Fækkar herforingjum um fimmtung Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2025 07:12 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að fækka fjögurra stjörnu herforingjum í herafla Bandaríkjanna um tuttugu prósent. Hann hefur einnig skipað þjóðvarðliði Bandaríkjanna að gera það sama og að gefið út skipun um að heilt yfir verði háttsettum yfirmönnum í heraflanum fækkað um tíu prósent. Markmið þessara niðurskurðar er að draga úr sóun og auka skilvirkni en gagnrýnendur óttast, samkvæmt AP fréttaveitunni, að niðurskurðinn muni leiða til aukinna áhrifa stjórnamála á heraflan. Í yfirlýsingu frá ráðherranum segir að með þessu vilji hann draga úr skriffinnsku. Hegseth hefur þegar sagt upp fjölmörgum yfirmönnum í herafla Bandaríkjanna sem margir eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir menn eða konur. Það hefur hann gert með því yfirlýsta markmiði að berjast gegn svokölluðum „vókisma“ innan hersins. Þá gaf Hegseth í síðustu viku skipun um umfangsmiklar breytingar á herafla Bandaríkjanna. Meðal þeirra er að sameina yfirstjórnir, fækka stjórnendum, hætta notkun gamalla farartækja og fækka. Á sama tíma og sú skipun var gefin út tilkynntu forsvarsmenn hersins að halda ætti skrúðgöngu á afmælisdegi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í næsta mánuði, sem kosta mun tugi milljónir dala. Stendur sjálfur frammi fyrir áköllum um afsögn Hegseth stendur sjálfur frammi fyrir áköllum um að hann segi af sér eða verði vikið úr starfi og þá sérstaklega vegna notkunar hans á samskiptamiðlinum Signal. Meðal annars sagði hann frá væntanlegum árásum á Húta í Jemen í spjallhópi sem innihélt fyrir mistök blaðamann. Stjórn hans í Pentagon (ráðuneytinu) er sögð hafa einkennst af mikilli óreiðu og deilum meðal hans nánustu ráðgjafa og undirmanna. Notkun Hegseths á Signal hefur samkvæmt grein Wall Street Journal verið meiri en áður hefur komið fram. Heimildarmenn miðilsins segja hann hafa rætt opinber mál í á annan tug spjallhópa á Signal. Í einu tilfelli skipaði hann aðstoðarmönnum sínum að segja erlendum erindrekum frá yfirstandandi hernaðaraðgerð og hefur hann einnig notað Signal til að tala um ferðalög sín, dagskrá og önnur viðkvæm en þó ekki leynileg mál. Fregnir hafa borist af því að sett hafi verið upp sérstök nettenging innan Pentagon, sem færi gegn netvörnum ráðuneytisins fyrir Hegseth. Sjá einnig: Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Notkun ráðherrans á Signal er nú til rannsóknar hjá innri endurskoðanda Pentagon. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Markmið þessara niðurskurðar er að draga úr sóun og auka skilvirkni en gagnrýnendur óttast, samkvæmt AP fréttaveitunni, að niðurskurðinn muni leiða til aukinna áhrifa stjórnamála á heraflan. Í yfirlýsingu frá ráðherranum segir að með þessu vilji hann draga úr skriffinnsku. Hegseth hefur þegar sagt upp fjölmörgum yfirmönnum í herafla Bandaríkjanna sem margir eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir menn eða konur. Það hefur hann gert með því yfirlýsta markmiði að berjast gegn svokölluðum „vókisma“ innan hersins. Þá gaf Hegseth í síðustu viku skipun um umfangsmiklar breytingar á herafla Bandaríkjanna. Meðal þeirra er að sameina yfirstjórnir, fækka stjórnendum, hætta notkun gamalla farartækja og fækka. Á sama tíma og sú skipun var gefin út tilkynntu forsvarsmenn hersins að halda ætti skrúðgöngu á afmælisdegi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í næsta mánuði, sem kosta mun tugi milljónir dala. Stendur sjálfur frammi fyrir áköllum um afsögn Hegseth stendur sjálfur frammi fyrir áköllum um að hann segi af sér eða verði vikið úr starfi og þá sérstaklega vegna notkunar hans á samskiptamiðlinum Signal. Meðal annars sagði hann frá væntanlegum árásum á Húta í Jemen í spjallhópi sem innihélt fyrir mistök blaðamann. Stjórn hans í Pentagon (ráðuneytinu) er sögð hafa einkennst af mikilli óreiðu og deilum meðal hans nánustu ráðgjafa og undirmanna. Notkun Hegseths á Signal hefur samkvæmt grein Wall Street Journal verið meiri en áður hefur komið fram. Heimildarmenn miðilsins segja hann hafa rætt opinber mál í á annan tug spjallhópa á Signal. Í einu tilfelli skipaði hann aðstoðarmönnum sínum að segja erlendum erindrekum frá yfirstandandi hernaðaraðgerð og hefur hann einnig notað Signal til að tala um ferðalög sín, dagskrá og önnur viðkvæm en þó ekki leynileg mál. Fregnir hafa borist af því að sett hafi verið upp sérstök nettenging innan Pentagon, sem færi gegn netvörnum ráðuneytisins fyrir Hegseth. Sjá einnig: Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Notkun ráðherrans á Signal er nú til rannsóknar hjá innri endurskoðanda Pentagon.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira