Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2025 18:03 Umfangsmikil leit að manni sem virðist hafa orðið fyrir árás hákarla hefur átt sér stað undan ströndum Ísrael. Líkamsleifar fundust í dag og hafa verið sendar til rannsóknar. AP/Ariel Schalit Lögreglan í Ísrael hefur sent líkamsleifar til rannsóknar eftir umfangsmikla leit að kafara sem virðist hafa orðið fyrir hákarlaárás undan ströndum Hadera í gær. Umræddur staður hefur verið vinsæll meðal kafara og sundmanna sem farið hafa þangað til að synda með hákörlum sem halda þar til. Aðrir strandgestir tóku árásina upp og segjast vitni hafa heyrt manninn kalla í land að hann hafi verið bitinn. Times of Israel hefur eftir konu sem varð vitni að árásinni að hún telji þrjá hákarla hafa ráðist á manninn og í kjölfarið hafi hann horfið. Þá hefur miðillinn eftir öðrum að maðurinn hafi verið við veiðar og hafi verið á leið í land, með fiska sem hann veiddi bundna við belti sitt. Talið sé að þess vegna hafi hákarlarnir ráðist á hann. Annar miðill segir manninn hafa ætlað sér að synda með hákörlunum sem hafi verið á svæðinu. Ynet hefur eftir vini hans að hann hafi varað manninn við því að reyna að synda með hákörlunum. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. Umræddri strönd hefur verið lokað en ungir menn sáust þó í morgun stinga sér þar til sunds. Þeim var þó fljótt skipað aftur í land. Hákarlaárásir eru einkar sjaldgæfar á þessu svæði. Þetta virðist vera þriðja hákarlaárásin undan ströndum Ísrael sem vitað er um og í annað sinn sem manni er banað af hákörlum. Síðast gerðist það árið 1940. AP fréttaveitan segir að margir hákarlar hafi haldið til á svæðinu um árabil og forvitnir sundmenn hafi ítrekað stungið sér til sunds með þeim. Fjöldinn hafi verið sérstaklega mikill um helgina vegna páskahátíðarinnar og að fólk hafi jafnvel tekið upp á því að kasta fiskum til hákarlanna, þvert á viðvaranir sérfræðinga. Ísrael Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Aðrir strandgestir tóku árásina upp og segjast vitni hafa heyrt manninn kalla í land að hann hafi verið bitinn. Times of Israel hefur eftir konu sem varð vitni að árásinni að hún telji þrjá hákarla hafa ráðist á manninn og í kjölfarið hafi hann horfið. Þá hefur miðillinn eftir öðrum að maðurinn hafi verið við veiðar og hafi verið á leið í land, með fiska sem hann veiddi bundna við belti sitt. Talið sé að þess vegna hafi hákarlarnir ráðist á hann. Annar miðill segir manninn hafa ætlað sér að synda með hákörlunum sem hafi verið á svæðinu. Ynet hefur eftir vini hans að hann hafi varað manninn við því að reyna að synda með hákörlunum. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. Umræddri strönd hefur verið lokað en ungir menn sáust þó í morgun stinga sér þar til sunds. Þeim var þó fljótt skipað aftur í land. Hákarlaárásir eru einkar sjaldgæfar á þessu svæði. Þetta virðist vera þriðja hákarlaárásin undan ströndum Ísrael sem vitað er um og í annað sinn sem manni er banað af hákörlum. Síðast gerðist það árið 1940. AP fréttaveitan segir að margir hákarlar hafi haldið til á svæðinu um árabil og forvitnir sundmenn hafi ítrekað stungið sér til sunds með þeim. Fjöldinn hafi verið sérstaklega mikill um helgina vegna páskahátíðarinnar og að fólk hafi jafnvel tekið upp á því að kasta fiskum til hákarlanna, þvert á viðvaranir sérfræðinga.
Ísrael Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira