Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. apríl 2025 17:47 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill gera Kanada að 51. fylki Bandaríkjanna. EPA Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann. Mark Cainey, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði til kosninga skömmu eftir að hann tók við af Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, er hann sagði af sér. Trudeau hafði gegn embættinu í rúm níu ár en hann sagði af sér vegna lækkandi fylgis flokksins. Eftir að Cainey tók við jukust vinsældir flokksins til muna. Kosningar baráttan hefur verið lituð af hver viðbrögð frambjóðendanna verða við ákvörðunum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Löndin eiga í tollastríði en að auki hefur Trump ítrekað sagt að Kanada ætti að verða 51. fylki Bandaríkjanna. Trump gaf þá í skyn að Kanadamenn ættu að kjósa sig í kosningunum. „Kjósið manninn sem hefur styrkinn og viskuna til að helminga skattana ykkar, auka völd hersins, frítt, á hæsta stigið í heiminum, hafa bílana ykkar, járnið, álið, timbrið, orkan og öll önnur fyrirtæki FJÓRFALDAST í stærð, MEÐ ENGUM TOLLGJÖLDUM EÐA SKÖTTUM, ef Kanada verður 51. ríki Bandaríkjanna,“ skrifaði Trump í færslu á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social. „Engin tilbúin lína sem var gerð fyrir mörgum árum. Sjáið hversu fallegt þetta landsvæði gæti verið. Frjáls aðgangur með ENGUM LANDAMÆRUM. BARA KOSTIR OG ENGIR GALLAR. ÞESSU ER ÆTLAÐ AÐ GERAST!“ Færsla Donalds Trump þar sem hann hvetur Kanadamenn til að kjósa sig.Skjáskot Þá segir hann Bandaríkin vera styrkja Kanada um hundruði milljarða dollara á hverju ári sem sé ekki skynsamlegt nema Kanada sé fylki í Bandaríkjunum, en um er að ræða rangfærslur líkt og kemur fram í umfjöllun CBC. Segir forsetanum að hætta að skipta sér af Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta fóru ekki vel í frambjóðendur. Pierre Poilievre, formaður Íhaldsflokksins sagði Trump að hætta skipta sér af kosningunum. „Trump forseti, haltu þér frá okkar kosningum. Eina fólkið sem mun ákveða framtíð Kanada eru Kanadamennirnir í kjörklefunum,“ skrifaði Poilievre á samfélagsmiðilinn X. „Kanada verður alltaf stolt, fullvalda og sjálfstætt og við verðum ALDREI 51. fylkið.“ President Trump, stay out of our election. The only people who will decide the future of Canada are Canadians at the ballot box.Canada will always be proud, sovereign and independent and we will NEVER be the 51st state.Today Canadians can vote for change so we can strengthen…— Pierre Poilievre (@PierrePoilievre) April 28, 2025 Carney hefur áður talað opinberlega gegn Bandaríkjaforsetanum og hugmyndum hans um að gera Kanada að fylki. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Carney á blaðamannafundi í mars. Bandaríkin Kanada Donald Trump Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Mark Cainey, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði til kosninga skömmu eftir að hann tók við af Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, er hann sagði af sér. Trudeau hafði gegn embættinu í rúm níu ár en hann sagði af sér vegna lækkandi fylgis flokksins. Eftir að Cainey tók við jukust vinsældir flokksins til muna. Kosningar baráttan hefur verið lituð af hver viðbrögð frambjóðendanna verða við ákvörðunum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Löndin eiga í tollastríði en að auki hefur Trump ítrekað sagt að Kanada ætti að verða 51. fylki Bandaríkjanna. Trump gaf þá í skyn að Kanadamenn ættu að kjósa sig í kosningunum. „Kjósið manninn sem hefur styrkinn og viskuna til að helminga skattana ykkar, auka völd hersins, frítt, á hæsta stigið í heiminum, hafa bílana ykkar, járnið, álið, timbrið, orkan og öll önnur fyrirtæki FJÓRFALDAST í stærð, MEÐ ENGUM TOLLGJÖLDUM EÐA SKÖTTUM, ef Kanada verður 51. ríki Bandaríkjanna,“ skrifaði Trump í færslu á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social. „Engin tilbúin lína sem var gerð fyrir mörgum árum. Sjáið hversu fallegt þetta landsvæði gæti verið. Frjáls aðgangur með ENGUM LANDAMÆRUM. BARA KOSTIR OG ENGIR GALLAR. ÞESSU ER ÆTLAÐ AÐ GERAST!“ Færsla Donalds Trump þar sem hann hvetur Kanadamenn til að kjósa sig.Skjáskot Þá segir hann Bandaríkin vera styrkja Kanada um hundruði milljarða dollara á hverju ári sem sé ekki skynsamlegt nema Kanada sé fylki í Bandaríkjunum, en um er að ræða rangfærslur líkt og kemur fram í umfjöllun CBC. Segir forsetanum að hætta að skipta sér af Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta fóru ekki vel í frambjóðendur. Pierre Poilievre, formaður Íhaldsflokksins sagði Trump að hætta skipta sér af kosningunum. „Trump forseti, haltu þér frá okkar kosningum. Eina fólkið sem mun ákveða framtíð Kanada eru Kanadamennirnir í kjörklefunum,“ skrifaði Poilievre á samfélagsmiðilinn X. „Kanada verður alltaf stolt, fullvalda og sjálfstætt og við verðum ALDREI 51. fylkið.“ President Trump, stay out of our election. The only people who will decide the future of Canada are Canadians at the ballot box.Canada will always be proud, sovereign and independent and we will NEVER be the 51st state.Today Canadians can vote for change so we can strengthen…— Pierre Poilievre (@PierrePoilievre) April 28, 2025 Carney hefur áður talað opinberlega gegn Bandaríkjaforsetanum og hugmyndum hans um að gera Kanada að fylki. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Carney á blaðamannafundi í mars.
Bandaríkin Kanada Donald Trump Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira