Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2025 12:14 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað hernum að auka viðbúnað í Mið-Austurlöndum verulega. AP/Gerard Carreon Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að senda ætti töluverðan herafla til Mið-Austurlanda. Bandaríkjamenn hafa gert umfangsmiklar loftárásir gegn Hútum í Jemen að undanförnu og þá hefur spenna milli ríkisstjórnar Donalds Trump og klerkastjórnarinnar í Íran. Spenna milli ríkisstjórnar Donalds Trump og klerkastjórnarinnar í Íran hefur aukist nokkuð að undanförnu. Klerkastjórnin hefur staðið við bakið á Hútum í Jemen og þá hefur Trump einnig talað um að klerkastjórnin megi ekki koma upp kjarnorkuvopnum. Á sunnudaginn hótaði Trump árásum á Íran og refsiaðgerðum, ef klerkastjórnin gerði ekki samkomulag við Bandaríkin um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Það sem tilkynnt var í gærkvöldi var að veru flugmóðurskipsins Harry S. Truman og meðfylgjandi flota í Mið-Austurlöndum yrði framlengd. Þar að auki yrði flugmóðurskipið Carl Vinson einnig sent á svæðið auk fleiri flugsveita og loftvarnarkerfa. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu er haft eftir talsmanni þess að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hafi gert ljóst að muni Íranar eða leppar þeirra ógna Bandaríkjamönnum eða hagsmunum Bandaríkjanna, verði gripið til aðgerða. Gervihnattamyndir hafa einnig sýnt að minnst sex B-2 sprengjuflugvélum hefur verið flogið til flugstöðvar Bandaríkjanna á Diego Garcia á Indlandshafi. Þær sprengjuvélar geta borið kjarnorkuvopn og sprengjur sem hannaðar eru til að granda styrktum neðanjarðarbyrgjum. B-2 Spirit eru meðal þeirra háþróuðustu í heimi en mjög erfitt er að sjá þær á ratsjám. Þær hafa verið notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Þær yrðu nauðsynlegar til að gera árásir á kjarnorkustöðvar í Íran. Sprengjurnar sem notaðar yrðu til að granda niðurgröfnum kjarnorkurannsóknarstofum í Íran kallast GBU-57 eða „MOP“, sem stendur fyrir „Massive Ordnance Penetrator“. Þær eru rúm tólf tonn að þyngd og sex metra langar. Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, lýsti því yfir á mánudaginn að ef Bandaríkjamenn gerðu árásir á Íran yrði þeim svarað af mikilli hörku. Yfirmenn byltingarvarðar Íran hafa slegið á svipaða strengi og hótað alvarlegum afleiðingum, verði gerðar árásir á Íran. Á hans fyrsta kjörtímabili dró Trump Bandaríkin frá samkomulagi sem mörg af stærstu ríkjum heims gerðu við Íran árið 2015 sem ætlað var að setja takmarkanir á þróun klerkastjórnarinnar á kjarnorkuvopnum í skiptum fyrir niðurfellingu viðskiptaþvingana. Trump beitti þá Íran aftur umfangsmiklum refsiaðgerðum. Hann lét einnig ráða íranska herforingjann Qassim Soleimani af dögum en hann var talinn næst valdamesti maður Íran. Klerkastjórnin í Íran hefur á undanförnum árum verið sökuð um ráðabrugg um að ráða Trump af dögum. Frá því Trump rifti kjarnorkusamkomulaginu hafa íranskir kjarnorkuvísindamenn aukið auðgun úrans umtalsvert og takmörkuðu samhliða því aðgengi eftirlitsaðila að kjarnorkurannsóknarstöðvum sínum. Til að framleiða kjarnorkuvopn þarf að auðga úran í 90 prósenta hreinleika og hafa fregnir borist af því að Íranar eigi mikið af auðguðu úrani sem tiltölulega auðvelt væri að koma í níutíu prósent hreinleika. Ráðamenn í Ísrael hafa lengi sakað Írana um að ætla sér að koma upp kjarnorkuvopnum og gerðu þeir árásir á leynilega rannsóknarstöð í Íran í fyrra. Það var gert samhliða umfangsmiklum árásum á loftvarnarkerfi og eldflaugaframleiðslu Írans, eftir að Íranar skutu fjölda skotflauga að Ísrael. Bandaríkin Jemen Íran Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. 27. mars 2025 21:02 Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika. 16. mars 2025 07:44 Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Spenna milli ríkisstjórnar Donalds Trump og klerkastjórnarinnar í Íran hefur aukist nokkuð að undanförnu. Klerkastjórnin hefur staðið við bakið á Hútum í Jemen og þá hefur Trump einnig talað um að klerkastjórnin megi ekki koma upp kjarnorkuvopnum. Á sunnudaginn hótaði Trump árásum á Íran og refsiaðgerðum, ef klerkastjórnin gerði ekki samkomulag við Bandaríkin um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Það sem tilkynnt var í gærkvöldi var að veru flugmóðurskipsins Harry S. Truman og meðfylgjandi flota í Mið-Austurlöndum yrði framlengd. Þar að auki yrði flugmóðurskipið Carl Vinson einnig sent á svæðið auk fleiri flugsveita og loftvarnarkerfa. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu er haft eftir talsmanni þess að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hafi gert ljóst að muni Íranar eða leppar þeirra ógna Bandaríkjamönnum eða hagsmunum Bandaríkjanna, verði gripið til aðgerða. Gervihnattamyndir hafa einnig sýnt að minnst sex B-2 sprengjuflugvélum hefur verið flogið til flugstöðvar Bandaríkjanna á Diego Garcia á Indlandshafi. Þær sprengjuvélar geta borið kjarnorkuvopn og sprengjur sem hannaðar eru til að granda styrktum neðanjarðarbyrgjum. B-2 Spirit eru meðal þeirra háþróuðustu í heimi en mjög erfitt er að sjá þær á ratsjám. Þær hafa verið notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Þær yrðu nauðsynlegar til að gera árásir á kjarnorkustöðvar í Íran. Sprengjurnar sem notaðar yrðu til að granda niðurgröfnum kjarnorkurannsóknarstofum í Íran kallast GBU-57 eða „MOP“, sem stendur fyrir „Massive Ordnance Penetrator“. Þær eru rúm tólf tonn að þyngd og sex metra langar. Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, lýsti því yfir á mánudaginn að ef Bandaríkjamenn gerðu árásir á Íran yrði þeim svarað af mikilli hörku. Yfirmenn byltingarvarðar Íran hafa slegið á svipaða strengi og hótað alvarlegum afleiðingum, verði gerðar árásir á Íran. Á hans fyrsta kjörtímabili dró Trump Bandaríkin frá samkomulagi sem mörg af stærstu ríkjum heims gerðu við Íran árið 2015 sem ætlað var að setja takmarkanir á þróun klerkastjórnarinnar á kjarnorkuvopnum í skiptum fyrir niðurfellingu viðskiptaþvingana. Trump beitti þá Íran aftur umfangsmiklum refsiaðgerðum. Hann lét einnig ráða íranska herforingjann Qassim Soleimani af dögum en hann var talinn næst valdamesti maður Íran. Klerkastjórnin í Íran hefur á undanförnum árum verið sökuð um ráðabrugg um að ráða Trump af dögum. Frá því Trump rifti kjarnorkusamkomulaginu hafa íranskir kjarnorkuvísindamenn aukið auðgun úrans umtalsvert og takmörkuðu samhliða því aðgengi eftirlitsaðila að kjarnorkurannsóknarstöðvum sínum. Til að framleiða kjarnorkuvopn þarf að auðga úran í 90 prósenta hreinleika og hafa fregnir borist af því að Íranar eigi mikið af auðguðu úrani sem tiltölulega auðvelt væri að koma í níutíu prósent hreinleika. Ráðamenn í Ísrael hafa lengi sakað Írana um að ætla sér að koma upp kjarnorkuvopnum og gerðu þeir árásir á leynilega rannsóknarstöð í Íran í fyrra. Það var gert samhliða umfangsmiklum árásum á loftvarnarkerfi og eldflaugaframleiðslu Írans, eftir að Íranar skutu fjölda skotflauga að Ísrael.
Bandaríkin Jemen Íran Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. 27. mars 2025 21:02 Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika. 16. mars 2025 07:44 Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. 27. mars 2025 21:02
Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika. 16. mars 2025 07:44
Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. 22. desember 2024 07:38