Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. apríl 2025 19:00 Sérsveitin á vettvangi. Mynd úr safni. vísir/vilhelm Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítillega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka. Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur gefið út nýja skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi. Hættumat helst óbreytt frá síðasta ári þar sem talin er aukin hætta á hryðjuverkaógn, en þó segir að ógnin hafi aukist lítillega. Þar segir að helsta ógnin stafi frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem sæki hvatningu í áróður hægri öfga. Sérstakt áhyggjuefni sé innræting hægri öfgahyggju á netinu. Lögreglan hafi vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum og miðlum þar sem hvatt er til hryðjuverka. „Þarna erum við að tala um spjallþræði, lokuð samskiptaforrit þar sem menn eru tala sín á milli, jafnvel opin forrit. Við sjáum bara að það er virkni og hún er mismunandi frá hverjum tíma. Við höfum séð frumkvæði. Við höfum séð umræður um ýmislegt í þessum hópum. Þar sem menn eru að velta fyrir sér hvað sé hægt að gera í þeirri stöðu sem þeir sjá á íslensku samfélagi,“ segir Finnbogi Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Jafnframt bjóði framfarir gervigreindar upp á auknar áskoranir. „Við sjáum til dæmis bara sprengihótanir sem lögreglunni berast. Þetta verður sífellt betra. Erfiðara að sjá hvort það sé verið að nýta gervigreind eða þá að það sé einhver að skrifa á íslensku sem kann það ekki.“ Ráðamenn og opinberar persónur hafi ástæðu til að huga að sínum öryggismálum. „Ekki bara tengt hryðjuverkum en líka tengt öðrum þáttum í öryggi þeirra. Bregðast við þessari nýju heimsmynd sem er uppi þessa daganna og mánuðina og árin, sérstaklega í vestrænu samfélagi.“ Er ólíklegt að hættustigið verði lækkað miðað við núverandi heimsmynd? „Heimsmyndin eins og hún er í dag er náttúrulega mjög erfið. Staðan er mjög erfið í mjög mörgum málaflokkum. Þannig að út frá því held ég að það sé ólíklegt en það er alltaf möguleiki.“ Lögreglumál Lögreglan Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur gefið út nýja skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi. Hættumat helst óbreytt frá síðasta ári þar sem talin er aukin hætta á hryðjuverkaógn, en þó segir að ógnin hafi aukist lítillega. Þar segir að helsta ógnin stafi frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem sæki hvatningu í áróður hægri öfga. Sérstakt áhyggjuefni sé innræting hægri öfgahyggju á netinu. Lögreglan hafi vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum og miðlum þar sem hvatt er til hryðjuverka. „Þarna erum við að tala um spjallþræði, lokuð samskiptaforrit þar sem menn eru tala sín á milli, jafnvel opin forrit. Við sjáum bara að það er virkni og hún er mismunandi frá hverjum tíma. Við höfum séð frumkvæði. Við höfum séð umræður um ýmislegt í þessum hópum. Þar sem menn eru að velta fyrir sér hvað sé hægt að gera í þeirri stöðu sem þeir sjá á íslensku samfélagi,“ segir Finnbogi Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Jafnframt bjóði framfarir gervigreindar upp á auknar áskoranir. „Við sjáum til dæmis bara sprengihótanir sem lögreglunni berast. Þetta verður sífellt betra. Erfiðara að sjá hvort það sé verið að nýta gervigreind eða þá að það sé einhver að skrifa á íslensku sem kann það ekki.“ Ráðamenn og opinberar persónur hafi ástæðu til að huga að sínum öryggismálum. „Ekki bara tengt hryðjuverkum en líka tengt öðrum þáttum í öryggi þeirra. Bregðast við þessari nýju heimsmynd sem er uppi þessa daganna og mánuðina og árin, sérstaklega í vestrænu samfélagi.“ Er ólíklegt að hættustigið verði lækkað miðað við núverandi heimsmynd? „Heimsmyndin eins og hún er í dag er náttúrulega mjög erfið. Staðan er mjög erfið í mjög mörgum málaflokkum. Þannig að út frá því held ég að það sé ólíklegt en það er alltaf möguleiki.“
Lögreglumál Lögreglan Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira