Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skoraði þrjú í kvöld.
Skoraði þrjú í kvöld. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL

Borussia Dortmund lagði Barcelona 3-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar sem Barcelona vann fyrri leikinn 4-0 eru lærisveinar Hansi Flick komnir áfram á meðan Dortmund er úr leik.

Heimamenn í Dortmund fengu vítaspyrnu strax á 10. mínútu sem Serhou Guirassy skoraði úr. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks en í upphafi þess síðari tvöfaldaði Guirassy forystuna og einvígið allt í einu orðið spennandi, svona næstum.

Úr leik kvöldsins.EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL

Því miður varð Ramy Bensebaini fyrir því óláni að skora sjálfsmark fimm mínútum síðar og þar með má segja að Barcelona hafi endanlega tryggt sæti sitt í undanúrslitum.

Guirassy fullkomnaði þrennu sína áður en leik lauk. Því miður fyrir hann og Dortmund komst heimaliðið ekki nær, lokatölur 3-1 og Barcelona mætir Bayern München eða Inter í undanúrslitum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira