Erlent

Snjallsímar undan­skildir tollunum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, setti gríðarlega háa tolla á vörur frá Kína fyrr í vikunni.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, setti gríðarlega háa tolla á vörur frá Kína fyrr í vikunni. EPA

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að undanskilja snjallsíma og tölvur frá tollum sem annars hafa verið boðaðir á vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna.

Undanþágan tekur meðal annars til 125 prósenta tolla sem lagðir hafa verið á innflutning frá Kína. Þetta er fyrsta undanþágan sem að Trump veitir Kínverjum. 

Á miðvikudag tilkynnti forsetinn níutíu daga frest á öllum hærri tollgjöldum sem sett höfðu verið á, nema tolla á innfluttar vörur frá Kína. Í staðinn verða sett tíu prósenta tollgjöld á ríkin sem áður höfðu fengið hærri tolla, líkt og Evrópusambandið.

Undanþágan nær yfir snjallsíma og tölvur auk annarra raftækja líkt og hálfleiðara, sólarsellur og minniskort.

Það væri vegna þess að Kínverjar svöruðu tollum Trumps með sínum eigin.

Miklar áhyggjur hafa verið uppi um áhrif á bandarísk tæknifyrirtæki þar sem fyrirséð þótti að verð raftækja gæti farið upp úr öllu valdi. Einkum í ljósi þess að slík tæki eru að miklum hluta framleidd í Kína.

Samkvæmt umfjöllun BBC var gert ráð fyrir að hinn vinsæli iPhone gæti þrefaldast í verði en um áttatíu prósent af símunum eru framleiddir í Kína og tuttugu prósent á Indlandi.

Bandarísk tollayfirvöld greindu frá því seint í gær að fyrrnefndar vörur yrðu jafnframt undanskildar tíu prósenta flötum tollum sem lagðir hafa verið á innflutning frá flestöllum ríkjum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×