Mikilvægur fundur með Íran framundan Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. apríl 2025 21:58 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. EPA Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsið. Þeir ræddu meðal annars tollgjöld forsetans, fund Bandaríkjamanna við Íran og átök á milli Ísrael og Gasa. Trump og Netanjahú ræddu til að mynda tollgjöld sem Trump hefur sett á og átökin á milli Ísrael og Gasa á fundinum sem stóð í um tvær klukkustundir. Eftir fundinn var nokkrum útvöldum blaðamönnum boðið á skrifstofu forsetans til að spyrja spurninga. Til stóð að halda fjölmennan blaðamannafund en honum var aflýst. Í staðinn var fundurinn færður á skrifstofuna þar sem mun færri blaðamenn komust fyrir. Trump sagði einnig á fundinum í skrifstofunni sinni að fulltrúar Bandaríkjanna ættu „stóran fund“ bókaðan með fulltrúum frá Íran. Mikil spenna er nú þegar á milli Bandaríkjanna og klerkastjórnarinnar í Íran en þeir standa við bakið á Hútum í Jemen. Trump vill koma í veg fyrir að Íranir eigi kjarnorkuvopn og hefur einnig sagt Íran að hætta að styðja Húta. Bandaríkjamenn hafa ítrekað ráðist á Húta og sagði forsetinn að bandaríski herinn hefði ollið miklum skaða í röðum Húta. Herinn muni ekki hætta árásum sínum á Húta fyrr en þeir hætti að ráðast á bandarísk skip í Rauðahafinu. Trump svaraði einnig spurningum um tollgjöldin sem hann lagði á fyrir fjórum dögum. Markaðir í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu brugðust illa við. Hann segir fulltrúa margra landa vilja búa til einhvers konar samninga vegna tollgjaldanna og nefnir Japan sem dæmi. Þá endurtók hann fullyrðinguna frá því fyrr í dag að ef Kínverjar dragi ekki til baka mótaðgerðir við tollgjöldunum hans muni Trump leggja fimmtíu prósenta viðbótartoll á kínverskar vörur. Trump forðaðist þá að svara hvort að hann myndi afnema tollgjöldin á Ísrael, sem nema sautján prósetnum. „Við gefum Ísrael milljónir dollara ár hvert,“ sagði hann. „Við sjáum um vini okkar.“ Samkvæmt umfjöllun BBC hvatti forsetinn einnig lönd í Evrópu til að kaupa orku af Bandaríkjunum og hélt því fram að Bandaríkin ættu meiri orku en allir aðrir. Forsætisráðherrann hefur áhyggjur af Sýrlandi Átökin á milli Ísrael og Hamas voru einnig til umræðu en Ísraelar bundu enda á vopnahlé milli fylkinganna í síðasta mánuði. Á fundinum sagði Netanjahú að hann og forsetinn væru að vinna að sýn Trumps um hvernig Gasa ströndin yrði eftir stríðið. Trump hefur áður sagt að hann ætli að flytja alla íbúa Gasastrandarinnar burt, til að mynda til Egyptalands, og reisa þar í staðinn glæsibaðströnd. Hann deildi meðal annars myndbandi á samfélagsmiðlunum sínum búið til að gervigreind í lok febrúar um hvernig „Gasa Trumps“ ætti að vera. Þar mátti til dæmis sjá stóra gullstyttu af honum sjálfum. Á fundinum vísaði Trump í Gasaströndina sem „eign við sjóinn“ og sagði að flytja ætti íbúa Gasa til annarra landi. Það væri þá gott ef að Bandaríkin myndu stjórna svæðinu þar sem það væri „mikilvæg fasteign.“ Netanjahú sagðist hafa áhyggjur af því að önnur ríki myndu nýta sér Sýrland til að ráðast inn í Ísrael og minntist sérstaklega á Tyrki. Þá sagði hann Bandaríkin og Tyrkland vera góða vini. Trump segir að hann og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, séu góðir vinir svo þeir geti fundið út úr öllum vandamálum sem varða Tyrkland, Sýrland og Ísrael. Bandaríkin Ísrael Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Íran Jemen Sýrland Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Trump og Netanjahú ræddu til að mynda tollgjöld sem Trump hefur sett á og átökin á milli Ísrael og Gasa á fundinum sem stóð í um tvær klukkustundir. Eftir fundinn var nokkrum útvöldum blaðamönnum boðið á skrifstofu forsetans til að spyrja spurninga. Til stóð að halda fjölmennan blaðamannafund en honum var aflýst. Í staðinn var fundurinn færður á skrifstofuna þar sem mun færri blaðamenn komust fyrir. Trump sagði einnig á fundinum í skrifstofunni sinni að fulltrúar Bandaríkjanna ættu „stóran fund“ bókaðan með fulltrúum frá Íran. Mikil spenna er nú þegar á milli Bandaríkjanna og klerkastjórnarinnar í Íran en þeir standa við bakið á Hútum í Jemen. Trump vill koma í veg fyrir að Íranir eigi kjarnorkuvopn og hefur einnig sagt Íran að hætta að styðja Húta. Bandaríkjamenn hafa ítrekað ráðist á Húta og sagði forsetinn að bandaríski herinn hefði ollið miklum skaða í röðum Húta. Herinn muni ekki hætta árásum sínum á Húta fyrr en þeir hætti að ráðast á bandarísk skip í Rauðahafinu. Trump svaraði einnig spurningum um tollgjöldin sem hann lagði á fyrir fjórum dögum. Markaðir í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu brugðust illa við. Hann segir fulltrúa margra landa vilja búa til einhvers konar samninga vegna tollgjaldanna og nefnir Japan sem dæmi. Þá endurtók hann fullyrðinguna frá því fyrr í dag að ef Kínverjar dragi ekki til baka mótaðgerðir við tollgjöldunum hans muni Trump leggja fimmtíu prósenta viðbótartoll á kínverskar vörur. Trump forðaðist þá að svara hvort að hann myndi afnema tollgjöldin á Ísrael, sem nema sautján prósetnum. „Við gefum Ísrael milljónir dollara ár hvert,“ sagði hann. „Við sjáum um vini okkar.“ Samkvæmt umfjöllun BBC hvatti forsetinn einnig lönd í Evrópu til að kaupa orku af Bandaríkjunum og hélt því fram að Bandaríkin ættu meiri orku en allir aðrir. Forsætisráðherrann hefur áhyggjur af Sýrlandi Átökin á milli Ísrael og Hamas voru einnig til umræðu en Ísraelar bundu enda á vopnahlé milli fylkinganna í síðasta mánuði. Á fundinum sagði Netanjahú að hann og forsetinn væru að vinna að sýn Trumps um hvernig Gasa ströndin yrði eftir stríðið. Trump hefur áður sagt að hann ætli að flytja alla íbúa Gasastrandarinnar burt, til að mynda til Egyptalands, og reisa þar í staðinn glæsibaðströnd. Hann deildi meðal annars myndbandi á samfélagsmiðlunum sínum búið til að gervigreind í lok febrúar um hvernig „Gasa Trumps“ ætti að vera. Þar mátti til dæmis sjá stóra gullstyttu af honum sjálfum. Á fundinum vísaði Trump í Gasaströndina sem „eign við sjóinn“ og sagði að flytja ætti íbúa Gasa til annarra landi. Það væri þá gott ef að Bandaríkin myndu stjórna svæðinu þar sem það væri „mikilvæg fasteign.“ Netanjahú sagðist hafa áhyggjur af því að önnur ríki myndu nýta sér Sýrland til að ráðast inn í Ísrael og minntist sérstaklega á Tyrki. Þá sagði hann Bandaríkin og Tyrkland vera góða vini. Trump segir að hann og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, séu góðir vinir svo þeir geti fundið út úr öllum vandamálum sem varða Tyrkland, Sýrland og Ísrael.
Bandaríkin Ísrael Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Íran Jemen Sýrland Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira