Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 07:47 Cory Booker var ansi hreint uppgefinn þegar hann mætti blaðamönnum fyrir utan þingsal eftir 25 tíma ræðu sína. Getty Cory Booker, öldungadeildarþingmaður New Jersey-ríkis, sló í nótt met í sögu öldungadeildar Bandaríkjaþings með þingræðu sem varði í 25 klukkustundir og fimm mínútur. Þegar hinn 55 ára Booker, sem hefur verið öldungadeildarþingmaður frá 2013, steig upp í ræðustól sagðist hann ætla að vera þar eins lengi og hann þyldi líkamlega. Ræða Bookers snerist um aðgerðir stjórnar Donalds Trump forseta sem þingmaðurinn sagði brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Meðal þess sem Booker gagnrýndi var tollastríð Bandaríkjaforseta, yfirlýsingar hans um að taka yfir bæði Grænland og Kanada og hlutverk Elons Musk, ráðgjafa Trumps, í niðurskurði fjölda opinberra verkefna án aðkomu þingsins. Fastaði í marga daga fyrir ræðuna „Þetta eru ekki venjulegir tímar í landi okkar,“ sagði Booker í upphafi ræðu sinnar. „Og við eigum ekki að láta eins og svo sé í Bandaríska þinginu. Ógnir við Bandarísku þjóðina og bandarískt lýðræði eru alvarlegar og aðkallandi, og við þurfum öll að gera meira til að bregðast við þeim.“ Booker fékk aðstoð frá kollegum sínum í Demókrataflokknum sem spurðu hann spurninga til að hann gæti hvílt sig tímabundið frá ræðuhöldum. Booker blaðraði lengi í ræðustól. Ekki var um beint málþóf að ræða heldur frekar um táknrænan gjörning.AP Eftir 25 klukkutíma og fimm mínútur sagði Booker: „Þetta er stund siðferðis. Þetta er ekki vinstri eða hægri. Þetta er rétt eða rangt. Frú forseti, ég gef eftir gólfið,“ áður en hann haltraði úr þingsalnum. Á meðan á ræðunni stóð drakk Booker aðeins nokkur glös af vatni. Eftir að ræðunni lauk sagði Booker við fréttamenn að hann hefði fastað í nokkra daga fyrir ræðuna. Áður en Booker sló metið í nótt hafði Strom Thurmond, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir Suður-Karólínu, átt ræðumetið. Thurmond hélt uppi málþófi í rúman sólarhring árið 1957 gegn frumvarpi stjórnarinnar um borgaraleg réttindi fyrir svarta Bandaríkjamenn. Ólíkt ræðu Thurmond var markmið Booker ekki að tefja frumvarp stjórnarinnar heldur var fremur um táknræna yfirlýsingu að ræða. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Þegar hinn 55 ára Booker, sem hefur verið öldungadeildarþingmaður frá 2013, steig upp í ræðustól sagðist hann ætla að vera þar eins lengi og hann þyldi líkamlega. Ræða Bookers snerist um aðgerðir stjórnar Donalds Trump forseta sem þingmaðurinn sagði brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Meðal þess sem Booker gagnrýndi var tollastríð Bandaríkjaforseta, yfirlýsingar hans um að taka yfir bæði Grænland og Kanada og hlutverk Elons Musk, ráðgjafa Trumps, í niðurskurði fjölda opinberra verkefna án aðkomu þingsins. Fastaði í marga daga fyrir ræðuna „Þetta eru ekki venjulegir tímar í landi okkar,“ sagði Booker í upphafi ræðu sinnar. „Og við eigum ekki að láta eins og svo sé í Bandaríska þinginu. Ógnir við Bandarísku þjóðina og bandarískt lýðræði eru alvarlegar og aðkallandi, og við þurfum öll að gera meira til að bregðast við þeim.“ Booker fékk aðstoð frá kollegum sínum í Demókrataflokknum sem spurðu hann spurninga til að hann gæti hvílt sig tímabundið frá ræðuhöldum. Booker blaðraði lengi í ræðustól. Ekki var um beint málþóf að ræða heldur frekar um táknrænan gjörning.AP Eftir 25 klukkutíma og fimm mínútur sagði Booker: „Þetta er stund siðferðis. Þetta er ekki vinstri eða hægri. Þetta er rétt eða rangt. Frú forseti, ég gef eftir gólfið,“ áður en hann haltraði úr þingsalnum. Á meðan á ræðunni stóð drakk Booker aðeins nokkur glös af vatni. Eftir að ræðunni lauk sagði Booker við fréttamenn að hann hefði fastað í nokkra daga fyrir ræðuna. Áður en Booker sló metið í nótt hafði Strom Thurmond, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir Suður-Karólínu, átt ræðumetið. Thurmond hélt uppi málþófi í rúman sólarhring árið 1957 gegn frumvarpi stjórnarinnar um borgaraleg réttindi fyrir svarta Bandaríkjamenn. Ólíkt ræðu Thurmond var markmið Booker ekki að tefja frumvarp stjórnarinnar heldur var fremur um táknræna yfirlýsingu að ræða.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira