Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. apríl 2025 08:00 Derhúfan og stuttermabolurinn sem eru komin á sölu hjá Trump og svo hin klassíska MAGA-derhúfa á kolli forsetans. Getty Vefverslun Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hafið sölu á klæðnaði merktum „Trump 2028“. Forsetinn hefur ýjað að því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2028 þrátt fyrir að hann megi það ekki samkvæmt stjórnarskrá. Hinn 78 ára Trump hefur áður sagt að hann útiloki ekki að bjóða sig fram í þriðja sinn. Í lok mars sagðist hann opinn fyrir því að sitja áfram en það væri of stutt liðið á núverandi forsetatíð hans til að hugsa um það. Þá sagði hann ýmsar leiðir hægt að fara til að bjóða fram í þriðja sinn. Sjá einnig: „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Nú hefur vefverslunin Trump Store byrjað að selja rauðar derhúfur, stuttermaboli og brúsa sem eru merkt „Trump 2028“. Eric Trump með nýju derhúfuna. Eric Trump, miðjusonur Donalds og varaforseti Trump-fyrirtækisins, auglýsti svo varninginn með því að birta mynd af sér með 2028-derhúfuna á Instagram. Derhúfan kostar fimmtíu Bandaríkjadali (um 6.500 íslenskar krónur) og í vörulýsingunni stendur „Framtíðin er björt! Endurskrifaðu reglurnar með Trump 2028-hatti með hárri krúnu.“ Stuttermabolurinn kostar 36 dali og á honum stendur „Trump 2028. (Endurskrifaðu reglurna)“. Vinsældir Trump hafa dalað töluvert frá því hann tók við embætti 20. janúar og hefur kaótísk stjórn hans þegar kemur að tollum spilað stóra rullu þar á sama tíma og framfærslukostnaður hefur aukist. Þyrfti breytingar á stjórnarskrá Einungis einn forseti Bandaríkjanna hefur setið fleiri en tvö kjörtímabil, Franklin D. Roosevelt sem var forseti frá 1933 til 1945 og dó á fyrsta ári fjórða kjörtímabils síns. Eftir dauða hans var ákvæði bætt við stjórnarskrá Bandaríkjanna um að enginn forseti mætti sitja í embætti meira en tvö kjörtímabil, 22. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna. Til að fella þetta ákvæði úr gildi þyrfti stuðning tveggja þriðju þingmanna Bandaríkjanna til að gera breytingar á stjórnarskránni. Önnur leið væri að leiðtogar tveggja þriðju af ríkjum Bandaríkjanna, eða að minnsta kosti 34 ríki, boðuðu til stjórnarskrárþings til að leggja til breytingar á stjórnarskránni. Breytingarnar þyrftu í báðum tilfellum að vera samþykktar af tveimur þriðju ríkjum Bandaríkjanna. Deilt hefur verið um hvort viðaukinn leyfi forseta að verða varaforseti og fara þá leið aftur í forsetaembættið. Í 12. viðauka stjórnarskrárinnar segir að hver sé sem sé ekki kjörgengur til embættis forseta, megi ekki bjóða sig fram til varaforseta. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Hinn 78 ára Trump hefur áður sagt að hann útiloki ekki að bjóða sig fram í þriðja sinn. Í lok mars sagðist hann opinn fyrir því að sitja áfram en það væri of stutt liðið á núverandi forsetatíð hans til að hugsa um það. Þá sagði hann ýmsar leiðir hægt að fara til að bjóða fram í þriðja sinn. Sjá einnig: „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Nú hefur vefverslunin Trump Store byrjað að selja rauðar derhúfur, stuttermaboli og brúsa sem eru merkt „Trump 2028“. Eric Trump með nýju derhúfuna. Eric Trump, miðjusonur Donalds og varaforseti Trump-fyrirtækisins, auglýsti svo varninginn með því að birta mynd af sér með 2028-derhúfuna á Instagram. Derhúfan kostar fimmtíu Bandaríkjadali (um 6.500 íslenskar krónur) og í vörulýsingunni stendur „Framtíðin er björt! Endurskrifaðu reglurnar með Trump 2028-hatti með hárri krúnu.“ Stuttermabolurinn kostar 36 dali og á honum stendur „Trump 2028. (Endurskrifaðu reglurna)“. Vinsældir Trump hafa dalað töluvert frá því hann tók við embætti 20. janúar og hefur kaótísk stjórn hans þegar kemur að tollum spilað stóra rullu þar á sama tíma og framfærslukostnaður hefur aukist. Þyrfti breytingar á stjórnarskrá Einungis einn forseti Bandaríkjanna hefur setið fleiri en tvö kjörtímabil, Franklin D. Roosevelt sem var forseti frá 1933 til 1945 og dó á fyrsta ári fjórða kjörtímabils síns. Eftir dauða hans var ákvæði bætt við stjórnarskrá Bandaríkjanna um að enginn forseti mætti sitja í embætti meira en tvö kjörtímabil, 22. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna. Til að fella þetta ákvæði úr gildi þyrfti stuðning tveggja þriðju þingmanna Bandaríkjanna til að gera breytingar á stjórnarskránni. Önnur leið væri að leiðtogar tveggja þriðju af ríkjum Bandaríkjanna, eða að minnsta kosti 34 ríki, boðuðu til stjórnarskrárþings til að leggja til breytingar á stjórnarskránni. Breytingarnar þyrftu í báðum tilfellum að vera samþykktar af tveimur þriðju ríkjum Bandaríkjanna. Deilt hefur verið um hvort viðaukinn leyfi forseta að verða varaforseti og fara þá leið aftur í forsetaembættið. Í 12. viðauka stjórnarskrárinnar segir að hver sé sem sé ekki kjörgengur til embættis forseta, megi ekki bjóða sig fram til varaforseta.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira