Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar 3. maí 2025 18:00 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vara við norskri leið í sjávarútvegi – en styðja hana fullum fetum í fiskeldi. Það sem SFS kallar „óhagkvæmt“ þegar þau þurfa að greiða meira, verður allt í einu „fyrirmynd“ þegar þau græða meira. Í nýlegri grein á Vísi (2. maí) skrifar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að Ísland hafi „ekki efni á því að fara norsku leiðina“ í sjávarútvegi. Þar vísar hún til norskra vinnsluhátta þar sem verðmætasköpun færist úr landi, störf tapist og fiskur er unninn erlendis. En þegar kemur að fiskeldi, þá vilja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi einmitt að Ísland feti norsku leiðina– og helst mildari útgáfu af henni. Í umsögn SFS um frumvarp til laga um fiskeldi frá maí 2024 kemur fram að íslenskt gjaldakerfi fyrir fiskeldi sé „sýnilega meira íþyngjandi […] en í Noregi.“ Þau leggja áherslu á að Ísland megi ekki ganga lengra en Noregur í sköttum og reglum. Jafnframt segja þau: „Viðmiðun við norska skattlagningu er grundvöllur matsins.“ SFS vill nota “norsku” leiðina þegar hún hentar málstaðnum en annars á að forðast hana þegar hún hentar ekki. Fiskurinn unninn heima – nema þegar það er lax Í greininni leggur Heiðrún Lind sérstaka áherslu á að íslenskur fiskur sé unninn heima – og varar við því að verðmætasköpun færist úr landi. Þetta sé stærsta efnahagslega hættan við „norsku leiðina“. En á heimasíðu SFS kemur annað fram þegar kemur að fiskeldi. Þar segir: „Áframvinnsla er ekki háð landfræðilegum takmörkunum, sérstaklega ef fiskurinn er frystur. Verðmæti aukast jafnan við áframvinnslu.“ (Skýrsla BCG á vegum SFS) Með öðrum orðum: þau segja okkur að það sé þjóðhagslegt tap ef þorskur er unninn erlendis – en þegar kemur að eldislaxi, þá er engin áhersla á innlenda vinnslu. Þvert á móti. Þá má flytja verðmætin út, ef það þjónar rekstrarlegu hagræði. Tvískinnungur í stað stefnu SFS er ekki að verja grundvallarstefnu um sjálfbærni, efnahagslegt réttlæti eða innlenda verðmætasköpun. Þau verja aðeins eigin hagsmuni, í hverju máli fyrir sig. Í sjávarútvegi eru skattar vandamál – en í fiskeldi er léttleiki regluverks forgangsmál. Sama fyrirmynd, tvö viðhorf. Það er ekki stefnufesta. Það er tvískinnungur. Þessi mótsögn er ekki bara fræðileg. Þegar áframvinnsla á eldislaxi fer fram erlendis, tapar Ísland ekki aðeins skatttekjum – heldur einnig tækifærum til atvinnusköpunar í byggðum sem þegar búa við þrönga kosti. Á sama tíma sitja íslensk samfélög uppi með mengaða firði og ónýtt lífríki. SFS krefst þess að gróðinn megi fara út – en vill að áhættan sitji eftir heima. SFS talar um að verja störf og verðmætasköpun, en í raun berjast samtökin fyrir mengandi laxeldi í opnum sjókvíum – að norskri fyrirmynd – þar sem verðmætin mega fara úr landi, svo lengi sem arðurinn skili sér til fyrirtækjanna. Þetta kallast á góðri íslensku: Tvískinnungur og yfirvarp. Það er ekkert þjóðhagslegt vit í því að fórna íslenskum fjörðum fyrir úrelt, erlend laxeldismódel sem jafnvel Norðmenn sjálfir eru að endurskoða. Ef við höfum ekki efni á norsku leiðinni – þá eigum við alls ekki að leyfa opið sjokviaeldi í íslenskum fjörðum. Og við eigum að hætta að hlusta á bullið frá þeim sem þéna mest á því að blekkja. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Noregur Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vara við norskri leið í sjávarútvegi – en styðja hana fullum fetum í fiskeldi. Það sem SFS kallar „óhagkvæmt“ þegar þau þurfa að greiða meira, verður allt í einu „fyrirmynd“ þegar þau græða meira. Í nýlegri grein á Vísi (2. maí) skrifar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að Ísland hafi „ekki efni á því að fara norsku leiðina“ í sjávarútvegi. Þar vísar hún til norskra vinnsluhátta þar sem verðmætasköpun færist úr landi, störf tapist og fiskur er unninn erlendis. En þegar kemur að fiskeldi, þá vilja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi einmitt að Ísland feti norsku leiðina– og helst mildari útgáfu af henni. Í umsögn SFS um frumvarp til laga um fiskeldi frá maí 2024 kemur fram að íslenskt gjaldakerfi fyrir fiskeldi sé „sýnilega meira íþyngjandi […] en í Noregi.“ Þau leggja áherslu á að Ísland megi ekki ganga lengra en Noregur í sköttum og reglum. Jafnframt segja þau: „Viðmiðun við norska skattlagningu er grundvöllur matsins.“ SFS vill nota “norsku” leiðina þegar hún hentar málstaðnum en annars á að forðast hana þegar hún hentar ekki. Fiskurinn unninn heima – nema þegar það er lax Í greininni leggur Heiðrún Lind sérstaka áherslu á að íslenskur fiskur sé unninn heima – og varar við því að verðmætasköpun færist úr landi. Þetta sé stærsta efnahagslega hættan við „norsku leiðina“. En á heimasíðu SFS kemur annað fram þegar kemur að fiskeldi. Þar segir: „Áframvinnsla er ekki háð landfræðilegum takmörkunum, sérstaklega ef fiskurinn er frystur. Verðmæti aukast jafnan við áframvinnslu.“ (Skýrsla BCG á vegum SFS) Með öðrum orðum: þau segja okkur að það sé þjóðhagslegt tap ef þorskur er unninn erlendis – en þegar kemur að eldislaxi, þá er engin áhersla á innlenda vinnslu. Þvert á móti. Þá má flytja verðmætin út, ef það þjónar rekstrarlegu hagræði. Tvískinnungur í stað stefnu SFS er ekki að verja grundvallarstefnu um sjálfbærni, efnahagslegt réttlæti eða innlenda verðmætasköpun. Þau verja aðeins eigin hagsmuni, í hverju máli fyrir sig. Í sjávarútvegi eru skattar vandamál – en í fiskeldi er léttleiki regluverks forgangsmál. Sama fyrirmynd, tvö viðhorf. Það er ekki stefnufesta. Það er tvískinnungur. Þessi mótsögn er ekki bara fræðileg. Þegar áframvinnsla á eldislaxi fer fram erlendis, tapar Ísland ekki aðeins skatttekjum – heldur einnig tækifærum til atvinnusköpunar í byggðum sem þegar búa við þrönga kosti. Á sama tíma sitja íslensk samfélög uppi með mengaða firði og ónýtt lífríki. SFS krefst þess að gróðinn megi fara út – en vill að áhættan sitji eftir heima. SFS talar um að verja störf og verðmætasköpun, en í raun berjast samtökin fyrir mengandi laxeldi í opnum sjókvíum – að norskri fyrirmynd – þar sem verðmætin mega fara úr landi, svo lengi sem arðurinn skili sér til fyrirtækjanna. Þetta kallast á góðri íslensku: Tvískinnungur og yfirvarp. Það er ekkert þjóðhagslegt vit í því að fórna íslenskum fjörðum fyrir úrelt, erlend laxeldismódel sem jafnvel Norðmenn sjálfir eru að endurskoða. Ef við höfum ekki efni á norsku leiðinni – þá eigum við alls ekki að leyfa opið sjokviaeldi í íslenskum fjörðum. Og við eigum að hætta að hlusta á bullið frá þeim sem þéna mest á því að blekkja. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar