Leik lokið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. apríl 2025 21:15 Örvar Eggertsson kom Stjörnunni yfir, en hvort markið hefði átt að standa er erfitt að segja. vísir/Diego Stjarnan tók á móti FH og fór með 2-1 sigur úr fyrstu umferð Bestu deildar karla. Stjörnumenn skoruðu tvö mörk með skömmu millibili um miðjan seinni hálfleik en annað þeirra hefði líklega ekki átt að standa. Eftir vel heppnaðar skiptingar minnkuðu FH-ingar muninn á lokamínútu venjulegs leiktíma, en tókst ekki að jafna í uppbótartímanum. Yfirburðir Stjörnunnar í upphafi Stjarnan byrjaði leikinn mun betur og skapaði fínustu skotfæri fyrir Samúel Kára og Andra Rúnar fyrstu mínúturnar. FH liðið leit hreinlega mjög illa út í upphafi leiks, en eftir að Stjörnumenn höfðu sótt stíft á þá fyrstu fimmtán mínúturnar stigu Hafnfirðingar upp og urðu hættulegri aðilinn eftir því sem líða fór á hálfleikinn. FH fékk besta færi fyrri hálfleiks Einar Karl í FH fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar boltinn barst til hans í vítateignum, en varnarmaður kom sér fyrir skotið. Fátt var annars um dauðafæri, hjá báðum liðum, hættan var helst í föstum leikatriðum og lausum boltum eftir það. Markalaust að fyrri hálfleik loknum. Tvö mörk með skömmu millibili Seinni hálfleikur fór af stað með sama hætti og sá fyrri, Stjörnumenn í stórsókn, en öfugt við fyrri hálfleikinn tóku FH-ingar ekki við sér eftir kortersleik. Stjörnumenn héldu áfram að sækja og uppskáru mark á 65. mínútu, Benedikt Waren sendi fyrirgjöf úr aukaspyrnu sem Örvar Eggertsson skallaði á markið. Átti fyrra markið að standa? Stórt spurningamerki má reyndar setja við hvort boltinn hafi farið yfir línuna, FH-ingar virtust ná að koma í veg fyrir það og fögnuðu ógurlega á meðan Stjörnumenn voru svekktir á svip, en línuvörðurinn lyfti flagginu og markið stóð. Andri Rúnar Bjarnason tvöfaldaði svo forystuna aðeins þremur mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir stangarskoti Benedikts Waren eftir að Stjörnumenn unnu boltann á vallarhelmingi FH. Fyrirliðinn Böðvar Böðvarsson átti misheppnaða sendingu sem leiddi til marksins. Vel heppnaðar skiptingar FH FH gerði þrefalda breytingu þegar tíu mínútur voru eftir til að reyna að glæða sóknarleik liðsins nýju lífi og minnka muninn, sem gekk alveg eftir plani. Fyrst lagði varamaðurinn Arnór Borg upp úrvalsfæri fyrir Sigurð Bjart, sem byrjaði leikinn reyndar, en skot hans af stuttu færi var varið. Munurinn minnkaður á nítugustu Skömmu síðar skoruðu FH-ingar hins vegar, eftir að varamennirnir Björn Daníel og Dagur Traustason tengdu vel saman. Björn laumaði boltanum inn fyrir á Dag sem kláraði færið á lokamínútu venjulegs leiktíma. Sex mínútna uppbótartíminn varð æsispennandi þökk sé því marki, en fleiri urðu þau ekki og Stjarnan fór með 2-1 sigur úr fyrstu umferðinni. Atvik leiksins Fyrra mark Stjörnunnar, engin spurning. Það er að segja ákvörðun línuvarðar að láta markið standa. Stór ákvörðun sem fór úrskeiðis. Dómarar Falleinkunn fyrir þetta verkefni. Undirritaður er sannfærður um að fyrra mark Stjörnunnar hafi ekki átt að standa, boltinn var ekki allur inni. Engin leið fyrir línuvörðinn að sjá það og hann virtist bara lyfta flagginu því Stjarnan fór að fagna. Svo slepptu dómararnir líka að dæma vítaspyrnu þegar Andri Rúnar var augljóslega togaður niður í teignum á 55. mínútu. Kannski verður það bara línan í sumar samt, alveg eins atvik átti sér stað í opnunarleiknum, sóknarmaður togaður niður á treyjunni í teignum en ekkert dæmt. Besta deild karla Stjarnan FH
Stjarnan tók á móti FH og fór með 2-1 sigur úr fyrstu umferð Bestu deildar karla. Stjörnumenn skoruðu tvö mörk með skömmu millibili um miðjan seinni hálfleik en annað þeirra hefði líklega ekki átt að standa. Eftir vel heppnaðar skiptingar minnkuðu FH-ingar muninn á lokamínútu venjulegs leiktíma, en tókst ekki að jafna í uppbótartímanum. Yfirburðir Stjörnunnar í upphafi Stjarnan byrjaði leikinn mun betur og skapaði fínustu skotfæri fyrir Samúel Kára og Andra Rúnar fyrstu mínúturnar. FH liðið leit hreinlega mjög illa út í upphafi leiks, en eftir að Stjörnumenn höfðu sótt stíft á þá fyrstu fimmtán mínúturnar stigu Hafnfirðingar upp og urðu hættulegri aðilinn eftir því sem líða fór á hálfleikinn. FH fékk besta færi fyrri hálfleiks Einar Karl í FH fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar boltinn barst til hans í vítateignum, en varnarmaður kom sér fyrir skotið. Fátt var annars um dauðafæri, hjá báðum liðum, hættan var helst í föstum leikatriðum og lausum boltum eftir það. Markalaust að fyrri hálfleik loknum. Tvö mörk með skömmu millibili Seinni hálfleikur fór af stað með sama hætti og sá fyrri, Stjörnumenn í stórsókn, en öfugt við fyrri hálfleikinn tóku FH-ingar ekki við sér eftir kortersleik. Stjörnumenn héldu áfram að sækja og uppskáru mark á 65. mínútu, Benedikt Waren sendi fyrirgjöf úr aukaspyrnu sem Örvar Eggertsson skallaði á markið. Átti fyrra markið að standa? Stórt spurningamerki má reyndar setja við hvort boltinn hafi farið yfir línuna, FH-ingar virtust ná að koma í veg fyrir það og fögnuðu ógurlega á meðan Stjörnumenn voru svekktir á svip, en línuvörðurinn lyfti flagginu og markið stóð. Andri Rúnar Bjarnason tvöfaldaði svo forystuna aðeins þremur mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir stangarskoti Benedikts Waren eftir að Stjörnumenn unnu boltann á vallarhelmingi FH. Fyrirliðinn Böðvar Böðvarsson átti misheppnaða sendingu sem leiddi til marksins. Vel heppnaðar skiptingar FH FH gerði þrefalda breytingu þegar tíu mínútur voru eftir til að reyna að glæða sóknarleik liðsins nýju lífi og minnka muninn, sem gekk alveg eftir plani. Fyrst lagði varamaðurinn Arnór Borg upp úrvalsfæri fyrir Sigurð Bjart, sem byrjaði leikinn reyndar, en skot hans af stuttu færi var varið. Munurinn minnkaður á nítugustu Skömmu síðar skoruðu FH-ingar hins vegar, eftir að varamennirnir Björn Daníel og Dagur Traustason tengdu vel saman. Björn laumaði boltanum inn fyrir á Dag sem kláraði færið á lokamínútu venjulegs leiktíma. Sex mínútna uppbótartíminn varð æsispennandi þökk sé því marki, en fleiri urðu þau ekki og Stjarnan fór með 2-1 sigur úr fyrstu umferðinni. Atvik leiksins Fyrra mark Stjörnunnar, engin spurning. Það er að segja ákvörðun línuvarðar að láta markið standa. Stór ákvörðun sem fór úrskeiðis. Dómarar Falleinkunn fyrir þetta verkefni. Undirritaður er sannfærður um að fyrra mark Stjörnunnar hafi ekki átt að standa, boltinn var ekki allur inni. Engin leið fyrir línuvörðinn að sjá það og hann virtist bara lyfta flagginu því Stjarnan fór að fagna. Svo slepptu dómararnir líka að dæma vítaspyrnu þegar Andri Rúnar var augljóslega togaður niður í teignum á 55. mínútu. Kannski verður það bara línan í sumar samt, alveg eins atvik átti sér stað í opnunarleiknum, sóknarmaður togaður niður á treyjunni í teignum en ekkert dæmt.