Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2025 15:54 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær upp sex manns úr þjóðaröryggisráði Hvíta hússins. Það gerði hann eftir hálftímalangan fund með fjar-hægri aðgerðasinna og samsæringi sem taldi upp starfsmenn ráðsins sem hún taldi ekki nægilega hliðholla Trump. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sat seinni hluta fundarins með Lauru Loomer, umræddum samsæringi og reyndi að koma starfsfólki sínu til varnar. Hann mun þó hafa haft lítið um málið að segja, samkvæmt frétt New York Times. Aðrir á fundinum voru JD Vance, varaforseti, Susie Wiles, starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sergio Gor, skrifstofustjóri, og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra. Þingmaðurinn Scott Perry var þarna einnig en hann var með eigin lista um starfsfólk Hvíta hússins sem hann sagðist hafa áhyggjur af og vildi ræða við forsetann um. Laura Loomer á ferðinni með Trump í fyrra.AP/Chris Szagole Loomer hefur ekkert formlegt hlutverk í ríkisstjórn Trumps en hefur lengi verið ötull stuðningsmaður hans og fylgdi honum oft í kosningabaráttunni í fyrra. Hún er yfirlýstur múslimahatari og hefur lengi haldið fram samsæriskenningum um málefni eins og árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001. Sjá einnig: Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump AP fréttaveitan segir Trump hafa gert lítið úr aðkomu Loomer að uppsögnunum, þó hann hafi kallað hana mikinn föðurlandsvin. Uppsagnir væru tíðar. „Við erum alltaf að segja upp fólki,“ sagði Trump. „Fólki sem við kunnum ekki við eða fólki sem við teljum að geti ekki unnið starfið eða fólki sem er ef til vill hliðhollt einhverjum öðrum.“ Sjálf hefur Loomer þó eignað sér heiðurinn að uppsögnunum. Þá sagði hún á samfélagsmiðlum að fólkið sem var rekið hefði grafið undan Trump og það væri bersýnilegt á því að verið væri að verja fólkið í fjölmiðlum vestanhafs. Waltz í slæmri stöðu Mike Waltz þykir ekki í góðri stöðu innan veggja Hvíta hússins í kjölfar þess að hann hleypti fyrir mistök blaðamanni inn í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal, þar sem háttsettir meðlimir ríkisstjórnarinnar ræddu árásir á Húta í Jemen. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja að Trump sé ósáttur við Waltz vegna málsins en hann vilji ekki reka hann. Það sé vegna þess að Trump vilji ekki að Hvíta húsið virðist óreiðukennt, eins og það gerði á fyrra kjörtímabili hans þegar starfsmannavelta var gífurlega mikil Ekki er ljóst hvaða áhrif uppsagnirnar munu hafa á Waltz og stöðu hans. Hefur beitt sér gegn aðstoðarmanni Waltz og eiginkonu hans Loomer hefur gengið hart fram gegn nokkrum af meðlimum þjóðaröryggisráðsins á samfélagsmiðlum á undanförnu. Hún hefur beint spjótum sínum sérstaklega að Alex Wong, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, sem var þó ekki rekinn eftir fundinn. New York Times segir Trump hafa talað vel um Wong við ráðgjafa sína. Loomer hefur hins vegar sakað hann um að vera andstæðingur Trumps á þeim grundvelli að eiginkona hans, Candice Wong, vann hjá dómsmálaráðuneytinu þegar Joe Biden og Barack Obama voru forsetar. Hún starfaði einnig þar á fyrsta kjörtímabili Trumps og hefur starfað fyrir Brett M. Kavanaugh, hæstaréttardómara sem Trump skipaði í embætti. Samsæringurinn hefur kallað Candice Wong haldið því fram að Wong sé partur af einhverju samsæri, á þeim grundvelli að hún eigi að vera „kínversk“ en faðir hennar var frá Taívan. Loomer hefur einnig haldið því fram að það hafi verið Alex Wong sem bætti blaðamanninum í áðurnefndan Signal hóp, þó skjáskot sem birt hafa verið sýna að Waltz gerði það. Það á Wong að hafa gert í öðru samsæri fyrir hönd yfirvalda í Kína, með því markmið að smána ríkisstjórn Trumps. Á undanförnum dögum hefur Loomer kallað eftir því að margir opinberir starfsmenn verði reknir úr störfum sínum, á þeim grunni að þeim eigi að vera illa við Trump. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sat seinni hluta fundarins með Lauru Loomer, umræddum samsæringi og reyndi að koma starfsfólki sínu til varnar. Hann mun þó hafa haft lítið um málið að segja, samkvæmt frétt New York Times. Aðrir á fundinum voru JD Vance, varaforseti, Susie Wiles, starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sergio Gor, skrifstofustjóri, og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra. Þingmaðurinn Scott Perry var þarna einnig en hann var með eigin lista um starfsfólk Hvíta hússins sem hann sagðist hafa áhyggjur af og vildi ræða við forsetann um. Laura Loomer á ferðinni með Trump í fyrra.AP/Chris Szagole Loomer hefur ekkert formlegt hlutverk í ríkisstjórn Trumps en hefur lengi verið ötull stuðningsmaður hans og fylgdi honum oft í kosningabaráttunni í fyrra. Hún er yfirlýstur múslimahatari og hefur lengi haldið fram samsæriskenningum um málefni eins og árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001. Sjá einnig: Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump AP fréttaveitan segir Trump hafa gert lítið úr aðkomu Loomer að uppsögnunum, þó hann hafi kallað hana mikinn föðurlandsvin. Uppsagnir væru tíðar. „Við erum alltaf að segja upp fólki,“ sagði Trump. „Fólki sem við kunnum ekki við eða fólki sem við teljum að geti ekki unnið starfið eða fólki sem er ef til vill hliðhollt einhverjum öðrum.“ Sjálf hefur Loomer þó eignað sér heiðurinn að uppsögnunum. Þá sagði hún á samfélagsmiðlum að fólkið sem var rekið hefði grafið undan Trump og það væri bersýnilegt á því að verið væri að verja fólkið í fjölmiðlum vestanhafs. Waltz í slæmri stöðu Mike Waltz þykir ekki í góðri stöðu innan veggja Hvíta hússins í kjölfar þess að hann hleypti fyrir mistök blaðamanni inn í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal, þar sem háttsettir meðlimir ríkisstjórnarinnar ræddu árásir á Húta í Jemen. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja að Trump sé ósáttur við Waltz vegna málsins en hann vilji ekki reka hann. Það sé vegna þess að Trump vilji ekki að Hvíta húsið virðist óreiðukennt, eins og það gerði á fyrra kjörtímabili hans þegar starfsmannavelta var gífurlega mikil Ekki er ljóst hvaða áhrif uppsagnirnar munu hafa á Waltz og stöðu hans. Hefur beitt sér gegn aðstoðarmanni Waltz og eiginkonu hans Loomer hefur gengið hart fram gegn nokkrum af meðlimum þjóðaröryggisráðsins á samfélagsmiðlum á undanförnu. Hún hefur beint spjótum sínum sérstaklega að Alex Wong, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, sem var þó ekki rekinn eftir fundinn. New York Times segir Trump hafa talað vel um Wong við ráðgjafa sína. Loomer hefur hins vegar sakað hann um að vera andstæðingur Trumps á þeim grundvelli að eiginkona hans, Candice Wong, vann hjá dómsmálaráðuneytinu þegar Joe Biden og Barack Obama voru forsetar. Hún starfaði einnig þar á fyrsta kjörtímabili Trumps og hefur starfað fyrir Brett M. Kavanaugh, hæstaréttardómara sem Trump skipaði í embætti. Samsæringurinn hefur kallað Candice Wong haldið því fram að Wong sé partur af einhverju samsæri, á þeim grundvelli að hún eigi að vera „kínversk“ en faðir hennar var frá Taívan. Loomer hefur einnig haldið því fram að það hafi verið Alex Wong sem bætti blaðamanninum í áðurnefndan Signal hóp, þó skjáskot sem birt hafa verið sýna að Waltz gerði það. Það á Wong að hafa gert í öðru samsæri fyrir hönd yfirvalda í Kína, með því markmið að smána ríkisstjórn Trumps. Á undanförnum dögum hefur Loomer kallað eftir því að margir opinberir starfsmenn verði reknir úr störfum sínum, á þeim grunni að þeim eigi að vera illa við Trump.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira