnarVísir/Pawel Cieslikiewicz„Margt rosalega gott hjá okkur og við gerðum vel varnarlega fyrir utan fyrsta leikhluta fannst mér. Við vorum glataðar á móti tveir, þrír svæðinu þarna sem að við eigum að geta gert betri árásir á og við lögum það og við sjáum það líka bara að þegar við erum aggresívar þá erum við góðar, þegar við erum passívar þá erum við lélegar og það var svolítið þannig í dag,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar eftir tapið í kvöld. „Það eru svona lítil mistök sem við hefðum ekki þurft að gera í dag sem varð til þess að við töpum þessum og líka hvað við vorum ragar á móti þessu tveir, þrír svæði. Ég held að það sé svolítið okkar bana biti í dag,“Þrátt fyrir tapið í kvöld er margt jákvætt sem hægt er að taka úr þessum leik fyrir Stjörnuna.„Heldur betur. Við erum með kornungt lið og reynslulaust lið. Berglind hefur aldrei spilað í úrvalsdeild fyrir þetta tímabil, Fanney hefur aldrei fengið svona margar mínútur og Diljá var meidd í fyrra og er að koma til baka. Þetta eru svo margar stelpur sem að eru ekki með þessa reynslu og núna eru þær bara eins og svampar og eru að moka í sig reynslunni,“ sagði Ólafur Jónas að lokum. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Stjarnan
Leikurinn fór fjörleg af stað þar sem bæði lið keyrðu upp gott tempó og sýndu flotta takta sóknarlega. Njarðvík náði fljótlega yfirhöndinni og það var eins og það væri einhver skrekkur í Stjörnunni. Njarðvík var með sannfærandi og sanngjarna forystu eftir fyrsta leikhluta 29-18. Það var eins og allur skrekkur færi úr liði Stjörnunnar í öðrum leikhluta. Þær komu með miklum krafti og náðu að keyra upp góða stemningu á gólfinu. Stjarnan náði 12-0 kafla og snéru leiknum sér í vil 29-30 áður en Einar Árni tók leikhlé fyrir Njarðvík til að skerpa á liði sínu sem hafði ekki náð að skora stig í rúmlega þrjár mínútur. Eftir leikhléið náði Njarðvík loks áttum og liðin skiptast á því að vera með forystuna. Njarðvík náði að komast inn í hálfleikinn tveimur stigum yfir 46-44. Stjarnan mætti með svipuðum krafti út úr hálfleiknum og þær mættu með úr öðrum leikhluta. Voru að ná stoppi varnarlega og klára sínar sóknir. Stjarnan náði 11-1 kafla áður en Njarðvík tók leikhlé til að skerpa á sínu liði í stöðunni 47-55. Það leikhlé virðist hafa kveikt á liði Njarðvíkur sem mættu einbeittar út á gólf aftur og höfðust handa við að snúa taflinu við. Frábær lokasprettur skilaði Njarðvík forystu eftir þriðja leikhluta 66-59. Eftir mikla baráttu og spennu framan af þar sem liðin skiptust á að leiða var fjórði leikhluti í raun aldrei spurning. Njarðvík hélt áfram frá því sem frá var horfið undir lok þriðja leikhluta og hlupu með leikinn örugglega í höfn 84-75. Atvik leiksins Einar Árni tekur leikhlé í stöðunni 47-55 og fer yfir málin með sínu liði. Eftir það kemur Njarðvíkurliðið virkilega einbeitt út og þær snúa leiknum við. Stjörnur og skúrkar Brittany Dinkins hefur oft áður verið meira áberandi en í kvöld en hún endaði þó stigahæst í liði Njarðvíkur með 23 stig. Paulina Hersler kom næst á eftir með 22 stig og tók auk þess 11 fráköst. Diljá Ögn Lárusdóttir var gríðarleg öflug framan af fyrir Stjörnuna en lenti í villuvandræðum sem riðlaði taktinum en hún endaði þó stigahæst í liði Stjörnunnar með 24 stig. Ana Paz steig upp þegar Diljá var ekki inná og setti 19 stig. Dómararnir Jóhannes Páll Friðriksson, Jón Þór Eyþórsson og Daníel Steingrímsson sáu um flautuna í kvöld. Heilt yfir var yfir afskaplega litlu að kvarta við þeirra frammistöðu í kvöld.Stemingin og umgjörðÞað var vel mætt í Njarðvík í kvöld. Njarðvíkingar duglegir að flykkjast á bakvið sitt lið þegar úrslitakeppnin er gengin í garð. Fámennt en góðmennt Stjönumeginn í stúkunni sem lét vel í sér heyra.ViðtölEinar Árni Jóhannsson þjálfari NjarðvíkurErnir Eyjólfsson/Vísir„Sýndum fín gæði á síðustu fimmtán til að læsa þessu“„Fyrst og síðast ánægður með sigurinn og viðsnúninginn. Síðustu fimmtán mínúturnar varnarlega mjög gott en fyrstu 25 mínúturnar varnarlega bara ekki gott verður að segjast alveg eins og er,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld.„Mér fannst við eiga meira inni sóknarlega í dag. Við hittum ekki vel. Við erum undir 30% í þriggja og við missum einhver sex víti svo mér finnst við eiga inni þar. Það er bara partur af og fyrsti leikur er líka snúið fyrirbæri. Það er ákveðið pressa á þér að komast í forystu og ég er bara ánægður með að við höfum afgreitt það,“Njarðvík náði að klára þetta í kvöld í kaflaskiptum leik.„Við vorum að hleypa þeim alltof mikið á körfuna. Þær voru að fá alltof mikið af góðum skotum, góðum sniðskotum og við gerðum illa hvort sem að við fórum í maður eða svæði að halda fólki fyrir framan okkur. Það er náttúrulega niðurdrepandi þegar andstæðingurinn skorar auðveldar körfur aftur og aftur. Það var bara svolítið þannig,“„Þetta var langur tími í gegnum annan leikhluta og fyrstu fimm í þriðja en sýndum fín gæði á síðustu fimmtán til þess að læsa þessu og bara ánægður að fara hérna með sigur“ sagði Einar Árni að lokum.„Eru eins og svampar að moka í sig reynslunni“Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari StjörnunnarVísir/Pawel Cieslikiewicz„Margt rosalega gott hjá okkur og við gerðum vel varnarlega fyrir utan fyrsta leikhluta fannst mér. Við vorum glataðar á móti tveir, þrír svæðinu þarna sem að við eigum að geta gert betri árásir á og við lögum það og við sjáum það líka bara að þegar við erum aggresívar þá erum við góðar, þegar við erum passívar þá erum við lélegar og það var svolítið þannig í dag,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar eftir tapið í kvöld. „Það eru svona lítil mistök sem við hefðum ekki þurft að gera í dag sem varð til þess að við töpum þessum og líka hvað við vorum ragar á móti þessu tveir, þrír svæði. Ég held að það sé svolítið okkar bana biti í dag,“Þrátt fyrir tapið í kvöld er margt jákvætt sem hægt er að taka úr þessum leik fyrir Stjörnuna.„Heldur betur. Við erum með kornungt lið og reynslulaust lið. Berglind hefur aldrei spilað í úrvalsdeild fyrir þetta tímabil, Fanney hefur aldrei fengið svona margar mínútur og Diljá var meidd í fyrra og er að koma til baka. Þetta eru svo margar stelpur sem að eru ekki með þessa reynslu og núna eru þær bara eins og svampar og eru að moka í sig reynslunni,“ sagði Ólafur Jónas að lokum.