Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2025 16:45 Hátt í tvær milljónir sóttu tónleika Lady Gaga á hinni heimsfrægu Copacabana-strönd í gær. AP/Bruna Prado Lögreglan í Ríó de Janeiró segist hafa komið í veg fyrir sprengjutilræði á stórtónleikum Lady Gaga á Copacabana-strönd í gær. Aðgangur inn á tónleikana var ókeypis og sóttu þá rúmlega tvær milljónir manna. Lögreglan í Ríó de Janeiró segir að þeir sem grunaðir eru um að hafa staðið að tilræðinu hefðu fengið fólk yfir netið til að mæta á tónleikana með heimatilbúnar sprengjur. Ætlunin hafi verið að öðlast frægð á samfélagsmiðlum til að geta dreift hatursfullum boðskap í garð hinsegin samfélagsins. 🚨OPERAÇÃO FAKE MONSTER‼️ | A Polícia Civil RJ, em conjunto com o Ministério da Justiça, impediu um ataque a bomba que ocorreria no show da Lady Gaga, em Copacabana, Zona Sul RJ. O responsável pelo plano foi preso e um adolescente apreendido. pic.twitter.com/oa39v5YWEd— Polícia Civil RJ (@PCERJ) May 4, 2025 Tveir voru handteknir, einn fullorðinn maður og einn unglingur að sögn lögreglunnar sem birti færslu um málið á samfélagsmiðlum. Aðgerðin var unnin í samstarfi við dómsmálaráðuneyti Brasilíu. Sá sem sagður er hafa skipulagt tilræðið var handtekinn fyrir ólöglega vörslu skotvopns í Rio Grande do Sul-ríki og unglingurinn var handtekinn í Ríó de Janeiró fyrir vörslu barnakláms. Þeir höfðu einnig staðið að „öfgavæðingu“ ungmenna að sögn lögreglunnar og höfðu hvatt unglinga til að skaða sig og aðra á samfélagsmiðlum. Tónleikarnir voru haldnir með milligöngu borgaryfirvalda í Ríó de Janeiró. Umtalsverð öryggisgæsla var á staðnum og hátt í fimm þúsund öryggisverðir. Þar að auki þurftu gestir að ganga í gegnum málmleitarhlið til að komast inn og flygildum og myndavélum með andlitsgreiningartækni var beitt. Brasilía Tengdar fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Mikill fjöldi er nú kominn saman í Rio de Janeiro í Brasilíu til að fara á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga. Samkvæmt brasilískum yfirvöldum var búist við allt að 1,6 milljón manns á Copacabana ströndina þar sem tónleikarnir fara fram. 3. maí 2025 23:03 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Aðgangur inn á tónleikana var ókeypis og sóttu þá rúmlega tvær milljónir manna. Lögreglan í Ríó de Janeiró segir að þeir sem grunaðir eru um að hafa staðið að tilræðinu hefðu fengið fólk yfir netið til að mæta á tónleikana með heimatilbúnar sprengjur. Ætlunin hafi verið að öðlast frægð á samfélagsmiðlum til að geta dreift hatursfullum boðskap í garð hinsegin samfélagsins. 🚨OPERAÇÃO FAKE MONSTER‼️ | A Polícia Civil RJ, em conjunto com o Ministério da Justiça, impediu um ataque a bomba que ocorreria no show da Lady Gaga, em Copacabana, Zona Sul RJ. O responsável pelo plano foi preso e um adolescente apreendido. pic.twitter.com/oa39v5YWEd— Polícia Civil RJ (@PCERJ) May 4, 2025 Tveir voru handteknir, einn fullorðinn maður og einn unglingur að sögn lögreglunnar sem birti færslu um málið á samfélagsmiðlum. Aðgerðin var unnin í samstarfi við dómsmálaráðuneyti Brasilíu. Sá sem sagður er hafa skipulagt tilræðið var handtekinn fyrir ólöglega vörslu skotvopns í Rio Grande do Sul-ríki og unglingurinn var handtekinn í Ríó de Janeiró fyrir vörslu barnakláms. Þeir höfðu einnig staðið að „öfgavæðingu“ ungmenna að sögn lögreglunnar og höfðu hvatt unglinga til að skaða sig og aðra á samfélagsmiðlum. Tónleikarnir voru haldnir með milligöngu borgaryfirvalda í Ríó de Janeiró. Umtalsverð öryggisgæsla var á staðnum og hátt í fimm þúsund öryggisverðir. Þar að auki þurftu gestir að ganga í gegnum málmleitarhlið til að komast inn og flygildum og myndavélum með andlitsgreiningartækni var beitt.
Brasilía Tengdar fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Mikill fjöldi er nú kominn saman í Rio de Janeiro í Brasilíu til að fara á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga. Samkvæmt brasilískum yfirvöldum var búist við allt að 1,6 milljón manns á Copacabana ströndina þar sem tónleikarnir fara fram. 3. maí 2025 23:03 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Mikill fjöldi er nú kominn saman í Rio de Janeiro í Brasilíu til að fara á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga. Samkvæmt brasilískum yfirvöldum var búist við allt að 1,6 milljón manns á Copacabana ströndina þar sem tónleikarnir fara fram. 3. maí 2025 23:03