Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. maí 2025 11:04 Vladímír Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra. AP/RIA/Alexei Danichev Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa ekki hafa þurft að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu og vonast hann til þess að þeirra verði ekki þörf. Hann telur styrk rússneska hersins nægilega mikinn til að leiða átökin „rökrétt“ til lykta. Pútín lýsti þessu yfir í viðtalsbúti sem ríkissjónvarp Rússa birti á Telegram í dag en viðtalið er hluti af heimildamyndinni „Rússland, Kremlin, Pútín, 25 ár,“ sem hefur ekki enn verið sýnd í heild sinni og fjallar um 25 ára valdatíð forsetans. „Þeir vildu ögra okkur svo við myndum gera mistök,“ sagði Pútín í viðtalinu þegar hann var spurður út í árásir Úkraínumanna á Rússland. „Það hefur ekki verið nein þörf á nota þessi vopn... og ég vona að þeirra verði ekki þörf,“ sagði hann síðan um notkun kjarnorkuvopna. „Við höfum nægilega burði og ráð til að leiða það sem hófst 2022 rökrétt til lykta með þeirri niðurstöðu sem Rússland þarfnast.“ Margoft rætt um notkun kjarnorkuvopna Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pútín ræðir notkun kjarnorkuvopna í tengslum við átök í Úkraínu. Fyrir rétt rúmu ári síðan ítrekaði hann að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld og notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. Hótanir um notkun kjarnorkuvopna eru taldar vera hluti af áróðursherferð Rússa til að grafa undan hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Vesturlönd hafa sent gríðarlegt magn vopn og hergagna til Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið 2022 og síðan þá hefur Pútín margsinnis rætt um notkun kjarnorkuvopna og sett í samhengi við ógnir gegn öryggi Rússlands. Yfir páskana tilkynnti Pútín um rúmlega sólarhrings vopnahlé milli Rússlands og Úkraínu. Báðar hliðar sökuðu svo hvor aðra um að rjúfa vopnahléð með loftárásum. Sjá einnig: Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Frá 8. til 10. maí mun svo standa yfir 72 klukkustunda vopnahlé í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá Sigurdeginum í Evrópu þegar Karl Dönitz, forseti Þýskalands, undirritaði uppgjafarsáttmála fyrir hönd Þjóðverja sem markaði lok Seinni heimsstyrjaldarinnar. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði á laugardag að vopnahléð væri einungis hugsað til að mýkja andrúmsloftið innan Rússlands. Selenskí vill sjálfur sjá umfangsmeira þrjátíu daga vopnahlé eins og Bandaríkin lögðu upphaflega til. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Kjarnorka Vladimír Pútín Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Pútín lýsti þessu yfir í viðtalsbúti sem ríkissjónvarp Rússa birti á Telegram í dag en viðtalið er hluti af heimildamyndinni „Rússland, Kremlin, Pútín, 25 ár,“ sem hefur ekki enn verið sýnd í heild sinni og fjallar um 25 ára valdatíð forsetans. „Þeir vildu ögra okkur svo við myndum gera mistök,“ sagði Pútín í viðtalinu þegar hann var spurður út í árásir Úkraínumanna á Rússland. „Það hefur ekki verið nein þörf á nota þessi vopn... og ég vona að þeirra verði ekki þörf,“ sagði hann síðan um notkun kjarnorkuvopna. „Við höfum nægilega burði og ráð til að leiða það sem hófst 2022 rökrétt til lykta með þeirri niðurstöðu sem Rússland þarfnast.“ Margoft rætt um notkun kjarnorkuvopna Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pútín ræðir notkun kjarnorkuvopna í tengslum við átök í Úkraínu. Fyrir rétt rúmu ári síðan ítrekaði hann að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld og notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. Hótanir um notkun kjarnorkuvopna eru taldar vera hluti af áróðursherferð Rússa til að grafa undan hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Vesturlönd hafa sent gríðarlegt magn vopn og hergagna til Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið 2022 og síðan þá hefur Pútín margsinnis rætt um notkun kjarnorkuvopna og sett í samhengi við ógnir gegn öryggi Rússlands. Yfir páskana tilkynnti Pútín um rúmlega sólarhrings vopnahlé milli Rússlands og Úkraínu. Báðar hliðar sökuðu svo hvor aðra um að rjúfa vopnahléð með loftárásum. Sjá einnig: Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Frá 8. til 10. maí mun svo standa yfir 72 klukkustunda vopnahlé í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá Sigurdeginum í Evrópu þegar Karl Dönitz, forseti Þýskalands, undirritaði uppgjafarsáttmála fyrir hönd Þjóðverja sem markaði lok Seinni heimsstyrjaldarinnar. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði á laugardag að vopnahléð væri einungis hugsað til að mýkja andrúmsloftið innan Rússlands. Selenskí vill sjálfur sjá umfangsmeira þrjátíu daga vopnahlé eins og Bandaríkin lögðu upphaflega til.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Kjarnorka Vladimír Pútín Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira