Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2025 12:02 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. Áin Rio Grande markar stóran hluta landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó en bændur beggja vegna landamæranna reiða sig á vatn úr ánni. Landbúnaður í bæði Mexíkó og Bandaríkjunum hefur aukist verulega á undanförnum árum sem hefur leitt til mun meiri vatnsnotkunar. Samkvæmt áðurnefndu samkomulagi eru yfirvöld í Mexíkó skuldbundin til að tryggja að Bandaríkjamenn fái um einn þriðja þess vatns sem flæðir í ánni en vegna þurrka undanfarin ár er mun minna vatn í Rio Grande. Eins og fram kemur í grein Wall Street Journal hefur lítið vatn flætt úr ánni í áveituskurði í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. Trump skrifaði um ástandið á hans eigin samfélagsmiðil á fimmtudaginn þar sem hann sagði að standi Mexíkó ekki við samninginn og útvegi bændum í Texas það vatn sem þeir eiga rétt á, muni hann grípa til aðgerða. Enn sem komið er benda opinber gögn til þess að Mexíkó hafi ekki afhent þrjátíu prósent af því vatni sem ríkið er skuldbundið til að tryggja Bandaríkjamönnum. Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði á föstudaginn að verið væri að vinna í málinu. Líklegt yrði að ásættanleg lausn myndi finnast á næstu dögum. Guardian hefur eftir henni að bændur í Texas muni fá vatn, í samræmi við það sem vatnsstaðan í Rio Grande leyfi. Þá sagði hún að unnið væri að því að gera landbúnað í Mexíkó skilvirkari varðandi vatnsnotkun. Rio Grande markar stóran hluta landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna.EPA/MICHAEL GONZALEZ Svipaða sögu er að segja af bændum í Texas, sem hafa snúið sér í meira mæli að afurðum sem þarfnast ekki eins mikils vatns. Þá eru þeir einnig að grafa tjarnir til að halda rigningarvatni eða steypa áveituskurði, svo vatnið sígi ekki í þurra jörðina áður en það nær til akra þeirra. Þessar afurðir sem þarfnast minna vatns eru þó ekki jafn arðbærar en aðrar og hefur það leitt til meiri tapreksturs. Í fyrra var síðustu sykurvinnslu Texas lokað vegna langvarandi vatnsskorts. Forsvarsmenn sykurræktenda er meðal þeirra sem hafa krafist hörku frá Trump. Hann hefur meðal annars lagt til að Trump komi í veg fyrir að vatn úr Coloradoá flæði til Mexíkó. Samkvæmt samkomulagi um þá á er Bandaríkjunum skylt að tryggja flæði vatns þaðan til Mexíkó. Breyting sem gerð var á samkomulaginu árið 2012 tryggir þó að magnið tekur mið af mögulegum þurrkum en það gerir samkomulagið um Rio Grande ekki. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Umhverfismál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Áin Rio Grande markar stóran hluta landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó en bændur beggja vegna landamæranna reiða sig á vatn úr ánni. Landbúnaður í bæði Mexíkó og Bandaríkjunum hefur aukist verulega á undanförnum árum sem hefur leitt til mun meiri vatnsnotkunar. Samkvæmt áðurnefndu samkomulagi eru yfirvöld í Mexíkó skuldbundin til að tryggja að Bandaríkjamenn fái um einn þriðja þess vatns sem flæðir í ánni en vegna þurrka undanfarin ár er mun minna vatn í Rio Grande. Eins og fram kemur í grein Wall Street Journal hefur lítið vatn flætt úr ánni í áveituskurði í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. Trump skrifaði um ástandið á hans eigin samfélagsmiðil á fimmtudaginn þar sem hann sagði að standi Mexíkó ekki við samninginn og útvegi bændum í Texas það vatn sem þeir eiga rétt á, muni hann grípa til aðgerða. Enn sem komið er benda opinber gögn til þess að Mexíkó hafi ekki afhent þrjátíu prósent af því vatni sem ríkið er skuldbundið til að tryggja Bandaríkjamönnum. Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði á föstudaginn að verið væri að vinna í málinu. Líklegt yrði að ásættanleg lausn myndi finnast á næstu dögum. Guardian hefur eftir henni að bændur í Texas muni fá vatn, í samræmi við það sem vatnsstaðan í Rio Grande leyfi. Þá sagði hún að unnið væri að því að gera landbúnað í Mexíkó skilvirkari varðandi vatnsnotkun. Rio Grande markar stóran hluta landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna.EPA/MICHAEL GONZALEZ Svipaða sögu er að segja af bændum í Texas, sem hafa snúið sér í meira mæli að afurðum sem þarfnast ekki eins mikils vatns. Þá eru þeir einnig að grafa tjarnir til að halda rigningarvatni eða steypa áveituskurði, svo vatnið sígi ekki í þurra jörðina áður en það nær til akra þeirra. Þessar afurðir sem þarfnast minna vatns eru þó ekki jafn arðbærar en aðrar og hefur það leitt til meiri tapreksturs. Í fyrra var síðustu sykurvinnslu Texas lokað vegna langvarandi vatnsskorts. Forsvarsmenn sykurræktenda er meðal þeirra sem hafa krafist hörku frá Trump. Hann hefur meðal annars lagt til að Trump komi í veg fyrir að vatn úr Coloradoá flæði til Mexíkó. Samkvæmt samkomulagi um þá á er Bandaríkjunum skylt að tryggja flæði vatns þaðan til Mexíkó. Breyting sem gerð var á samkomulaginu árið 2012 tryggir þó að magnið tekur mið af mögulegum þurrkum en það gerir samkomulagið um Rio Grande ekki.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Umhverfismál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira