Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2025 11:40 Krzysztof Gawkowski á ráðstefnu um varnarmál í Varsjá. Þar sagði hann Rússa reyna að hafa áhrif á forsetakosningar í Póllandi. Vísir/EPA Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. Fyrri umferð pólsku forsetakosninganna fer fram 18. maí. Krzysztof Gawkowski, aðstoðarforsætisráðherra og ráðherra stafrænna mála, sagði á ráðstefnu um varnarmál í dag að Rússar stæðu í umfangsmiklum tilraunum til þess að hafa áhrif á úrslitin. „Þetta er gert með því að dreifa upplýsingafalsi ásamt blönduðum árásum á mikilvæga innviði Póllands til þes að lama hefðbundna starfsemi ríkisins,“ sagði Gawkowski. Rússar hefðu meðal annars beint spjótum sínum að veitufyrirtækjum, hita- og raforkuverum auk stjórnsýslustofnana. Árásir Rússa væru tvöfalt fleiri nú en á sama tíma í fyrra. „Þessa stundina í Póllandi, á hverri mínútu sem ég held þessa ræðu, eru á annan tug atvika skráð þar sem skotmarkið er mikilvægir innviðir,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir ráðherranum. Stuðningurinn við Úkraínu geri Póllandi að skotmarki Pólsk stjórnvöld sökuðu Rússa um að standa að baki tölvuárás á geimstofnun landsins í mars og í fyrra voru þeir taldir hafa ráðist á pólskan ríkisfjölmiðil. Rússar hafa alltaf neitað ásökunum Pólverja og annarra þjóða um tölvuárásir og tilraunir til afskipta af kosningum. Engu að síður er þekkt að stjórnvöld í Kreml hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á kosningar víða um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum, Frakklandi og víðar. Fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu í vetur voru ógiltar vegna afskipta Rússa. Pólverjar segja að aðstoð þeirra við Úkraínu hafi gert þá að lykilskotmarki skemmdarverkastarfsemi, tölvuárása og upplýsingahernaðar Rússa. Pólland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tölvuárásir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Fyrri umferð pólsku forsetakosninganna fer fram 18. maí. Krzysztof Gawkowski, aðstoðarforsætisráðherra og ráðherra stafrænna mála, sagði á ráðstefnu um varnarmál í dag að Rússar stæðu í umfangsmiklum tilraunum til þess að hafa áhrif á úrslitin. „Þetta er gert með því að dreifa upplýsingafalsi ásamt blönduðum árásum á mikilvæga innviði Póllands til þes að lama hefðbundna starfsemi ríkisins,“ sagði Gawkowski. Rússar hefðu meðal annars beint spjótum sínum að veitufyrirtækjum, hita- og raforkuverum auk stjórnsýslustofnana. Árásir Rússa væru tvöfalt fleiri nú en á sama tíma í fyrra. „Þessa stundina í Póllandi, á hverri mínútu sem ég held þessa ræðu, eru á annan tug atvika skráð þar sem skotmarkið er mikilvægir innviðir,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir ráðherranum. Stuðningurinn við Úkraínu geri Póllandi að skotmarki Pólsk stjórnvöld sökuðu Rússa um að standa að baki tölvuárás á geimstofnun landsins í mars og í fyrra voru þeir taldir hafa ráðist á pólskan ríkisfjölmiðil. Rússar hafa alltaf neitað ásökunum Pólverja og annarra þjóða um tölvuárásir og tilraunir til afskipta af kosningum. Engu að síður er þekkt að stjórnvöld í Kreml hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á kosningar víða um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum, Frakklandi og víðar. Fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu í vetur voru ógiltar vegna afskipta Rússa. Pólverjar segja að aðstoð þeirra við Úkraínu hafi gert þá að lykilskotmarki skemmdarverkastarfsemi, tölvuárása og upplýsingahernaðar Rússa.
Pólland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tölvuárásir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira