Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 07:47 Cory Booker var ansi hreint uppgefinn þegar hann mætti blaðamönnum fyrir utan þingsal eftir 25 tíma ræðu sína. Getty Cory Booker, öldungadeildarþingmaður New Jersey-ríkis, sló í nótt met í sögu öldungadeildar Bandaríkjaþings með þingræðu sem varði í 25 klukkustundir og fimm mínútur. Þegar hinn 55 ára Booker, sem hefur verið öldungadeildarþingmaður frá 2013, steig upp í ræðustól sagðist hann ætla að vera þar eins lengi og hann þyldi líkamlega. Ræða Bookers snerist um aðgerðir stjórnar Donalds Trump forseta sem þingmaðurinn sagði brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Meðal þess sem Booker gagnrýndi var tollastríð Bandaríkjaforseta, yfirlýsingar hans um að taka yfir bæði Grænland og Kanada og hlutverk Elons Musk, ráðgjafa Trumps, í niðurskurði fjölda opinberra verkefna án aðkomu þingsins. Fastaði í marga daga fyrir ræðuna „Þetta eru ekki venjulegir tímar í landi okkar,“ sagði Booker í upphafi ræðu sinnar. „Og við eigum ekki að láta eins og svo sé í Bandaríska þinginu. Ógnir við Bandarísku þjóðina og bandarískt lýðræði eru alvarlegar og aðkallandi, og við þurfum öll að gera meira til að bregðast við þeim.“ Booker fékk aðstoð frá kollegum sínum í Demókrataflokknum sem spurðu hann spurninga til að hann gæti hvílt sig tímabundið frá ræðuhöldum. Booker blaðraði lengi í ræðustól. Ekki var um beint málþóf að ræða heldur frekar um táknrænan gjörning.AP Eftir 25 klukkutíma og fimm mínútur sagði Booker: „Þetta er stund siðferðis. Þetta er ekki vinstri eða hægri. Þetta er rétt eða rangt. Frú forseti, ég gef eftir gólfið,“ áður en hann haltraði úr þingsalnum. Á meðan á ræðunni stóð drakk Booker aðeins nokkur glös af vatni. Eftir að ræðunni lauk sagði Booker við fréttamenn að hann hefði fastað í nokkra daga fyrir ræðuna. Áður en Booker sló metið í nótt hafði Strom Thurmond, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir Suður-Karólínu, átt ræðumetið. Thurmond hélt uppi málþófi í rúman sólarhring árið 1957 gegn frumvarpi stjórnarinnar um borgaraleg réttindi fyrir svarta Bandaríkjamenn. Ólíkt ræðu Thurmond var markmið Booker ekki að tefja frumvarp stjórnarinnar heldur var fremur um táknræna yfirlýsingu að ræða. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Þegar hinn 55 ára Booker, sem hefur verið öldungadeildarþingmaður frá 2013, steig upp í ræðustól sagðist hann ætla að vera þar eins lengi og hann þyldi líkamlega. Ræða Bookers snerist um aðgerðir stjórnar Donalds Trump forseta sem þingmaðurinn sagði brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Meðal þess sem Booker gagnrýndi var tollastríð Bandaríkjaforseta, yfirlýsingar hans um að taka yfir bæði Grænland og Kanada og hlutverk Elons Musk, ráðgjafa Trumps, í niðurskurði fjölda opinberra verkefna án aðkomu þingsins. Fastaði í marga daga fyrir ræðuna „Þetta eru ekki venjulegir tímar í landi okkar,“ sagði Booker í upphafi ræðu sinnar. „Og við eigum ekki að láta eins og svo sé í Bandaríska þinginu. Ógnir við Bandarísku þjóðina og bandarískt lýðræði eru alvarlegar og aðkallandi, og við þurfum öll að gera meira til að bregðast við þeim.“ Booker fékk aðstoð frá kollegum sínum í Demókrataflokknum sem spurðu hann spurninga til að hann gæti hvílt sig tímabundið frá ræðuhöldum. Booker blaðraði lengi í ræðustól. Ekki var um beint málþóf að ræða heldur frekar um táknrænan gjörning.AP Eftir 25 klukkutíma og fimm mínútur sagði Booker: „Þetta er stund siðferðis. Þetta er ekki vinstri eða hægri. Þetta er rétt eða rangt. Frú forseti, ég gef eftir gólfið,“ áður en hann haltraði úr þingsalnum. Á meðan á ræðunni stóð drakk Booker aðeins nokkur glös af vatni. Eftir að ræðunni lauk sagði Booker við fréttamenn að hann hefði fastað í nokkra daga fyrir ræðuna. Áður en Booker sló metið í nótt hafði Strom Thurmond, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir Suður-Karólínu, átt ræðumetið. Thurmond hélt uppi málþófi í rúman sólarhring árið 1957 gegn frumvarpi stjórnarinnar um borgaraleg réttindi fyrir svarta Bandaríkjamenn. Ólíkt ræðu Thurmond var markmið Booker ekki að tefja frumvarp stjórnarinnar heldur var fremur um táknræna yfirlýsingu að ræða.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira