Mikilvægur fundur með Íran framundan Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. apríl 2025 21:58 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. EPA Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsið. Þeir ræddu meðal annars tollgjöld forsetans, fund Bandaríkjamanna við Íran og átök á milli Ísrael og Gasa. Trump og Netanjahú ræddu til að mynda tollgjöld sem Trump hefur sett á og átökin á milli Ísrael og Gasa á fundinum sem stóð í um tvær klukkustundir. Eftir fundinn var nokkrum útvöldum blaðamönnum boðið á skrifstofu forsetans til að spyrja spurninga. Til stóð að halda fjölmennan blaðamannafund en honum var aflýst. Í staðinn var fundurinn færður á skrifstofuna þar sem mun færri blaðamenn komust fyrir. Trump sagði einnig á fundinum í skrifstofunni sinni að fulltrúar Bandaríkjanna ættu „stóran fund“ bókaðan með fulltrúum frá Íran. Mikil spenna er nú þegar á milli Bandaríkjanna og klerkastjórnarinnar í Íran en þeir standa við bakið á Hútum í Jemen. Trump vill koma í veg fyrir að Íranir eigi kjarnorkuvopn og hefur einnig sagt Íran að hætta að styðja Húta. Bandaríkjamenn hafa ítrekað ráðist á Húta og sagði forsetinn að bandaríski herinn hefði ollið miklum skaða í röðum Húta. Herinn muni ekki hætta árásum sínum á Húta fyrr en þeir hætti að ráðast á bandarísk skip í Rauðahafinu. Trump svaraði einnig spurningum um tollgjöldin sem hann lagði á fyrir fjórum dögum. Markaðir í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu brugðust illa við. Hann segir fulltrúa margra landa vilja búa til einhvers konar samninga vegna tollgjaldanna og nefnir Japan sem dæmi. Þá endurtók hann fullyrðinguna frá því fyrr í dag að ef Kínverjar dragi ekki til baka mótaðgerðir við tollgjöldunum hans muni Trump leggja fimmtíu prósenta viðbótartoll á kínverskar vörur. Trump forðaðist þá að svara hvort að hann myndi afnema tollgjöldin á Ísrael, sem nema sautján prósetnum. „Við gefum Ísrael milljónir dollara ár hvert,“ sagði hann. „Við sjáum um vini okkar.“ Samkvæmt umfjöllun BBC hvatti forsetinn einnig lönd í Evrópu til að kaupa orku af Bandaríkjunum og hélt því fram að Bandaríkin ættu meiri orku en allir aðrir. Forsætisráðherrann hefur áhyggjur af Sýrlandi Átökin á milli Ísrael og Hamas voru einnig til umræðu en Ísraelar bundu enda á vopnahlé milli fylkinganna í síðasta mánuði. Á fundinum sagði Netanjahú að hann og forsetinn væru að vinna að sýn Trumps um hvernig Gasa ströndin yrði eftir stríðið. Trump hefur áður sagt að hann ætli að flytja alla íbúa Gasastrandarinnar burt, til að mynda til Egyptalands, og reisa þar í staðinn glæsibaðströnd. Hann deildi meðal annars myndbandi á samfélagsmiðlunum sínum búið til að gervigreind í lok febrúar um hvernig „Gasa Trumps“ ætti að vera. Þar mátti til dæmis sjá stóra gullstyttu af honum sjálfum. Á fundinum vísaði Trump í Gasaströndina sem „eign við sjóinn“ og sagði að flytja ætti íbúa Gasa til annarra landi. Það væri þá gott ef að Bandaríkin myndu stjórna svæðinu þar sem það væri „mikilvæg fasteign.“ Netanjahú sagðist hafa áhyggjur af því að önnur ríki myndu nýta sér Sýrland til að ráðast inn í Ísrael og minntist sérstaklega á Tyrki. Þá sagði hann Bandaríkin og Tyrkland vera góða vini. Trump segir að hann og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, séu góðir vinir svo þeir geti fundið út úr öllum vandamálum sem varða Tyrkland, Sýrland og Ísrael. Bandaríkin Ísrael Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Íran Jemen Sýrland Mest lesið Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Trump og Netanjahú ræddu til að mynda tollgjöld sem Trump hefur sett á og átökin á milli Ísrael og Gasa á fundinum sem stóð í um tvær klukkustundir. Eftir fundinn var nokkrum útvöldum blaðamönnum boðið á skrifstofu forsetans til að spyrja spurninga. Til stóð að halda fjölmennan blaðamannafund en honum var aflýst. Í staðinn var fundurinn færður á skrifstofuna þar sem mun færri blaðamenn komust fyrir. Trump sagði einnig á fundinum í skrifstofunni sinni að fulltrúar Bandaríkjanna ættu „stóran fund“ bókaðan með fulltrúum frá Íran. Mikil spenna er nú þegar á milli Bandaríkjanna og klerkastjórnarinnar í Íran en þeir standa við bakið á Hútum í Jemen. Trump vill koma í veg fyrir að Íranir eigi kjarnorkuvopn og hefur einnig sagt Íran að hætta að styðja Húta. Bandaríkjamenn hafa ítrekað ráðist á Húta og sagði forsetinn að bandaríski herinn hefði ollið miklum skaða í röðum Húta. Herinn muni ekki hætta árásum sínum á Húta fyrr en þeir hætti að ráðast á bandarísk skip í Rauðahafinu. Trump svaraði einnig spurningum um tollgjöldin sem hann lagði á fyrir fjórum dögum. Markaðir í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu brugðust illa við. Hann segir fulltrúa margra landa vilja búa til einhvers konar samninga vegna tollgjaldanna og nefnir Japan sem dæmi. Þá endurtók hann fullyrðinguna frá því fyrr í dag að ef Kínverjar dragi ekki til baka mótaðgerðir við tollgjöldunum hans muni Trump leggja fimmtíu prósenta viðbótartoll á kínverskar vörur. Trump forðaðist þá að svara hvort að hann myndi afnema tollgjöldin á Ísrael, sem nema sautján prósetnum. „Við gefum Ísrael milljónir dollara ár hvert,“ sagði hann. „Við sjáum um vini okkar.“ Samkvæmt umfjöllun BBC hvatti forsetinn einnig lönd í Evrópu til að kaupa orku af Bandaríkjunum og hélt því fram að Bandaríkin ættu meiri orku en allir aðrir. Forsætisráðherrann hefur áhyggjur af Sýrlandi Átökin á milli Ísrael og Hamas voru einnig til umræðu en Ísraelar bundu enda á vopnahlé milli fylkinganna í síðasta mánuði. Á fundinum sagði Netanjahú að hann og forsetinn væru að vinna að sýn Trumps um hvernig Gasa ströndin yrði eftir stríðið. Trump hefur áður sagt að hann ætli að flytja alla íbúa Gasastrandarinnar burt, til að mynda til Egyptalands, og reisa þar í staðinn glæsibaðströnd. Hann deildi meðal annars myndbandi á samfélagsmiðlunum sínum búið til að gervigreind í lok febrúar um hvernig „Gasa Trumps“ ætti að vera. Þar mátti til dæmis sjá stóra gullstyttu af honum sjálfum. Á fundinum vísaði Trump í Gasaströndina sem „eign við sjóinn“ og sagði að flytja ætti íbúa Gasa til annarra landi. Það væri þá gott ef að Bandaríkin myndu stjórna svæðinu þar sem það væri „mikilvæg fasteign.“ Netanjahú sagðist hafa áhyggjur af því að önnur ríki myndu nýta sér Sýrland til að ráðast inn í Ísrael og minntist sérstaklega á Tyrki. Þá sagði hann Bandaríkin og Tyrkland vera góða vini. Trump segir að hann og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, séu góðir vinir svo þeir geti fundið út úr öllum vandamálum sem varða Tyrkland, Sýrland og Ísrael.
Bandaríkin Ísrael Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Íran Jemen Sýrland Mest lesið Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira