Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Atli Ísleifsson skrifar 23. apríl 2025 08:12 Mark Carney, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda flokksins, á kosningafundi í Laval í Quebec í gær. AP Rúmlega sjö milljónir kanadískra kjósenda hafa nú kosið utan kjörfundar en þingkosningar fara fram í landinu næstkomandi mánudag. Landskjörstjórn segir að aldrei hafi svo margir kosið utan kjörfundar í þingkosningum. BBC segir frá því að utankjörfundarstaðir hafi verið opnir frá föstudegi til mánudags hefur páskana og bárust fréttir af löngum röðum víðs vegar um land. Tvær milljónir manna mættu og kusu á föstudeginum langa, en í heildina hefur nú um fjórðungur atkvæðisbærra manna kosið. Kosningabaráttan hefur staðið síðustu vikurnar og hefur hún að stórum hluta fjallað um tollastríð Kanada og Bandaríkjanna. Forsætisráðherrann Mark Carney, leiðtogi Frjálslynda flokksins, ákvað að boða til kosninga skömmu eftir að hann tók við formennsku í Frjálslynda flokknum af Justin Trudeau fyrr á árinu. Trudeau tilkynnti um afsögn sína í janúar en hann hafði þá gegnt embætti forsætisráðherra í rúm níu ár. Skoðanakannanir benda til þess að Frjálslyndi flokkurinn hafi fimm prósentustiga forskot á Íhaldsflokkinn, stærsta stjórnarandstöðuflokkinn. Carney mætti á kosningafundi á Eyju Játvarðs prins og í Quebec í gær, en Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, stóð fyrir kosningafundi í Vaughan, úthverfi Toronto. Á fundi sínum sagði Carney að Poilievre væri ekki með neina áætlun hvernig best væri að fást við Donald Trump Bandaríkjaforseta og tollastríð hans, en Trump hefur komið á 25 prósenta toll á allar vörur frá Kanada ef frá eru talar þær sem eru undanþegnar í skjóli fríverslunarsamningi NAFTA. Frjálslyndi flokkurinn hafði undir lok stjórnar Trudeau ítrekað mælst með fylgi undir tuttugu prósentum. Þróunin hefur þó snúist við síðustu vikurnar eftir að Carney, fyrrverandi seðlabankastjóri landsins, tók við og mælist flokkurinn nú stærstur. Kanada Tengdar fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Mark Carney verður næsti forsætisráðherra Kanada, eftir að hafa verið kjörinn formaður Frjálslynda flokksins. 10. mars 2025 06:32 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
BBC segir frá því að utankjörfundarstaðir hafi verið opnir frá föstudegi til mánudags hefur páskana og bárust fréttir af löngum röðum víðs vegar um land. Tvær milljónir manna mættu og kusu á föstudeginum langa, en í heildina hefur nú um fjórðungur atkvæðisbærra manna kosið. Kosningabaráttan hefur staðið síðustu vikurnar og hefur hún að stórum hluta fjallað um tollastríð Kanada og Bandaríkjanna. Forsætisráðherrann Mark Carney, leiðtogi Frjálslynda flokksins, ákvað að boða til kosninga skömmu eftir að hann tók við formennsku í Frjálslynda flokknum af Justin Trudeau fyrr á árinu. Trudeau tilkynnti um afsögn sína í janúar en hann hafði þá gegnt embætti forsætisráðherra í rúm níu ár. Skoðanakannanir benda til þess að Frjálslyndi flokkurinn hafi fimm prósentustiga forskot á Íhaldsflokkinn, stærsta stjórnarandstöðuflokkinn. Carney mætti á kosningafundi á Eyju Játvarðs prins og í Quebec í gær, en Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, stóð fyrir kosningafundi í Vaughan, úthverfi Toronto. Á fundi sínum sagði Carney að Poilievre væri ekki með neina áætlun hvernig best væri að fást við Donald Trump Bandaríkjaforseta og tollastríð hans, en Trump hefur komið á 25 prósenta toll á allar vörur frá Kanada ef frá eru talar þær sem eru undanþegnar í skjóli fríverslunarsamningi NAFTA. Frjálslyndi flokkurinn hafði undir lok stjórnar Trudeau ítrekað mælst með fylgi undir tuttugu prósentum. Þróunin hefur þó snúist við síðustu vikurnar eftir að Carney, fyrrverandi seðlabankastjóri landsins, tók við og mælist flokkurinn nú stærstur.
Kanada Tengdar fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Mark Carney verður næsti forsætisráðherra Kanada, eftir að hafa verið kjörinn formaður Frjálslynda flokksins. 10. mars 2025 06:32 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00
Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Mark Carney verður næsti forsætisráðherra Kanada, eftir að hafa verið kjörinn formaður Frjálslynda flokksins. 10. mars 2025 06:32