Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2025 06:33 Hinn sextugi Mark Carney fagnaði sigri í nótt. Allt bendir til að hann verði áfram forsætisráðherra Kanada. AP Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. Í sigurræðu sinni í nótt sagði Carney, sem er nýtekinn við stjórnartaumunum í flokknum af Justin Trudeau, að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi reynt sitt ítrasta til þess að hafa áhrif á kosningarnar en að það hafi ekki tekist og að það muni aldrei takast. Niðurstaðan er talin ótrúlega góð fyrir Frjálslynda flokkinn sem var í frjálsu falli samkvæmt könnunum fyrir fáeinum mánuðum síðan. Það leiddi til afsagnar Justins Trudeau sem hafði leitt flokkinn og Kanada um tæpt áratugaskeið. Um svipað leyti hóf Trump tollastríð sitt við Kanada og fór einnig að tala um að landið ætti að verða hluti af Bandaríkjunum. Þetta hjálpaði nýja leiðtoganum Carney við að berja í brestina og fá landsmenn til liðs við sig í kosningabaráttunni. Stóru flokkarnir bættu við sig Endanleg úrslit kosninganna liggja enn ekki fyrir en spár gera ráð fyrir að Frjálslyndir hafi náð 167 þingsætum, en 172 þarf til að ná hreinum meirihluta. Sömu spár gera ráð fyrir að Íhaldsmenn hafi náð 145 þingsætum, Bloc Québécois 23 þingsætum og Nýi lýðræðisflokkurinn sjö. Í kosningunum 2021 fengu Frjálslyndir 151 þingsæti, Íhaldsmenn 120, Bloc Québécois 33 og Nýi lýðræðisflokkurinn 24. Stóru flokkarnir, það er Frjálslyndir og Íhaldsmenn, bættu því báðir við sig fylgi en hinir minni misstu mikið fylgi, sér í lagi Nýi lýðræðisflokkurinn. Leiðtogi Íhaldsmanna, Pierre Poilievre, hefur þegar viðurkennt ósigur. Hér er hann með eiginkonu sinni Anaida.AP Hefur viðurkennt ósigur Helsti keppinautur Carney, Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, hefur þegar játað ósigur sinn þrátt fyrir að flokkur hans hafi bætt töluvert við sig. Það dugði ekki til þar sem kjósendur minni flokka fóru á vagn Frjálslynda flokksins og Carney, sem er nýliði í kanadískum stjórnmálum en hann er hagfræðingur og fyrrverandi seðlabankastjóri Kanada og Bretlands. Frjálsyndi flokkurinn hefur stýrt minnihlutastjórn síðustu tvö kjörtímabil, með stuðningi frá minni flokkum. Kanada Tengdar fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann. 28. apríl 2025 17:47 Kjördagur framundan í Kanada Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. 27. apríl 2025 23:58 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Í sigurræðu sinni í nótt sagði Carney, sem er nýtekinn við stjórnartaumunum í flokknum af Justin Trudeau, að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi reynt sitt ítrasta til þess að hafa áhrif á kosningarnar en að það hafi ekki tekist og að það muni aldrei takast. Niðurstaðan er talin ótrúlega góð fyrir Frjálslynda flokkinn sem var í frjálsu falli samkvæmt könnunum fyrir fáeinum mánuðum síðan. Það leiddi til afsagnar Justins Trudeau sem hafði leitt flokkinn og Kanada um tæpt áratugaskeið. Um svipað leyti hóf Trump tollastríð sitt við Kanada og fór einnig að tala um að landið ætti að verða hluti af Bandaríkjunum. Þetta hjálpaði nýja leiðtoganum Carney við að berja í brestina og fá landsmenn til liðs við sig í kosningabaráttunni. Stóru flokkarnir bættu við sig Endanleg úrslit kosninganna liggja enn ekki fyrir en spár gera ráð fyrir að Frjálslyndir hafi náð 167 þingsætum, en 172 þarf til að ná hreinum meirihluta. Sömu spár gera ráð fyrir að Íhaldsmenn hafi náð 145 þingsætum, Bloc Québécois 23 þingsætum og Nýi lýðræðisflokkurinn sjö. Í kosningunum 2021 fengu Frjálslyndir 151 þingsæti, Íhaldsmenn 120, Bloc Québécois 33 og Nýi lýðræðisflokkurinn 24. Stóru flokkarnir, það er Frjálslyndir og Íhaldsmenn, bættu því báðir við sig fylgi en hinir minni misstu mikið fylgi, sér í lagi Nýi lýðræðisflokkurinn. Leiðtogi Íhaldsmanna, Pierre Poilievre, hefur þegar viðurkennt ósigur. Hér er hann með eiginkonu sinni Anaida.AP Hefur viðurkennt ósigur Helsti keppinautur Carney, Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, hefur þegar játað ósigur sinn þrátt fyrir að flokkur hans hafi bætt töluvert við sig. Það dugði ekki til þar sem kjósendur minni flokka fóru á vagn Frjálslynda flokksins og Carney, sem er nýliði í kanadískum stjórnmálum en hann er hagfræðingur og fyrrverandi seðlabankastjóri Kanada og Bretlands. Frjálsyndi flokkurinn hefur stýrt minnihlutastjórn síðustu tvö kjörtímabil, með stuðningi frá minni flokkum.
Kanada Tengdar fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann. 28. apríl 2025 17:47 Kjördagur framundan í Kanada Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. 27. apríl 2025 23:58 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann. 28. apríl 2025 17:47
Kjördagur framundan í Kanada Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. 27. apríl 2025 23:58