Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. apríl 2025 23:31 Donald Trump hefur sett Harvard háskólanum skilyrði. EPA Harvard háskólinn hefur neitað að fylgja skilyrðum sem Bandaríkjaforseti vill setja skólanum. Forsetinn hótar að greiða skólanum ekki ríkisstyrki verði ekki farið að tilmælunum. Málið hófst í lok mars þegar stjórn forsetans sagðist ætla endurskoða níu milljarða dollara styrk ríkisins til Harvard skólans. Styrkurinn samsvarar rúmri einni billjón íslenskra króna. Reuters greindi frá að ástæðan væri andgyðingsleg hegðun á skólalóð Harvard. Nemendur Harvard, auk annarra háskóla í landinu, höfðu tekið upp á að mótmæla árás Ísraela á Palestínu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vildi þá koma í gegn ýmsum stefnubreytingum innan skólans og segist ætla hætta styrkja Harvard samþykki þeir ekki breytingarnar. Meðal skilyrðanna er að banna andlitsgrímur á skólalóðinni, en nemendur sem mótmæltu voru oft með grímur svo þau þekktust ekki til að koma í veg fyrir að þau yrðu fyrir árásum á netinu. Þá átti skólinn líka að hætta að taka inn nemendur eftir aðferðum byggðum á jöfnu aðgengi nemenda af mismunandi kynþáttum að skólanum. Auk þess áttu stjórnendur skólans að hætta öllum verkefnum sem tengdist fjölbreytni, jöfnuði og innlimun. Forsetinn vill að nemendur og kennarar við skólann hafi minna vald innan skólans og skólastjórnendur tilkynni hegðunarbrot alla erlenda nemenda til alríkisyfirvalda. Einnig eigi að ráða inn utanaðkomandi aðila í hverja fræðadeild til að tryggja að hver deild sé með „fjölbreytt sjónarmið.“ Samkvæmt umfjöllun New York Times kom ekki fram hver fjölbreyttu sjónarmiðin væru en það þýði alla jafna íhaldssöm sjónarmið. Föstudag síðastliðinn sendi forsetinn skólastjórnendum bréf þar sem hann krafðist þessara skilyrða. Stjórnendur Harvard hafa nú neitað að verða að þessum skilyrðum. „Engin stjórnvöld, sama hvaða flokkur er við stjórnvölinn, ætti að ákveða hvað einkareknir skólar mega kenna, hverjum þeir hleypa inn og ráða, hvað þeir kenna og hvaða rannsóknarsvið þeir stunda rannsóknir á,“ sagði Alan Garber, forseti Harvard, í yfirlýsingu. Háskólar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Málið hófst í lok mars þegar stjórn forsetans sagðist ætla endurskoða níu milljarða dollara styrk ríkisins til Harvard skólans. Styrkurinn samsvarar rúmri einni billjón íslenskra króna. Reuters greindi frá að ástæðan væri andgyðingsleg hegðun á skólalóð Harvard. Nemendur Harvard, auk annarra háskóla í landinu, höfðu tekið upp á að mótmæla árás Ísraela á Palestínu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vildi þá koma í gegn ýmsum stefnubreytingum innan skólans og segist ætla hætta styrkja Harvard samþykki þeir ekki breytingarnar. Meðal skilyrðanna er að banna andlitsgrímur á skólalóðinni, en nemendur sem mótmæltu voru oft með grímur svo þau þekktust ekki til að koma í veg fyrir að þau yrðu fyrir árásum á netinu. Þá átti skólinn líka að hætta að taka inn nemendur eftir aðferðum byggðum á jöfnu aðgengi nemenda af mismunandi kynþáttum að skólanum. Auk þess áttu stjórnendur skólans að hætta öllum verkefnum sem tengdist fjölbreytni, jöfnuði og innlimun. Forsetinn vill að nemendur og kennarar við skólann hafi minna vald innan skólans og skólastjórnendur tilkynni hegðunarbrot alla erlenda nemenda til alríkisyfirvalda. Einnig eigi að ráða inn utanaðkomandi aðila í hverja fræðadeild til að tryggja að hver deild sé með „fjölbreytt sjónarmið.“ Samkvæmt umfjöllun New York Times kom ekki fram hver fjölbreyttu sjónarmiðin væru en það þýði alla jafna íhaldssöm sjónarmið. Föstudag síðastliðinn sendi forsetinn skólastjórnendum bréf þar sem hann krafðist þessara skilyrða. Stjórnendur Harvard hafa nú neitað að verða að þessum skilyrðum. „Engin stjórnvöld, sama hvaða flokkur er við stjórnvölinn, ætti að ákveða hvað einkareknir skólar mega kenna, hverjum þeir hleypa inn og ráða, hvað þeir kenna og hvaða rannsóknarsvið þeir stunda rannsóknir á,“ sagði Alan Garber, forseti Harvard, í yfirlýsingu.
Háskólar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira